Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2016 yrr í þessum þáttum hef ég lítillega minnst á mannræktarfélagið Hrylling, sem stofnað var fyrir þéttings löngu kringum stóðhestinn Hrylling. Í hluthafahópnum eru tómir andans menn, og er á öngvan hallað þó sérstaklega verði hér getið Ara Jóhannessonar lækn- is, sem nú starfar að mennt sinni á Akranesi. Þótt Ari sé fæddur á flatlendinu, þá liggur föðurætt hans frá Ytra- Lóni á Langanesi en móðurættin frá Kárastöðum í Þingvallasveit. Nokkrar vegtyllur hefur Ari hlotið maklegar fyrir hug- verk sín. Braghendur Ara sem hér birtast eru allar tengdar hestaferðum Hryllinga, ýmist um sveitir Suðurlands ellegar um Húnavatnssýslur. Allar eiga brag- hendurnar það sammerkt, að fanga stemningu stundarinnar, og lýsa hughrifum skáldsins. Fyrstu braghenduna mælir Ari fyrir munn konu einnar í hluthafa- hópnum: Ekkert líf er yndislegra, oft ég segi en að ríða óskavegi og opna bauk á mánudegi. Og læknirinn hefur gott vald á líkingum alveg óháð sérþekkingu sinni: Allir vilja unaðsblettinn aftur finna, þessu kalli þarf að sinna þó við ríðum orðið minna. Eins og jafnan í hestaferðum, þá greinir menn á um reiðvegi. Ekki reyndist rétt riðið á vaðið yfir Húnavatn, og eins þótti mönnum grunsamlega oft riðið yfir bæði Víðidals- og Miðfjarðará: Eitt er það sem undrast hef ég oft á tíðum ef við leiðsögn eftir ríðum einatt blaut úr vötnum skríðum. Þær eru ekki í þykjustunni þessar stundir, flengjumst við um foldargrundir, fósturjörðin stynur undir. Bændur okkur beina framhjá bæj ar- tröðum, öslum við á ótað vöðum, en eigum grið á Högnastöðum. Skáldið varð viðskila við hópinn í einu foraðinu í Vesturhópi. Ari þurfti einhverra erinda af baki, og við það tapaði klárinn sálarró svo ferlega, að hálftíma tók að komast á bak. Er Ari loks náði samferða- fólki sínu, saknaði enginn vinar í stað: Fyrst ég gleymdist, fer ég héðan frjáls í anda yfir fjöll og eyðisanda einn á ferð með hest og landa. Okkur finnst það ekki verra, Adamssonum, eftir blót að eiga í vonum aðra nótt með þessum konum. Lífið var mér löngum gott og laust við reiði, sitja þoka og sól í heiði sáttafund á mínu leiði. Í næturstað hefur oftlega, og ekki að ástæðulausu, gefist vel að hlusta á hollráð heilsulækna: Hollt er þér að hlusta vel á hjarta sláttinn ögn að róa andardráttinn, en aldrei fara snemma í háttinn. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com Úttekt F MÆLT AF MUNNI FRAM 146 Lækkun gjalda, hagstæð þróun á gengi íslensku krónunnar og lægra innkaupaverð hefur ekki skilað sér með eðlilegum hætti með lægra verði til neytenda, heldur hefur ágóðinn að mestu runnið til fyrirtækja í verslun- arrekstri. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt sem Bændasamtök Íslands hafa gert á þáttum sem hafa áhrif á mat- vöruverð á Íslandi og í Evrópu. Sindri Sigurgeirsson, formað- ur Bændasamtakanna, kynnti skýrsluna á fréttamannafundi á veitingastaðnum Matur og drykk- ur í Reykjavík í vikunni. Þar sagði hann að umræða um verð á mat- vælum væri viðvarandi í íslensku samfélagi. Í þeirri umræðu hafi ýmsum sjónarmiðum verið haldið á lofti og aðilar í verslunarrekstri og hagsmunasamtök meðal annars verið áberandi með sín sjónarmið. „Bændasamtökin hafa fylgst vel með þessari umræðu, en þó án þess að blanda sér í hana með jafn ákveðnum hætti og ýmsir aðrir. Því þótti okkur tímabært að leggja okkar til umræðunnar og gera úttekt á þeim þáttum sem hafa áhrif á mat- vöruverð á Íslandi og setja fram okkar afstöðu til þess sem þarf til svo lækka megi matvöruverð,“ sagði Sindri. Hann segir skýrsluna byggða á opinberum upplýsingum og efni sem hafi komið út á undan- förnum árum og varði matvöruverð bæði hér á landi og í Evrópu. Sindri segir að bændur hafi lagt sitt af mörkum við að halda aftur af verðlagshækkunum, meðal annars í kjölfar efnahagshrunsins þegar þeir tóku að miklu leyti á sig aukinn kostnað vegna gengisfalls krónunn- ar í stað þess að velta honum öllum út í verðlagið. Að hans mati hefur aukin hagræðing í landbúnaði einnig skilað árangri en það sé mikilvægt að bæði bændur og neytendur njóti góðs af þeim ágóða sem hún skilar til jafns við fyrirtæki í verslunar- rekstri. „Það er kominn tími til að fyr- irtæki í verslunarrekstri leggi sitt af mörkum við lækkun vöruverðs á Íslandi. Á undanförnum árum hafa átt sér stað breytingar, lækk- un gjalda og styrking krónunnar, sem hefðu átt að skila í lægra verði til neytenda en hafa ekki gert það. Á sama tíma sjáum við fréttir af gríðarlegum hagnaði fyrirtækja á dagvörumarkaði. Þegar horft er til allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á verðlag matvöru til neytenda á Íslandi er ljóst að hægt er að ná betri árangri við að ná niður verðlagi. Þar skiptir mestu að fyrirtæki á dagvöru- markaði leggi líka sitt af mörkum.