Gríma - 24.10.1932, Blaðsíða 20
18 ÞÁTTUR AF JÓHANNESI STERKA
*
um við Eyjafjörð og víðar og alstaðar illa þokkað-
ur. Það var venja hans, þar sem hann var við sjó-
róðra, að hann tók það af mat félaga sinna, sem hon-
um þótti girnilegt átu; gerði hann það að þeim ásjá-
andi og sagði þá við þann, er hlut átti að máli: »Ekki
skaltu kalla mig þjóf, lagsmaður, því að sækja máttu
það«. Treystust engir við hann að eiga, jafnvel ekki
þeir, sem vel voru að manni, enda kvaðst Sigurður
»sunnudaga« hvern þann vægðarlaust, sem léti ekki
við svo búið standa. Var þetta orðtak hans, þegar
hann hótaði að misþyrma einhverjum. Stóð öllum
ótti af afli hans og illmennsku.
Einhverju sinni var Jóhannes við róðra út með
Eyjafirði og bar þá svo við, að Sigurður kom þang-
að; stóð svo á, að Jóhannes var í róðri, er hann kom.
Nokkrum vermönnum, sem í landi voru, datt þá í
hug að egna Sigurð til að ráðast á Jóhannes; var
þeim mikil forvitni á að sjá viðureign þeirra, þar
sem báðir voru heljarmenni að burðum, og svo var
þeim líka ósárt um að Sigurður fengi einu sinni
verðskuldaða ráðningu. Leið nú að því er bát Jó-
hannesar bar að landi. Sögðu þá vermenn Sigurði,
að í bát þessum væri maður nokkur stór vexti, Jó-
hannes að nafni, og hefði hann gert lítið úr honum
og talið hann vesalmenni. Gáfu þeir Sigurði brenni-
vín og eggjuðu hann fast að dusta Jóhannes til og
hefna grimmilega á honum þessarar óvirðingar. Esp-
aðist Sigurður við eggjanir þeirra og kvaðst mundu
sunnudaga þræl þenna eftirminnlega. Æddi hann nú
þangað, er þeir Jóhannes voru að setja bátinn. Sá
Jóhannes þegar, að Sigurður ætlaði að ráðast á
hann; færðist hann þá í aukana og gekk með kreppta
hnefa beint framan að honum. Kom þá hik á Sigurð