Gríma - 01.09.1946, Side 81
SÖGUR JÓNS SIGFÚSSONAR
57
ferð." — „Já, eg gleymdi mér nú alveg, gæzka, því að
hann Jón er svo skemmtilegur," sagði drottningin, „en
nú fer eg fram til að taka til kvöldmatinn," Svo stóð
hún upp, hneigði sig hæversklega fyrir okkur og fór
fram í búrið. — Innan stundar komu svo þrjár vinnu-
konur með kvöldmatinn. Ein þeirra breiddi silkidúk
á borðið, sem stóð fyrir framan hásætið, önnur lagði
gulldiskana og gullhnífapörin á borðið, og sú þriðja
bar inn matinn. Það var nú engin slóðafæða, — spik-
feitt hangikjöt, hákarl og riklingur, ásamt þverhandar-
þykkum magálum og súrum sviðum og lundaböggum,
sem mötuðu hnífinn. — Og svo kom einn af hirðmönn-
unum með fulla flösku af bezta kornbrennivíni, og þá
lyftist nú brúnin á Hannesi mínum.
Við átum nú og drukkum eins og við höfðum maga-
rúmið til, og alltaf voru þau, kóngur og drottning, að
biðja okkur að gera okkur gott af því, sem fram væri
reitt, þó að ekki væri það nú boðlegt, eins og þau kom-
ust að orði. — Loksins þegar sjöstjarnan var komin í
nónstað, stóðu þau kóngshjónin upp frá borðum. „Eg
held, að ykkur sé nú orðið mál að fara að hvíla ykkur,"
sagði kóngur; „þú, Hannes minn, kemur nú með mér;
eg ætla að láta þig sofa inni hjá mér, í beddanum hans
Stjána míns. Hann er nú búinn að gifta sig, skinnið,
en eg hef ekki kunnað við að láta beddagreyið út í
skemmu, heldur læt eg einstöku vini mína sofa á hon-
um inni hjá mér, þegar margt er um gesti." — „Þú
kernur með mér, Jón rninn," sagði drottningiii, og fór
eg sánnast að segja að hugsa sitt af hvérju svona með
sjálfum mér, en svo kallaði hún á eina af stúlkunum,
allra snotrustu nótintátu, og sagði henni að fylgja mér
til sængur í bláa herberginu og muna að gæta að því,
hvort sokkarnir mínir væru ekki rakir, og ef svo væri,