“ Styrking á gengi og breytingar á sköttum skilar ekki alltaf lægra verði Í úttekt Bændasamtakanna eru niðurstöður skýrslu Samkeppnis- eftirlitsins um dagvörumarkaðinn, sem kom út í mars 2015, rifjaðar upp. Þar kemur fram að þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi styrkst frá ársbyrjun 2011 til 2014 hafi það ekki birst í smásöluverði. Einnig kemur fram að vísbendingar séu um að álagning innlendra birgja og dag- vöruverslana á innfluttum vörum hafi hækkað. Hagstæð gengisþróun hafi því ekki skilað sér til neytenda. Sama á við þegar fjallað er um lækkun opinberra gjalda sem virðast ekki skila sér að fullu til neytenda. Verðlagseftirlit ASÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að við breytingu á vörugjöldum og virðisaukaskatti um áramótin 2014-2015 hafi verð á raftækjum og byggingarvörum ekki lækkað í samræmi við lækk- un gjaldanna og hið sama á við um afnám svokallaðs sykurskatts. Árið 2014 margfaldaðist innflutningur á nautakjöti til Íslands, magntollar lækkuðu um tvo þriðju og heims- markaðsverð lækkaði. Engu að síður hækkaði verð á nautahakki um 15% til neytenda á Íslandi. Matvælaverð á Íslandi og Evrópu Í skýrslunni er fjallað almennt um matvælaverð á Íslandi og í Evrópu og samhengi launa og verðlags. Undanfarin ár hefur Ísland verið í 5.-7. sæti yfir þau lönd þar sem mat- vöruverð er hæst í Evrópu, 20-27% hærra en meðalverð í Evrópu. Matvöruverð er hæst í Noregi, 69% yfir meðalverði, en lægst í Makedóníu, 58% af meðalverði. Aukin samkeppni á matvörumarkaði skilar lægra verði Eftir því sem samkeppni á matvörumarkaði er meiri, bæði í vinnslu, dreifingu og smásölu, því lægra verði má búast við til neyt- enda. Innan Evrópu er mest samkeppni í smásölu á matvöru í Þýskalandi og þar er framlegð í matvöru- verslun sú lægsta í Evrópu. Á sama tíma eru skýr merki um fákeppni á matvörumarkaði á Íslandi þar sem er arðsemi eigin fjár stærstu fyrir- tækjanna er 35–40% samanborið við 11-13% í Bandaríkjunum og Evrópu. Opinber stuðningur við landbúnað fer minnkandi Í skýrslunni er rifjað upp að opinber fjárframlög til landbún- aðarmála hafi lækkað verulega síðustu áratugi sem hlutfall af landsframleiðslu. Árið 1990 var opinber stuðningur við landbún- að, þ.e. beinir styrkir og toll- vernd, 5% af VLF en árið 2013 var þetta hlutfall 1,1%, en með- altalið í Evrópu sambandinu var þá 0,8%. Á undanförnum áratug hefur náðst umtalsverður árangur í að hagræðingu í íslenskum land- búnaði. Þá tóku íslenskir bændur á sig aukinn kostnað vegna gengis- falls krónunnar í kjölfar efnahags- hrunsins árið 2008 með því að halda aftur af afurðaverðs- hækkunum. Það er mögulegt að lækka matvöruverð Í skýrslunni kemur fram að það sé hægt að ná fram árangri við að lækka verð á matvör- um á Íslandi. Til þess að það sé hægt þurfi að tryggja aukna samkeppni á dagvörumarkaði. Þar þurfi Samkeppniseftirlitið að beita sér í auknum mæli með þeim úrræðum sem stofnunin hefur. Þá þarf að tryggja að ágóði af breytingum á ýmsum gjöldum og álögum skili sér til neytenda. Sama á við um það þegar árangur næst í hagræðingu í landbúnaði – þá eigi neytendur og bændur að njóta hans en ekki einvörðungu fyrirtæki í verslun- arrekstri. Skýrsla Bændasamtakanna um matvöruverð á Íslandi: Verslunin þarf að leggja meira af mörkum og lækka vöruverð - margir þættir hafa áhrif á verðþróun á matvörum Meðalarðsemi dagvöruverslana hér á landi er mjög mikil miðað við Banda- ríkin og Evrópu. Heimild: Samkeppniseftirlitið. Matvöruverð á Íslandi Úttekt á þáttum sem hafa áhrif á matvöruverð Janúar 2016 Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ og Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur BÍ, kynntu nýja skýrslu um matvöruverð á Íslandi. Mynd / TB Styrking á gengi krónunnar virðist ekki skila sér í lægra verði. Heimild: Samkeppniseftirlitið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.