Gríma - 01.09.1946, Síða 55
Gríma] SAGNIR UM HALLDÓR ÁRNASON 31
hans keyptan hval hjá honum, og þar á meðal Halldór.
En brátt tók að kvisast, að hvalurinn myndi ekki sem
hollastur, lýsið kæmi ómelt niður af þeim, sem neyttu
hans, og varð þetta til þess að menn hættu að kaupa
meira af hvalnum. Gerði þá Eiríkur Halldóri boð og
biður hann að finna sig, en þeir voru góðir vinir. Brást
Halldór strax við og fór til fundar við Eirík. Spurði
Eiríkur hann þá, hvernig fólki hans hefði orðið af
hvalnum. „Elsku vinur,“ kvað Halldór, „þetta var
allra bezti matur, því að mér fannst lýsið bara skírast,
þegar það gekk niður af okkur, og var eg að hugsa um
að brúka það aftur.“ A eftir kom það í ljós, að hvalur-
inn var andarnefja.
3. Gisting á EskifirSi.
Eitt sinn sem oftar komu þeir Eiríkur á Karlsskála
og Halldór innan úr Reyðarfrði, og voru báðir eitt-
hvað undir áhrifum víns. Annars var Eiríkur hófs-
maður á vínnautn sem í öðru, en Halldór drakk oft
allmikið og var þá svaðafenginn, en þoldi sarnt mikið.
Var komið fram á kvöld, þegar þeir komu á Eskifjörð,
og þegar þangað kom, fóru þeir til fundar við þau
Tuliniusarhjón, er voru mjög gestrisin, og buðu þeim
félögum inn.Aftóku þau, að Eiríkur færi lengra, því
að langt var út að Karlsskála. Kvaðst Halldór þá held-
ur ekki fara lengra, ef Eiríkur vinur sinn yrði eftir,
og varð það svo að ráði, að þeir báðir skyldu gista hjá
þeim Tuliniusarhjónum um nóttina. Þegar háttatími
var kominn, var þeim félögum vísað til svefns í svo-
kölluðu Bláaherbergi, og áttu þeir að sofa í sama rúmi.
Meðan þeir voru að hátta, kvað Halldór við raust
klúrar vísur. Kemur þá frú Tulinius inn í dyrnar og
segir: „Hefur þú, Halldór minn, ekkert fallegra að