Gríma - 01.09.1946, Side 46
22 Á FJARÐARHEIÐI [Gríma
aði þá Þórarinn á Torfa og bað hann að reyna að
koma þeim á fætur aftur. Brást Torfi við, rauk að
þeim, sem lagztir voru, sparkaði í þá fótum með frosn-
um skóm sínum og sagði, að það mundi nógur tími
fyrir þá að fara til helvítis, þótt þeir kæmust á lappir
núna. Risu þeir þá strax allir upp og skjögruðu af
stað með hinum. Læknir sat sem fyrr á hesti sínum
og mælti ekki . Seig nú fylkingin áfram í myrkrinu á
móti stórhríðinni vestur heiðina og náði norðurbrún
hennar laust eftir miðnætti. Var þá farið að rofa svo til,
að til tungls sást annað slagið, og sáu lestamennirnir
þá vörðu, sem þeir þekktu að var á norðurbrún heið-
arinnar. Var nú haldið ofan fjallið, en þegar skammt
var komið ofan í það, varð þess vart, að Jón Eiríksson
dróst aftur úr. Sneri Þórarinn þá við með reiðhest
sinn og til Jóns og vildi fá hann til þess að fara á bak
reiðhestinum, en ekki treysti Jón sér til þess að sitja
á hestinum, og var sýnilegt, að kraftar hans voru nær
að þrotum komnir. Kallaði Þórarinn þá til Þórðar og
bað hann að aðstoða sig við að koma Jóni áfram.
Leiddu þeir liann síðan á milli sín og hálfbáru annað
slagið, þar til þeir komu í Miðhús, næsta bæ við heið-
ina. Var þá fólk vakið á Miðhúsum, og urðu þeir þar
eftir Stefán læknir og Jón Eiríksson. Var læknir þá all-
mikið kalinn á úlnliðum og fótum. Mun hann hafa
verið fluttur heim til sín daginn eftir. Missti hann
eitthvað af tánum og lá alllengi. Þegar komið var í
Miðhús, mun klukkan hafa verið á fjórða tímanum
um nóttina. Skiptust þá leiðir, og fóru menn til ýmissa
bæja, en þó flestir í Egilsstaði. Þórarinn og Pétur urðu
samferða og komu um klukkan fimm um morguninn
í Útnyrðingsstaði, en Þórarinn hélt áfram til Keldhóla,
því að þar bjó þá Ögmundur bróðir hans.