Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2016 Prentmiðlakönnun Gallup: Staða Bændablaðsins er sterk − er langstærst á landsbyggðinni og hefur styrkt stöðu sína gagnvart stærstu prentmiðlum landsins Nokkrar konur í Austur- Húnavatnssýslu, sem allar koma að búskap með einum eða öðrum hætti, komu saman á dögun- um til að ræða möguleika til heimavinnslu matvæla í héraði, með það jafnvel fyrir augum að stofna matarsmiðju. Ein þessara kvenna er Anna Margrét Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda, bóndi á Sölvabakka og fyrrverandi ráðu- nautur hjá Ráðgjafarmiðstöð land- búnaðarins. „Þetta er nú eiginlega á frumstigi og þessi fundur sem við ætlum að halda á miðvikudaginn [í gær] er fyrsta skrefið. Þá ætlar Óli Þór Hilmarsson, sérfræðingur hjá Matís, að halda erindi um aðstöðu, leyfismál og annað sem þarf að huga að þegar matarsmiðja er stofnuð. Hann hefur mikla reynslu af því að styðja við slík verkefni og er margfróður um vinnslu matvæla og vöruþróun.“ Stöllur Önnu Margrétar og for- sprakkar hópsins í þessu verkefni eru þær Sigrún Hauksdóttir í Brekku og Selma Svavarsdóttir, sem býr reyndar núna á Blönduósi en stund- aði búskap í Syðri-Brekku og á enn þá nokkrar kindur. „Þær sendu sem sagt nokkrum völdum konum póst og upp úr því var haldinn fundur þar sem hugmyndirnar flæddu, allt frá stofnun matarsmiðju út í handverk og markað eða búð, með afurðir í héraði,“ segir Anna Margrét. Hún á von á því að slíkur markaður með afurðir úr sveitinni yrði staðsettur á Blönduósi, enda enginn slíkur mark- aður þar rekinn. Hún segir það skjóta skökku við í ljósi þess hversu margir ferðamenn eigi leið um bæinn. /smh Nýjar lestrartölur úr prentmiðla- könnun Gallup voru kynntar á dögunum. Um er að ræða mæl- ingu á lestri blaða á síðasta árs- fjórðungi 2015. Bændablaðið kemur vel út úr könnuninni og er nánast með sama lestur og á síðasta ári. Bændablaðið mælist með 30% lestur yfir landið allt og á lands- byggðinni ber það höfuð og herðar yfir önnur blöð með 45% með- allestur. Til samanburðar mælist Fréttablaðið með 31% lestur á landsbyggðinni, Morgunblaðið 26% og Fréttatíminn 20%. Á höfuðborgarsvæðinu nýtur Bændablaðið jafnframt sterkrar stöðu þar sem lesendur nálgast blaðið í flestum matvöruverslun- um, á sundstöðum og víðar. 22% meðallestur mælist á höfuðborgar- svæðinu. Í prentmiðlakönnun Gallup er lestur dagblaða mældur með sam- felldum hætti allt árið. Um 30 svör- um er safnað á hverjum degi, eða um 2.500 svörum á ársfjórðungi. Í úrtaki eru Íslendingar á aldrinum 12–80 ára af landinu öllu. Þegar rýnt er nánar í tölurnar kemur ýmislegt skemmtilegt í ljós. Konur hafa til að mynda aukið lestur sinn á Bændablaðinu frá því í fyrra en alls lesa 26% kvenna blaðið að staðaldri. Um 34% íslenskra karl- manna segjast lesa Bændablaðið. Tæplega helmingur karlmanna á landsbyggðinni les Bændablaðið og 41% kvenna. Sterkari staða gagnvart stærstu prentmiðlunum Þetta er í fjórða sinn sem Bændablaðið hefur verið með á spurningavagni Gallup um prent- miðla. Hefur blaðið allan tímann haldið sinni sterku stöðu á lands- byggðinni og hefur hún styrkst í hlutfalli við flesta prentmiðla landsins. Þá hefur lestur blaðsins einnig haldist stöðugur á höfuð- borgarsvæðinu og þar með á landinu í heild. Frávik á milli kannana hafa aðeins verið brot úr prósentustigi til eða frá. Ekki er sömu sögu að segja af Fréttablaðinu sem gefið