Gríma - 01.09.1946, Side 47
Gríma]
Á FJARÐARHEIÐI
23
Þrátt fyrir þessa erfiðu ferð, má telja, að hún hafi
tekizt giftusamlega, þar sem allir komust lífs af. Að
vísu voru nokkrir kalnir, þar á meðal Þórarinn, sem
var talsvert kalinn á úlnliðum og í andliti. En flestir
munu hafa jafnað sig furðanlega fljótt. Eftir eins dags
hvíld sóttu lestamennirnir flutninginn, sem þeir höfðu
skilið eftir á Fjarðarheiði, enda var þá komið sæmi-
legt veður.
Sama daginn, sem lestamennirnir börðust móti stór-
hríðinni á Fjarðarheiði, var gestkomandi á Útnyrð-
ingsstöðum Sigfús Sigfússon þjóðsagnasafnari. Þannig
var baðstofan á Útnyrðingsstöðum, að undir lofti voru
tvö herbergi, og var hið innra kallað hús. f fremra
herberginu voru tvö rúm, og var annað þeirra rúm
Péturs Péturssonar. Engir bjuggust við því, að Héraðs-
menn, sem fóru til Seyðisfjarðar í vörusókn, myndu
hafa lagt til heiðarinnar um morguninn, því að veðrið
á Héraði var aftaka slæmt. Síðla þessa dags sátum við
Sigfús niðri í húsi og vorum að skrifa. Þegar við höfð-
um setið þar nokkra stund, stóð Sigfús upp og ætlaði
að ganga fram úr húsinu. En þegar hann kom á þrösk-
uldinn, stanzaði hann og sagði í undurfurðulegum
rómi: „Þetta var skrítið." „Sástu nokkuð?" sagði eg.
Hann gaf mér lítið út á það, en gekk upp á loft í bað-
stofunni og hafði þá orð á því við fólkið, sem sat þar,
að það hefði verið undarlegt, sem fyrir sig hefði borið
niðri. Ekki tóku þeir, sem í baðstofunni sátu, þetta
mjög alvarlega, og einhver svaraði því, að vart myndi
Pétur' hafa svo sterkan hug heim, að hann hefði séð
nokkuð honum viðvíkjandi. Seinna sagði Sigfús mér,
að þegar hann hefði komið fram á þröskuldinn, þá
hefði honum sýnzt Pétur eins og líða inn að rúmi