Gríma - 01.09.1946, Page 92

Gríma - 01.09.1946, Page 92
68 FRÁ FLÓVENT STERKA [Gríma ist og læstu búðinni. Seig þá svo í hann, að hann gekk á búðarhurðina og braut hana upp, og svo gustmikill var hann, þegar inn kom, að kaupmönnum stóð stugg- ur a£ og þorðu ekki annað en afgreiða hann í snatri. Tók hann út kornmatarklyfjar, bar þær út og fór að binda. Langaði kaupmenn til að glettast vð Flóvent, þar sem hann var að binda klyfjarnar, og siguðu á hann stórum, útlendum hundi, sem var þar hjá þeim. Stökk hann að Flóvent og glefsaði í lærið á honum, en svo stóð á, að Flóvent hafði brennivínspela í buxnavas- anum, og beit seppi í hann. Þegar Flóvent kenndi til- ræðisins, rak hann krepptan hnefann í hausinn á seppa og kúpubraut hann við lær sér, svo að hann lá þar dauður eftir. Kaupmönnum þótti þá nóg að gert og létu af öllum ertingum. Þegar Flóvent var gamall orðinn og kominn í kör, var hann eitt sinn að spyrja tíðinda úr brúðkaups- veizlu, sem þá var nýlega um garð gengin. Er sagt frá þeirri viðræðu á þessa leið: „Var veizlan góð?“ „Já, hún þótti það.“ „Var étið?“ „Já.“ „Og var drukkið?" „Já, nokkuð." „Var flogizt á?“ „Ónei, ekki var það.“ „O — svei henni þá!“ Eftir það er Flóvent var hættur að búa, var hann um skeið á framfæri Bergs sonar síns í Seljahlíð, en um eða rétt eftir aldamótin varð Bergur að segja föður sinn til sveitar, enda var hann jafnan bláfátækur. Eftir það var Flóvent niðurseta og á hrakningi á ýmsum bæjum í Saurbæjarhreppi, en síðustu tvö árin var hann í Saurbæ hjá séra Sigurði Jónssyni; þar þótti framúr- skarandi góð vist. Flóvent dó þar 29. dag desember- mán. 1814, — „niðurseta, öreigi, ekkert legkaup gold- ið," ritar séra Sigurður í kirkjubókina,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.