Gríma - 01.09.1946, Page 69

Gríma - 01.09.1946, Page 69
Grlma] FRÁ HALLGRÍMI ÞÓRÐARSYNI 45 ár sín mun hann hafa verið blindur með öllu. Greind- ur var hann og ræðinn og hafði frá mörgu að segja. Þegar Hallgrímur var um tvítugt eða rúmlega það, bar svo við seint á hausti, að hann kom utan frá sjó og var þreyttur, því að báturinn hafði fengið barning ut- an fjörðinn. Varð Hallgrímur svo að bera farangur sinn, sem var allþungur baggi, utan úr Varðgjár-naust- um og heim að Króksstöðum, en það eru tvær stuttar bæjaríeiðir. Hugði hann gott til hvíldarinnar og ætl- aði að halla sér á koddann, þegar hann hafði borðað mat sinn. — Húsakynnum á Króksstöðum var þannig háttað, að fjós var undir baðstofupalli og gengið í það úr bæjargöngunum til hliðar við stiga, sem lá upp á pallskörina. Auk þess var hleri í baðstofugólfinu, en þar undir var fjóströðin, en tæp mannhæð af gólfinu niður á tröðina. — Um sama leyti, sem Hallgrímur lagðist út af, háttaði annað heimafólk, og var þá ljós slökkt. Var þetta litlu síðar á kvöldi en venja var til. Rétt eftir það er slökkt hafði verið, fóru kýrnar undir pallinum að ókyrrast. Var líkast því sem þær hefðu ekki frið á básunum, heldur ólmuðust og spörkuðu eftir því sem rúmið og böndin leyfðu. Fór þessu fram um stund, og þó heldur versnandi, svo að enginn gat fest blund. Kallaði þá móðir Hallgríms til hans og bað hann blessaðan að bregða sér ofan í fjósið og vita, hvað um væri að vera; einhver kýrin hlyti að hafa losnað. Hallgrími rann í skap við þetta ónæði, stökk fram á pallinn, reif upp hlerann og renndi sér niður um op- ið. Kom hann þannig niður í fjósinu, að hann sat klof- vega á einhverjum nautgrip, sem smaug fram í milli fóta honum og hvarf fram í bæjargöngin, en svo var dimmt, að eigi sá handaskil. Fór Hallgrímur þá að þreifa fyrir sér. Var fjóshurðin lokuð, hver kýr á sín-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.