Gríma - 01.09.1946, Page 90
66
SÖGUR JÓNS SIGFÚSSONAR
[Gríma
stúlkan spurði, hvort sér væri nú ekki óhætt að fara;
hún þyrfti að flýta sér heim. Eg leit á stóru Bornhólms-
klukkuna, sem stóð í baðstofunni, og sá að hana vant-
aði fjórar mínútur í ellefu, en eg hafði veitt því eftir-
tekt, að úrinu og klukkunni bar alveg saman, áður en
það hvarf. „Bíddu eilítið, stúlkutetur," sagði eg; „þér
liggur ekki það á, að klukkan megi ékki verða ellefu,“
— og eg leit heldur hvasst framan í stúlkugreyið. Eg sá
að hún roðnaði alveg upp í hársrætur, en hún þorði
ekki annað en að bíða. Þegar klukkan í baðstofunni
féll í slag, þá heyrðum við öll, sem þarna vorum, að
annað sigurverk byrjaði að slá, þar sem stúlkubjálfinn
var, en miklu lægra. Stelpugreyinu brá svo við þetta,
að hún rak upp skaðræðis-öskur og hnipraði sig alla
saman í kút; hún hafði nefnilega'ekki varað sig á því,
að úrið hafði slagverk. En úrið hélt áfram að slá og sló
sín ellefu högg. Við það ellefta steinleið yfir stúlkuna.
Eg bað þá húsfreyjuna að taka úrið, þar sem það væri,
því að ekki kærði eg mig um að sækja það þangað.
Stásssalinn gaf mér tíu krónur í peningum og
brennivínsflösku að launurn og lét svo um mælt, að fá-
ir mundu hafa leikið það eftir mér að hafa upp á úrinu
á þeim stað, þar sem það hafði verið falið, og var það
víst satt.
[Eftir sögnum úr Svarfaðardal.]