er út í þrefalt stærra upplagi en Bændablaðið. Á landsbyggðinni hefur það fallið úr tæplega 34% niður í 31% lestur. Lestur Morgunblaðsins hefur sömuleiðis minnkað á landsbyggð- inni, eða úr tæplega 28% í 26%. Fréttatíminn, sem gefinn er út í álíka upplagi og Fréttablaðið, er með 20% lestur á landsbyggðinni eða svipað og í könnuninni á síðasta ársfjórðungi 2014. Lestur á DV hefur lækk- að úr rúmum 11% í 7%, en Viðskiptablaðið er með töluvert aukinn lestur á landsbyggðinni og hefur hann farið úr tæpum 6% í 10%. Hlutur stærstu blaðanna minnkar á höfuðborgarsvæðinu Á höfuðborgarsvæðinu er Bænda- blaðið með 22% eða svipað og síðast. Athygli vekur hins vegar að lestur Fréttablaðsins, sem er með gríðarmikla dreifingu, minnkar hins vegar töluvert á höf- uðborgarsvæðinu, eða úr 63% í 60%. Lestur Fréttatímans, annars stærsta prentmiðilsins, minnkaði líka, eða úr tæplega 49% í 46%. Lestur Morgunblaðsins hefur auk- ist aðeins á höfuðborgarsvæðinu, eða úr rúmlega 29% í 30%. Sömu sögu má segja af DV en þar hefur lesturinn aukist úr rúmlega 9% í 11% og lestur Viðskiptablaðsins á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist úr tæplega 13% í 15%. Mikill líftími Í samanburði á lestri blaða verður að hafa það í huga hvort lesendur þurfa að hafa fyrir því að nálgast blaðið eða hvort það dettur óum- beðið inn um lúgu. Líftími blaðs á borðum lesenda skiptir líka máli. Einnig hvort fólk opni blaðið oftar en einu sinni yfir ákveðið tímabil og hversu margir einstaklingar lesi hvert eintak. Þannig er líftími prentmiðla sem gefa út nýtt blað á hverjum degi eðlilega mjög stuttur. Líftími Bændablaðsins sem kemur á tveggja vikna fresti getur verið margfalt meiri. Það getur skipt miklu máli þegar meta á virkni auglýsinga. Bændablaðið reiðir sig alfarið á auglýsingatekjur sem standa undir rekstri þess. Allt byggist þetta þó á endanum á velvilja og því trausti sem lesendur hafa á blaðinu. Án lesenda lifir enginn fjölmiðill. /TB/HKr. Austur-Húnavatnssýsla: Áhugi á heima- vinnslu matvæla Fréttir Sýkingar vegna Zíkaveirunnar hefur greinst í Danmörku og í Svíþjóð. Einkennin lýsa sér meðal annars með hita, útbrotum og liðverkjum. Zíkaveira telst til flaviveira en meðal þeirra eru beinbrunaveira og guluveira. Þær smitast með moskítóflugum og valda oftast litlum sem engum einkennum. Samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknisembættisins segir að Zíkaveiran hafi fyrst uppgötvast í Mið-Afríku á fimmta áratug síðustu aldar. Sýking af völdum veirunnar var talin sjaldgæf og bundin við Afríku og Asíu. Vorið 2015 varð vart mikill- ar útbreiðslu Zíkaveiru í Brasilíu. Samtímis því varð vart við aukn- ingu á fósturskaða hjá þunguðum konum sem leiddi til vaxtarskerðingar heilans. Þótt ekki hafi endanlega verið sýnt fram á að veiran valdi fósturskaða er það áhyggjuefni ef móðir sýkist á meðgöngu. Einnig hefur orðið vart við aukningu á heil- kenni bráðrar fjöltaugabólgu þar sem Zíkaveirusýkingin geisar. Faraldurinn sem nú gengur yfir í Suður- og Mið-Ameríku er því nýr. Til þess að faraldurinn berist í menn þarf móskítóflugur. Sýkingin getur borist frá móður til fósturs og hugsan- legt er að hún geti borist með blóðgjöf og jafnvel sæði. /VH Embætti landlæknis: Zíkaveirusýking Anna Margrét Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda, að draga fé í dilka. Mynd / Ingimar Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.