Gríma - 01.09.1946, Page 102
78
SAGNIR ÚR ÞINGEYJARSÝSLU
[Gríma
samkvæmt áætlun. Fljótt urðum við þess þó varir, að
ýmsum þótti þetta óviðkunnanlegt, og sættum við
nokkru aðkasti fyrir þessa sunnudags-slátrun. En við
töldum þetta hafa verið nauðsyn, sem sjálfsagt hefði
verið að leysa, og létum sem vind um eyrun þjóta. Ekki
man eg, hve margar þær kindur voru, sem slátrað var
á sunnudaginn, en talið var, að kjötið af þeim mundi
vera í tíu tunnur.
Nú kom að þeim tíma, að skipa skyldi kjötinu fram.
Engin hafskipabryggja var þá í Húsavík, og var kjötið
flutt fram í skipið á bátum. Var til flutninganna hafður
vélbátur, er dró árabát, og í honum var kjötið. í einni
ferðinni tókst svo illa til, að aftara bátnum hvolfdi.
Voru í honum tveir menn og ellefu kjöttunnur. Voru
bátarnir losaðir sundur og mönnunum bjargað upp í
vélbátinn, en til bátsins með kjötinu spurðist ekki um
sinn. Daginn eftir fannst hann rekinn í fjörunum
nokkru innan við þorpið. Var þá í honum ein kjöt-
tunna, skorðuð undir þóttu, en hinar tíu hafa aldrei
sézt. Þótti einsýnt, að fjandinn hefði tekið þær. En ekki
gátum við annað en virt það við hann, að hann skyldi
aðeins taka þær tíu tunnur, sem hann átti tilkall til
vegna helgidagsslátrunarinnar, en skila þeirri einu,
sem umfram var, þótt hann væri búinn að ná tangar-
haldi á henni, því að það hefðu fáir menn gert.
i. Stríðsfréttir.
Karl einn sagði svo frá tíðindum: „Það er sagt, að
það sé mesta harrík og svarrík milli allra kónganna;
það er Danmerkurkóngur, Kaupmannahafnarkóngur
og íslandskóngur, og viðbúið, að hérkóngur sláist í
leikinn með!“