Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 73
HJALLA-ÞULA
71
á það hlustar Áskell eins um nótt sem dag;
á það hlustar Áskell, undrandi þó,
er huldukonan hýra hörpu sína sló.
Huldukonan hýra honum bauð til sín,
honum bauð hún höndu, hún var hvít sem lín;
honum bauð hún höndu, hló og sagði blíð:
»Viltu hjá mér vera, vinur, langa tíð?
Viltu hjá mér vera og vilja gera minn?
Dansa við hana Dínu, drós með fagra kinn,
dansa við hana Dínu, dags um fagurt skeið;
kvendið mun þér kenna kukl og töfraseið,
kvendið mun þér kenna að klófesta þann
galdrajötun grimma, sem grið ei veita kann,
galdrajötun grimma, sem gull og silfur á,
leynir því svo lengi og liggur því á,
leynir því svo lengi og líf ei missa kann,
utan álfadrottning æri og trylli hann,
utan álfadrottning aðstoð veiti þér
vondan jötun vinna, viltu trúa mér?
Vondan jötun vinna væri gott fyr’ þig
og eignast gullið góða, það gleðja skyldi mig;
eignast gullið góða og græða vísdóm þann,
sem dóttir mín hún Dína dável nota kann.
Dóttir mín hún dína dansar undur-nett,
fast í hennar faðmi færðu’ að hvíla létk.
Past í hennar faðmi fagnaðar með glans
ungur nam hann Áskell yndislegan dans;
ungur nam hann Áskell allskyns töfralist,
en dýrka mátti’ hann daglega drottinn Jesúm Krist;
dýrka mátti’ hann daglega dyggða- og elsku-mátt,
dansa nam hún Dína við dreng með sinnið kátt;
dansa nam hún Dína og dýra speki þó
kenndi’ hún Áskeli’ unga. í arnarham hann fló,