Gríma - 24.10.1932, Síða 53

Gríma - 24.10.1932, Síða 53
HULDUKONAN í SKÖKHÓL 51 ast, annaðhvort gripatjón eða annar búhnekkir. — Fyrir sunnan og ofan Grund er einstakur hóll, sem kallaður er Skökhóll; heitir hóllinn því nafni af þeim ástæðum, að þá er leið að fráfærum, heyrðu smalar strokkhljóð í hólnum, þegar þeir áttu leið þar um. Voru Grundarbændur vanir að draga frá- færur, þangað til strokkhljóðið hafði heyrzt, hvernig sem tíðarfar var annars, og þótti vel gefast. Gísli er maður nefndur. Hann var sonur Páls prests Jónssonar, er fékk Vallabrauð í Svarfaðardal 1858, en flutti síðar að Viðvík í Skagafirði og dó þar 1889. Bræður Gísla voru þeir Snorri verzlunar- stjóri á Siglufirði, Gamalíel, Jón og Einar. Eona hans hét Kristín. — Gísli bjó fyrst á móti föður sín- um á Völlum, en nokkru síðar losnaði Grund og fékk hann hana til ábúðar og allra afnota. Hann var mað- ur óbrotinn í háttum og laus við öll hindurvitni. Heyrði hann getið um álög þau, er lægju á tungunni, að ekki mætti nytja hana, en hann taldi þetta ein- tóman hégóma og lét slá hana þegar á fyrsta búskap- arári sínu á Grund, jafnvel þótt hann hefði meira en nóg slægjuland annarstaðar. Bar svo ekkert til tíð- inda fyrr en liðið var fram undir jólaföstu veturinn eftir. Þá dreymdi Gísla eina nótt, að roskin kona kæmi til hans; var hún þungbúin á svip og alvarleg, klædd fornum kvenbúningi. Konan sagði við hann, að hann hefði breytt illa og óhyggilega, þegar hann hefði látið slá tunguna um sumarið; hefði hann heyrt, hvað við lægi, ef svo væri gert, og haft auk þess nógar aðrar slægjur; sagðist hún ekki ætla að þola slíkt ranglæti eftirleiðis; væri tunga þessi eina grasnytin, sem hún og karl hennar hefðu búið við 4*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.