Gríma - 01.09.1946, Side 39

Gríma - 01.09.1946, Side 39
Gríma] SILFURSALINN OG URÐARBÚINN 15 haldið upp með Jökulsá að brúnni hjá Fossvöllum, þar sem vegagerðarmennirnir voru. Þegar þangað kom, hópuðust vegagerðarmennirnir til sýslumanns og sögðu honum nánar tildrögin að beinafundinum. Einn þeirra, Unnar Benediktsson, nú á Seyðisfirði, skýrði frá draumsýn, er fyrir hann hafði borið. Hann kvaðst hafa legið í tjaldi sínu og hvílt sig í matarhléinu daginn áður;.hefði þá runnið á sig svefn- höfgi eða mók og þessi sýn borið fyrir sig: Inn í tjald- ið kom maður, hár og þrekinn, rauðbirkinn, með al- skegg og benti Unnari að koma; rétti hann síðan út höndina í áttina til urðarinnar, þar sem beinin fund- ust. — Frá þessari draumsýn eða fyrirbrigði hafði svo Unnar sagt félögum sínum um kvöldið. Næsta dag, þegar vegagerðarmennirnir voru að ryðja nýjan veg upp frá brúnni gegnum stórgrýtisurð á barmi Jökulsár, veltu tveir menn stórri, þykkri hellu, sem lá nærri lárétt ofan á tveimur steinum, öðrum jarð- föstum og stórum, hinum minni. Þegar þeir höfðu velt hellunni við, blöstu við mannsbein í stórri gjótu. Að þessari frásögn lokinni, gengu vegagerðarmenn með sýslumanni 'að urðargjótunni, og bar þá fyrir þá þessa sýn: Hrein og hvít beinagrind af manni með stórar, fannhvítar tennur sem fílabein væri; virðist svo sem líkamanum hafi verið troðið niður í gjótuna, að nokkru leyti tvöföldum að neðanverðu, því að fótlegg- irnir lágu jafnhátt og lærleggirnir. Upp við flöt á stóra steininum studdist efri hluti beinagrindarinnar, en höfuðið hallaðist aftur á bak að steinfletinum. Við nánari athugun sást, að steinum hafði verið hlaðið sem undirstöðu undir minna steininn öðrum megin við gjótuna, til þess að hellan, er lá yfir munnanum, hyldi betur gjótuna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.