Gríma - 01.09.1946, Page 77
SÖGXJR JÓNS SIGFÚ SSONAR
53
á brúnina, því að þá snerist veðrið meira i norðrið.
Tókst mér þá loksins að fóta mig.
Eg fór nú að hugsa til að hafa mig til byggða, en það
ætlaði ekki að ganga greitt að ná stafnum mínum upp
úr skaflinum. Loksins tókst mér það þó, en þegar staf-
urinn kom upp, sá eg, hvað hafði haldið honum; eg
hafði rekið hann í gegnum stærðar-bjarg, fyrir víst sex
fjórðunga, og það sat blýfast á broddinum; svo fast
hafði eg fylgt högginu eftir. — Eg hafði mig svo brátt
til byggða, ókalinn og lítið þrekaður, nema dálítið
lúinn í handleggjunum og með ofurlítinn svima af því
að snúast á stafnum. En verst þótti mér að þurfa að
draslast með steininn á stafbroddinum heim til bæja,
þangað til að eg gat fengið léða sleggju til að brjóta
hann af honum.
c. Byljótt er í RéttarholtL
Viða er nú vindasamt í Skagafirði, en hvergi held tg
samt að sé jafnbyljótt og í Réttarholti. Eg var þar
nokkur ár ráðsmaður hjá Rögnvaldi mínum sýslu-
nefndarmanni og skáldi, sem þar bjó lengi. — Það var
nú einn veturinn, að eg var að bera vatn handa lömb-
unum, en lambhúsið stendur þar uppi á háum hól,
en vatnsbólið er fyrir neðan bæinn. Eg bar vatnið í
tveimur tréfötum, sem tóku góða tvo fjórðunga hvor,
og í fötunum voru sterkir hornkilpar. Það var hvass
suðvestanstormur, en þegar eg kom upp á hólinn hjá
lambhúsinu, kom afskaplegur bylur, óstæður hverjum
manni. Sleit hann sundur alla kilpana í fötunum, svo
að eg hélt eftir á fötutrjánum, sínu í hvorri hendi, en
hvergi bifaðist eg, og stóð eg nákvæmlega í sömu spor-
um, þegar bylnum slotaði. — Eg sá föturnar hverfa
upp í himinhvolfið og sá eg þær aldréi síðan, én löngu