Gríma - 24.10.1932, Page 72

Gríma - 24.10.1932, Page 72
70 HJALLA-ÞULA 18. Hjalla'þula. (Handrit Baldvins Jónatanssonar). Kátt var á Hjalla krökkunum hjá, — en krummi var í felum glugganum á, krummi var í felum, en krunkaði þó, kunni hann að segja meira en nóg, kunni hann að segja, en hver skildi hann? Kerling ein þar gömul á snældu sína spann, kerling ein þar gömul sem kunni fuglamál kynngisfull og göldrótt, með þeygi góða sál; kynngisfull og göldrótt hún kjassa hrafninn tók, krummi fór að garga og vængi svarta skók; krummi fór að garga og kom um gluggann inn, kerling varð því fegin og sagði: »Velkominn«. Kerling varð því fegin og fítonsanda með flaug þá upp í loftið, í hrafn hún breytast réð, flaug þá upp í loftið og fylgdist krummi með, einn varð þar á endir, að enginn fékk þau séð; einn varð þar á endir, hún aldrei framar sást, en listin hennar ljóta líka seinna brást, listin hennar ljóta var lánuð öðrum frá. Risi bjó í bergi, sem birtir söguskrá; risi bjó í bergi, sem beima meiddi’ og drap, kerlingunni kenndi kynngi og galdraskap, kerlingunni kenndi að kætast mest við sig. Ungur gekk hann Áskell inn um fjallastig; ungur gekk hann Áskell upp í hamragil. Huldukona sló þar hörpu sinnar spil; huldukona sló þar hjartnæmt töfralag;

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.