Gríma - 01.09.1946, Side 97
73
Grima] SAGNIR ÚR ÞINGEYJARSÝSLU
þegar eg var krakki, en nafni beitarhúsamannsins hef
eg gleymt.
Þegar Ingjaldur Jónsson, sem lengi bjó á Öxará, var
heima hjá föður sínum á Arndísarstöðum, hirti hann
fé á húsum þessum. Var hann þá fulltíða maður. Þá
var það einu sinni, er féð var úti, að Ingjaldur var
heima í húsinu eitthvað að sýsla. Hundur var með hon-
um og var hann líka inni. Farið var að rökkva. Allt í
einu þaut hundurinn upp með urri og gelti og ham-
aðist að tóttardyrunum, eins og hann sæi eitthvað uppi
í hlöðunni, sem æsti hann svo. Var hann hinn tryllt-
asti, og reis á honum hvert hár. Ekki sá Ingjaldur neitt,
er þessu gæti valdið. Gekk þetta alllengi, þar til Ing-
jaldi fór að þykja nóg um. Fór hann út, sótti féð og lét
það inn. Ekki gaf hann því það kvöldið, sem hann
hafði þó ætlað sér. Morguninn eftir varð hann einskis
var. — Frá þessu sagði Ingjaldur mér 1916.
c. Bláklædda stúlkan.
Otto Tulinius, kaupmaður á Akureyri, átti þilskip,
er Helga hét. Nálægt 1920 var Þórhallur Björnsson frá
Ljósavatni, ásamt öðrum smiðum, að gera við skip
þetta. Voru þeir að leggja í það nýtt þilfar. Þegar þeir
voru að enda við að negla plankana, fór Þórhallur
niður í hásetaklefa að sækja trétappa, sem notaðir voru
við verkið. Þegar hann kom niður, sá hann stúlku á
bláum kjól standa þar á gólfinu. Ekki þekkti hann
hana, en hugði það vera einhvern ungling, sem fært
hefði einhverjum smiðanna kaffi. Tók hann það, sem
hann var að sækja, og fór aftur upp á þilfar til verks
síns, án þess að yrða á stúlkuna. Honum þótti þó vera
hennar í skipinu hálfundarleg, þar sem hann hafði ekki