Gríma - 01.09.1946, Qupperneq 37
Gríma] SILFURSALINN OG URÐARBÚINN 13
þingakofforta-hesturinn var lagður af stað áleiðis út að
Njarðvíkurskriðum; vissi hann, samkvæmt venjunni,
hvaða veg og dagleið fara átti. En þegar hann kom að
hliði nokkru, nam hann staðar til hliðar og beið þess,
að lausu hestarnir færu fyrst gegnum hliðið, eins og
hann var vanur að gera, fór svo með gætni gegnum það
og gætti þess, eins og ávallt, að láta ekki koffortin rek-
ast í hliðarstólpana. Siðan var haldið inn Njarðvíkur-
skriður, mjóan troðning í snarbröttu fjalli, en neðst
falla skriðurnar fram á þverhnípta sjávarhamra. Ná-
lægt miðjum skriðunum er brattinn mestur. Þar stend-
ur rauður kross skammt ofan við götuna. Hefur hann
staðið þar í margar aldir, en verið endurnýjaður öðru
hvoru. Ýmsar sagnir eru um kross þenna; ein sú, að
hann sé minnismerki þess, að þarna hafi fyrr á öldum
hrapað niður skriðurnar og fram af sjávarhömrunum
prestur frá Desjarmýri, er var á ferð til annexíu sinnar
að Njarðvík. Önnur sögn er sú, að óvættur, nefnd
Naddi, hafi grandað mönnum þarna, en bóndi nokkur
hafi sigrazt á óvættinni, en síðan hafi komið þarna upp
reimleiki, þar til er krossinn var reistur. — Þegar sýslu-
maður nálgaðist krossinn, sté hann af baki og gekk
upp að honum. Á krossinn er þetta letrað: Effigiem
Christi, qui transis, pronus honora, MCCCVI, — en á
íslenzku: Þú, sem átt leið fram hjá merki Krists, beygðu
höfuð þitt í lotningu. 1306.
Samkvæmt venju vegfarenda á þessum stað, tók
sýslumaður ofan, signdi sig og hélt síðan áfram ferð-
inni. — Var haldið inn til Njarðvíkur og þaðan yfir
Gönguskörð til Unaóss, yzt í Fljótsdalshéraði við Hér-
aðsflóa. Síðan var haldið þvert yfir Úthérað fyrir botni
Héraðsflóa, sundlagt í Selfljóti og síðan þeyst yfir slétt-
una yfir að Lagarfljóti og sundlagt þar. En þegar hest-