Bændablaðið - 22.09.2016, Síða 21

Bændablaðið - 22.09.2016, Síða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 22. september 2016 landbúnaðarlandi í ríkjum ESB notað undir lífræna ræktun, en það jókst í 5,9% á árinu 2014. Hlutfallið er þó mun hærra í sumum löndum ESB samkvæmt úttekt Eurostat. Þannig var hlutfallið yfir 16% í Eistlandi, Svíþjóð og Austurríki. Í Lettlandi, Ítalíu og í Tékklandi var hlutfallið yfir 10% af heildar landbúnaðarlandinu. Í öðrum löndum var það á milli 0,3% eins og á Möltu og upp í 9,5% í Slóvakíu. Framtíðarsýnin Lífrænn landbúnaður byggir, eins og nafnið bendir til, á ræktun á náttúru- legan hátt án aðkomu kemískra efna. Þar er t.d. útilokuð notkun á kemísk- um áburði, gróðureyðingarefnum og skordýraeitri. Innan hins umdeilda landbúnaðarkerfis Evrópu sam bands- ins (Common Agri cultural Policy - CAP) er litið á lífrænan búskap sem mikilvægan þátt í þróun landbúnaðar í Evrópu. Þar hafa menn bent á að innan lífræna geirans sé oft að finna mestu frumkvöðlana í þróun landbúnaðar. Þá hefur lífrænn búskapur verið að vaxa talsvert frá 2014 í skjóli áætlun- ar Evrópuráðsins sem ber heitið „Action Plan for the future of Organic Production in the European Union“. Þróunin mishröð eftir löndum° Lífræn ræktun er mjög mismunandi i aðildarríkjum ESB. Þannig standa fjögur lönd fyrir um 51% lífrænu rækt- unarinnar með tilliti til framleiðslu og landnotkunar. Það er Spánn með 16,6%, Ítalía með 13,5%, Frakkland með 10,8% og Þýskaland er með 10% af heild lífræns búskapar innan ESB. Áður en land getur fallið undir skilgreininguna lífrænt, þarf það að fara í aðlögun. Land sem verið er að umbreyta í lífrænt land gefur vís- bendingu um hvernig þróunin í lífræna geiranum verði á komandi árum. Af heildartölum um land sem er komið í fulla notkun og er verið að umbreyta fyrir lífræna ræktun, er hlutfall lands í aðlögun lægst í Bretlandi, eða 3,5%. Þrettán lönd innan ESB eru með á milli 10 og 20% af skil- greindu landsvæði í lífrænni ræktun í aðlögunarferli. Sjö lönd eru með meira en 20% hlutfall af sínu lífræna landi í aðlögun. Hæsta hlutfallið er á Möltu (49,8%), í Króatíu (55,1% og í Búlgaríu (68,3). Þessar tölur segja þó ekki til um hlutfall af öllu landbúnað- arlandi í viðkomandi löndum. Þannig var hlutfall lands sem verið er að aðlaga undir líf- ræna framleiðslu hæst í Búlgaríu, en þar var samt samdráttur í heildarnotkun lands í lífræna geiranum. Veruleg aukning á lífrænum búskap á Spáni og á Ítalíu Á árunum 2013 til 2014 óx lífrænn búskapur í Króatíu, Möltu og Slóvakíu um 10% samkvæmt tölum Eurostat. Á Spáni hefur stóraukið land verið sett undir lífræna ræktun og jókst það á þessum árum í 100.300 hektara. Aukningin á Ítalíu var líka mikil, en þar jókst landrými lífrænnar ræktunar í 70.700 hektara. Samdráttur á sumum svæðum Þrátt fyrri þessa miklu jákvæðu þróun í nokkrum ESB-löndum dróst lífræn framleiðsla saman í 12 löndum sam- bandsins. Mestur var samdrátturinn í Búlgaríu þar sem 8.3737 hektarar voru teknir úr lífrænni ræktun sem er samdráttur upp á nær 15%. Á Kýpur voru 428 hektarar teknir úr slíkri rækt- un sem er um 10% samdráttur. www.buvis.is Búvís ehf · Akureyri Sími 465 1332 1. október frá kl. 15 til 17 að Páfastöðum í Skagafirði. Léttar veitingar. BAUER fastefnaskilja og haughrærubúnaður Fastefnaskilja skilur ómeltar trefjar úr mykjunni. Afurðin er notuð sem undirburður. · Sparnaður til lengri tíma (í undirburði) · Aukin velferð kúnna · Aukinn legutími (meiri mjólk) · Hreinni kýr Notast einnig til að skilja úrgang í fiskiðnaði og sláturhúsum. BAUER haughræra · Olíufylltur mótor · Hæðarstillanleg · Snúanleg · Fáanleg með sjálfvirkri tímastillingu BAUER kynning á Páfastöðum 0 200.000 400.000 600.000 800.000 1.000.000 1.200.000 1.400.000 1.600.000 1.800.000 Be lg ía Au st ur rík i Br et la nd Bú lg ar ía Da nm ör k Ei st la nd Fi nn la nd Fr ak kl an d Gr ik kl an d Ho lla nd Írl an d Íta lía Kr óa tía Ký pu r Le tt la nd Li th áe n Lú xe m bo rg M al ta Po rt úg al Pó lla nd Rú m en ía Sl óv ak ía Sl óv en ía Sp án n Sv íþ jó ð Té kk la nd Un gv er ja la nd Þý sk al an d N or eg ur * Sv iss * Se rb ía * Ty rk la nd * Land undir lífræna ræktun í 32 Evrópuríkjum 2013 og 2014 2013 2014 Hugsaðu áður en þú borð- ar, eða hugsaðu um hvað þú setur ofan í þig, eru ein af slagorðum líf- rænna neytenda. Fólk sem leitar eftir matvælum sem það getur treyst að séu framleidd með vistvænum hætti sækist æ meir eftir matvælum sem framleidd eru samkvæmt forskrift framleiðenda á lífrænum afurðum. HÚS - BITAR - SÚLUR - ÞÖK HAFÐU SAMBAND OG VIÐ FINNUM LAUSNINA SAMAN

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.