Gríma - 01.09.1946, Qupperneq 39
Gríma] SILFURSALINN OG URÐARBÚINN 15
haldið upp með Jökulsá að brúnni hjá Fossvöllum, þar
sem vegagerðarmennirnir voru.
Þegar þangað kom, hópuðust vegagerðarmennirnir
til sýslumanns og sögðu honum nánar tildrögin að
beinafundinum. Einn þeirra, Unnar Benediktsson, nú
á Seyðisfirði, skýrði frá draumsýn, er fyrir hann hafði
borið. Hann kvaðst hafa legið í tjaldi sínu og hvílt sig
í matarhléinu daginn áður;.hefði þá runnið á sig svefn-
höfgi eða mók og þessi sýn borið fyrir sig: Inn í tjald-
ið kom maður, hár og þrekinn, rauðbirkinn, með al-
skegg og benti Unnari að koma; rétti hann síðan út
höndina í áttina til urðarinnar, þar sem beinin fund-
ust. — Frá þessari draumsýn eða fyrirbrigði hafði svo
Unnar sagt félögum sínum um kvöldið.
Næsta dag, þegar vegagerðarmennirnir voru að
ryðja nýjan veg upp frá brúnni gegnum stórgrýtisurð
á barmi Jökulsár, veltu tveir menn stórri, þykkri hellu,
sem lá nærri lárétt ofan á tveimur steinum, öðrum jarð-
föstum og stórum, hinum minni. Þegar þeir höfðu velt
hellunni við, blöstu við mannsbein í stórri gjótu.
Að þessari frásögn lokinni, gengu vegagerðarmenn
með sýslumanni 'að urðargjótunni, og bar þá fyrir þá
þessa sýn: Hrein og hvít beinagrind af manni með
stórar, fannhvítar tennur sem fílabein væri; virðist svo
sem líkamanum hafi verið troðið niður í gjótuna, að
nokkru leyti tvöföldum að neðanverðu, því að fótlegg-
irnir lágu jafnhátt og lærleggirnir. Upp við flöt á stóra
steininum studdist efri hluti beinagrindarinnar, en
höfuðið hallaðist aftur á bak að steinfletinum. Við
nánari athugun sást, að steinum hafði verið hlaðið sem
undirstöðu undir minna steininn öðrum megin við
gjótuna, til þess að hellan, er lá yfir munnanum, hyldi
betur gjótuna.