Gríma - 01.09.1946, Síða 51
Gríma]
SAGNIR UM HALLDÓR ÁRNASON
27
hýða halin. Fór eins og þeir gerðu ráð fyrir, að Halldór
var háttaður, þegar Daníel kom til Högnastaða. Guð-
aði hann þar á glugga, þóttist eiga erindi við Halldór
og bað hann finna sig til dyra. Kom Halldór út á nær-
klæðum einum, og sveif Daníel þegar á hann og ætlaði
að framkvæma það, sem hann hafði samið um við Jón-
as. „Skal eg nú jafna vel um þig.“ kvað Daníel. En svo
fóru leikar, að Halldór hafði Daníel undir, sleit ofan
um hann buxur hans og hýddi hann rækilega. Þegar
Halldór loks leyfði Daníel að standa upp aftur, þá
þorði Daníel ekki að ráðast á hann á nýjan leik, held-
ur hélt heim til sín, lítt glaður yfir leikslokum. En sag-
an af viðureign þeirra Halldórs barst út um sveitina,
og gerðu menn sér gaman að.
c. SnarræSi.
Eitt sinn að kveldi til í myrkri reið Halldór um
Eskifjarðarkaupstað sem oftar og reið léttan. Veit hann
ekki fyrr til en gálgakrókur krækist undir höku hans,
en Halldór greip báðum höndum um gálgatréð og vó
sig upp af króknum, en hesturinn hljóp undan hon-
um. Meiddist Halldór talsvert, því að krókurinn hafði
gengið upp í hökuna, en þó varð meiðslið minna en
orðið hefði, ef Halldór hefði ekki verið nógu fljótur
og snarráður.
d. RáS gegn forvltni.
í tíð Halldórs lágu götur ofan Útkaupstaðinn á
Eskifirði, og var fólk oft úti í gluggum þar, til þess að
sjá, hverjir færu um götuna. Eitt sinn var Halldór þar
á ferð ríðandi hryssu, en graðfoli elti. Reið Halldór
léttan, þar til hann sá mörg kvennaandlit í gluggum
þar nærri. Hljóp hann þá af baki, tók ofan hatt. sinn