Gríma - 01.09.1946, Page 89
Gríma] SÖGUR JÓNS SIGFÚSSONAR 65
irnar og seldi fólkinu úr og alls konar gullstáss. Kven-
fólkinu þótti nú meira en lítið til um komu þess
mannsins. Um morguninn breiddi stásssalinn úr öllu
sínu dýrindíi frammi fyrir heimilisfólkinu og sýndi
því stássið og mælti fram með vörum sínum, til að fá
fólkið til að kaupa þær. Satt var það, að vörurnar voru
margar sjálegar. Þar var meðal annars gullúr, alsett
gimsteinum. Það sýndi mánaðardagana, allar tungl-
komurnar og kvartilaskiptin og margt og margt ann-
að, og var að vonum ákaflega dýrt. Lék mörgum hug-
ur á að eignast úrið, en enginn var svo efnaður, að
hann treysti sér til að kaupa það. — Loksins, þegar
fólkið var búið að sjá og skoða öll djásnin og margir
búnir að kaupa sitt af hverju, fór sölumaðurinn að tína
dót sitt saman og láta það niður hjá sér. Þá kemur það
í ljós, að gullúrið dýra og fagra er horfið. Það var nú
öllum bersýnilegt, að annað gat ekki hafa orðið af úr-
inu, en að einhver, sem þarna var inni, hefði stolið því.
Sölumaðurinn varð nú aldeilis vitlaus yfir skaða sínum
og heimtaði, að ekkert mannsbarn færi út úr baðstof-
unni fyrr en búið væri að leita á þeim öllum. Sagði eg,
að bezt væri að byrja á mér, og gerði hann það. Síðan
sagði hann, að bezt væri að eg leitaði á hinu fólkinu,
því að auðséð væri, að eg væri frómur og ráðvandur
maður, sem ekki vildi vamm mitt vita, þar sem eg
hefði gefið mig fram ótilkvaddur að láta leita á mér,
og varð þetta svo að vera.
Það var þarna aðkomustúlka, ung og lagleg og auð-
sjáanlega skartgefin og tilhaldssöm. Fékk eg strax illan
bifur á henni. Er nú ekki að orðlengja það, að eg leit-
aði á öllu heimilisfólkinu og á þessari aðkomudrós, en
sölumaðurinn stóð í baðstofudyrunum til að passa, að
enginn færi út, en leitin bar engan árangux. Aðkomu-
5