Gríma - 01.09.1946, Page 37

Gríma - 01.09.1946, Page 37
Gríma] SILFURSALINN OG URÐARBÚINN 13 þingakofforta-hesturinn var lagður af stað áleiðis út að Njarðvíkurskriðum; vissi hann, samkvæmt venjunni, hvaða veg og dagleið fara átti. En þegar hann kom að hliði nokkru, nam hann staðar til hliðar og beið þess, að lausu hestarnir færu fyrst gegnum hliðið, eins og hann var vanur að gera, fór svo með gætni gegnum það og gætti þess, eins og ávallt, að láta ekki koffortin rek- ast í hliðarstólpana. Siðan var haldið inn Njarðvíkur- skriður, mjóan troðning í snarbröttu fjalli, en neðst falla skriðurnar fram á þverhnípta sjávarhamra. Ná- lægt miðjum skriðunum er brattinn mestur. Þar stend- ur rauður kross skammt ofan við götuna. Hefur hann staðið þar í margar aldir, en verið endurnýjaður öðru hvoru. Ýmsar sagnir eru um kross þenna; ein sú, að hann sé minnismerki þess, að þarna hafi fyrr á öldum hrapað niður skriðurnar og fram af sjávarhömrunum prestur frá Desjarmýri, er var á ferð til annexíu sinnar að Njarðvík. Önnur sögn er sú, að óvættur, nefnd Naddi, hafi grandað mönnum þarna, en bóndi nokkur hafi sigrazt á óvættinni, en síðan hafi komið þarna upp reimleiki, þar til er krossinn var reistur. — Þegar sýslu- maður nálgaðist krossinn, sté hann af baki og gekk upp að honum. Á krossinn er þetta letrað: Effigiem Christi, qui transis, pronus honora, MCCCVI, — en á íslenzku: Þú, sem átt leið fram hjá merki Krists, beygðu höfuð þitt í lotningu. 1306. Samkvæmt venju vegfarenda á þessum stað, tók sýslumaður ofan, signdi sig og hélt síðan áfram ferð- inni. — Var haldið inn til Njarðvíkur og þaðan yfir Gönguskörð til Unaóss, yzt í Fljótsdalshéraði við Hér- aðsflóa. Síðan var haldið þvert yfir Úthérað fyrir botni Héraðsflóa, sundlagt í Selfljóti og síðan þeyst yfir slétt- una yfir að Lagarfljóti og sundlagt þar. En þegar hest-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.