Gríma - 01.09.1946, Page 75

Gríma - 01.09.1946, Page 75
Gríma] SÖGUR JÓNS SIGFÚSSONAR 51 Grafarmennirnir fóru svo að taka gröfina. Þetta var um hávetur, og þeim gekk það fjandalega. Mikill var klakinn, en meira var þó grjótið. Loksins komust þdr samt niður úr klakanum, en þá varð fyrir þeim slíkt heljarbjarg, að það tók út í barma grafarinnar á alla kanta. Sumir grafarmannanna vildu hætta og Naka gröfina annars staðar, en öðrum þótti viðurhlutamikið að hafa lagt allt þetta erfiði í að höggva sig niður úr klakanum og að byrja svo klakahögg á ný. Varð það loksins úr, að þeir fengu sér reipi og stórtré, og tókst loksins eftir mikið erfiði að hefja bjargið upp á grafar- bakkann og ljúka við gröfina. Það var nú sent eftir prestinum, en þegar hann kom og vissi, hvern hann átti að jarða, gaf hann fjandanum, að hann vildi nokk- uð skipta sér af að jarða Tumsu-Jón. Þeir þjörkuðu nú lengi um þetta, oddvitinn og prestur, og sat prestur við sinn keip. Var þá komið myrkur. Kvaðst þá oddviti mundu sjálfur kasta rekunum á Jón og bjó sig til þess. En áður en það kæmist á, missté hann sig á grafarbarm- inum og kom við bjargið svo hastarlega, að það datt ofan í gröfina, sem kista Jóns var komin niður í, möl- braut hana og gerði Jón alveg að klessu. Þá reif oddvit- inn rekuna, tók að hamast við að moka ofan í gröfina og kallaði til grafarmannanna: „Blessaðir mokið þið, piltar, áður en karlinn kemur upp úr aftur.“ — Var svo Jón jarðaður án yfirsöngs og allrar viðhafnarogánþess að prestur moldaði hann, og liggur hann þar síðan. Þess er skylt að geta, að Jón Tómasson lifði mörg ár eftir þetta. b. Fórviðrið ó Hválugafjalli. Eg brá mér einu sinni að vetrarlagi úr Skagafirðin- um vestúr á Skagaströnd. — Þegar eg kom til baka, fór 4*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.