Gríma - 01.09.1946, Qupperneq 54
30
SAGNIR UM HALLDÓR ÁRNASON
[Gríma
út að Högnastöðum, en að öðru leyti sagði hann mér
söguna á sama veg og Pétur.
h. Halldór slátrar nauti fyrir Tulinius.
Carl D. Tulinius var lengi kaupmaður á Eskifirði,
meðan Halldór bjó að Högnastöðum. Eitt sinn þegar
Halldór var staddur á Eskifirði, þá biður frú Guðrún
Tulinius, kona Tuliniusar kaupmanns, hann að slátra
fyrir sig tarfkálfi, sem væri úti í fjósi. Lofaði Halldór
því. Fékk Halldór með sér mann þann, sem Jón hét
Steingrímsson, til þess að slátra með sér kálfinum. Var
Jón orðlagður fyrir krafta sína. Fara þeir Halldór inn
í fjós Tuliniusar og sjá þar kálf lítinn og vetrung auk
kúnna. Ætlar Jón að taka kálfinn, en Halldór biður
hann að gera það ekki; segir það ómögulegt, að kaup-
maður vilji leggja sér nýgotling til munns, grindhor-
aðan, heldur skuli þeir taka hinn stærra kálf, í honum
sé meiri matur. Varð Halldór að ráða. Tóku þeir síðan
vetrunginn, leiddu hann út og lögðu niður. Hélt Jón
fótum, en Halldór skar, en það sagði Jón á eftir, að
þetta hefði verið sá öflugasti og versti kálfur, sem hann
hefði haldið fótum á. — Þegar frú Tulinius varð þess
vör, hvaða kálfi Halldór hafði slátrað, þá brá henni í
brún, en sagði þó, að þetta væri Halldóri líkt.
i. Hvalurinn.
Á dögum Halldórs bjó að Karlsskála, sem er næst-
nyrzti bær á norðurströnd Reyðarfjarðar, Eiríkur
Björnsson, er talinn var þá ríkasti maður á Austur-
landi, en hafði þó byrjað búskap bláfátækur. Vetur
nokkurn harðan, er björg var víða lítil, rak hval á
fjöru hjá Eiríki á Karlsskála. Fengu margir sveitungar