Gríma - 01.09.1946, Side 67
Gríma]
FÚSI EINNIG
43
Tekur þá Fúsi vettlingana og fer með þá afsíðis, kem-
ur síðan með þá aftur og fær sýslumanni. Athugar
sýslumaður vettlingana, sem höfðu verið tvíþumlaðir,
og sér, að þumlarnir, sem inn sneru, voru skornir af.
Segir hann þá við Fúsa: „Því gerðir þú þennan skratta,
Fúsi?“ Svaraði Fúsi: „Gjald þitt sé rétt, en gjöf ei nein,
gæt vel að reikning sönnum, og þú fær ekki meira einn-
ig.“ Lauk með því, að sýslumaður tók vettlingana.
Kirkja stóð í Höfða í Höfðahverfi. Frá 1760—1803
var séra Sigfús Jónsson prófastur prestur þar. Messu-
dag nokkurn, sennilega jóladag, sat fólk inni í Höfða
við kaffidrykkju, og þar á meðal Fúsi einnig. Hríðar
höfðu gengið og snjór var yfir allt. Meðan á kaffi-
drykkjunni stóð, er komið inn til prófastsins og honum
sagt, að maður sé úti, sem vilji finna hann. Lætur
prófastur bjóða manninum inn. Var komumaður frá
Þönglabakka í Fjörðum, og var erindi hans að tilkynna
prófasti, að hvalur væri rekinn þar. Um þetta var rætt
um stund, og heyrir Fúsi einnig á tal manna, og að
prófasturinn eigi hlut í hvalnum. Fúsi sat í öðru her-
bergi en prófastur var í, og segir hann, þegar hann
heyrir rætt um hvalinn: „Þótt hval ræki í víti, þá
myndi prófasturinn heimta þar hlut.“ Þetta heyrir
prófastur og gengur fram í herbergið, sem Fúsi sat í
ásamt fleirum, og spyr, hver hafi sagt þessi orð um
væntanlega skattheimtu sína í víti. „Það var Fúsi einn-
ig,“ svaraði Sigfús. Ekki er þess getið, að prófastur hafi
þá sagt meira við hann, en þetta sýnir, hvað Fúsi gat
verið örðhvatúr ög ósvífinn.
Fúsi einnig hefur verið uppi á síðara hluta 18. aldar.