Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2016 Ólöf Ragna er fædd og uppalin hér í Gröf en Jón Geir kemur frá Vík í Mýrdal. Við tókum við rekstri búsins um áramótin 1995–1996 af foreldrum Ólafar, þeim Ólafi Björnssyni og Steinunni Guðjónsdóttur, en Ólöf Ragna stundar einnig vinnu á Icelandair hótel á Klaustri. Býli: Gröf. Staðsett í sveit: Skaftártungu í Skaftár hreppi, Vestur-Skafta- fellssýslu. Ábúendur: Ólöf Ragna Ólafsdóttir og Jón Geir Ólafsson. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum þrjá syni. Þeir eru Ægir Óli 29 ára, búsettur á Eskifirði með sinni kærustu, Hönnu Dóru, Jón Atli 26 ára, búfræðinemi á Hvanneyri, og Unnsteinn, 15 ára grunnskólanemi. Stærð jarðar? 640 ha. Gerð bús? Sauðfjárbú. Fjöldi búfjár og tegundir? 450 kindur, 3 hross og 6 smalahundar (en þeir teljast til bústofns hér, ekki til gæludýra). Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Þessa dagana eru það gegningar kvölds og morgna ásamt öðru til- fallandi í kringum féð. Jón Geir er að temja fjárhunda bæði fyrir okkur og aðra. Annars eru það bara hefð- bundin störf eftir árstíðum. Á sumrin er Jón Geir með fjárhundasýningar daglega fyrir ferðamenn og Ólöf Ragna þónokkra grænmetisræktun. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Flest bústörf finnst okkur skemmtileg, þó reynir kerl- ingin að koma sér undan girðinga- vinnu og karlinum leiðist óskap- lega að taka upp kartöflur. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Ekki miklar breytingar í pípun- um en alltaf stefnt á að gera betur. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Eru bara í ágætis lagi að okkar mati og við erum þakk- lát því fólki sem hefur áhuga og tekur að sér þá vinnu. Hvernig mun íslenskum landbún- aði vegna í framtíðinni? Höldum að honum vegni vel en við þurfum að gera átak í því að koma afurðum okkar í ferðamanninn, sem nóg er af á landinu. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Hreinleiki og gæði ættu að vera góð söluvara. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og rabarbarasulta. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambahryggur með öllu er sígildur og svo er heimagerð pitsa. Tölum nú ekki um snúðana sem Ólöf Ragna bakar – hvoru- tveggja alveg ómótstæðilegt. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er okkur í fersk- asta minni þegar það fuku hjá okkur fjárhús í ofsaveðrinu núna í desember. Einnig er oft rifjuð upp janúarferðin 2010 þegar Snæbýlis- Grána var sótt inn í Ófærudal. Alveg ógleymanleg ferð. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Nautaþynnur í salati og fiskibollur með niðurrifnu grænmeti Nú er lag að minnka próteinneysl- una og taka stærri skammt af vítamínum inn í næringuna. En við skulum ekki hætta að borða kjöt og fisk – bara minnka skammtinn og bæta okkur upp með sætum kart- öflum og ljúffengu rótargrænmeti sem er enn þá til í kældum geymsl- um bænda. Hér á eftir eru uppskriftir að ljúf- fengu salati með nautaþynnum. Fiskibollur er hægt að gera í mörg- um mismunandi tegundum af fiski, t.d. þorski, ýsu eða jafnvel laxi. Það er holl og góð tilbreyting að setja mikið af niðurrifnu grænmeti og jafnvel kart öflum í bollurnar . Nautasteik og salat › 100 g nautasteik á mann › 200 g blandað grænmeti Aðferð Steikið nautakjötið á pönnu, bætið miklu af grænmeti og sætum kartöfl- um á pönnuna, ásamt hvítlauk. Steikið kjötið rólega í um 10–20 mínútur. Mælið kjötið með kjarnhitamæli til að ná réttri steikingu. Nautakjöt er bleikt í kringum 58°C í miðju. Skerið í þynnur og setjið svo í skál ásamt olíu. Blandið vel saman. Kryddið með salti og pipar. Berið fram með hollri sósu og grænmeti. Hægt er að strá nokkrum kartöfluflögum til að fá bit í salatið. Myndband af steikingunni er að finna á bbl.is og á eftirfarandi slóð: https:// youtu.be/uBArYdOz03M. Fiskibollur með fljótlegu remúlaði – fyrir fjóra › 600 g þorskur, ýsa eða lax › 1 tsk. sjávarsalt › 2 egg › 2 msk. hveiti › 1 ½ bolli rjómi › 1 gulrót › 1 stk. kartafla › ½ búnt af dilli eða annað krydd › ögn ferskur malaður hvítur pipar › 10 g af smjöri › 1 msk. canolaolía til steikingar Fljótlegt remúlaði › 1 fennel › 2 gulrætur › ½ blómkál › 2 msk. venjuleg olía › 20 g af sætu, t.d. hrásykur eða maple sýróp › 3 msk. eplaedik Majónes (hægt að nota tilbúið og sleppa hér fyrir neðan) › 2 stk. eggjarauður › 1 msk. sinnep › 1 msk. edik › 3 dl. olía › ½ búnt af kerfil › 50 g súrsaðar gúrkur › Sjávarsalt og ferskur malaður pipar Aðferð Notið eingöngu ferskan fisk. Setjið fiskinn í hakkavél (líka hægt að kaupa fiskihakk) eða matvinnsluvél. Vinnið saman og bætið með salti. Bætið svo eggi, hveiti og rjóma, smá í einu. Hrærið vel þar til allt kemur saman. Flysjið gulrót og kartöflu og rífið á fínu rifjárni. Pressið safann úr grænmeti með höndum og hrær- ið í fiskiblönduna. Að lokum, bætið við hökkuðu dilli og pipar og látið blönduna standa í 30 mínútur í kæli. Þá er steikt á pönnu með helmingi af smjöri og helmingi af olíu. Það er mikilvægt að hafa þolinmæði til að fá góða skorpu en hún getur gert gæfumuninn. Framreiðið með soðn- um kartöflum, góðu brauði, fersku grænmeti og heimalöguðu remúlaði. Fljótlegt heimalagað remúlaði Undirbúið og þvoið grænmetið. Rífið blómkál á grófu hliðinni á rifjárni og setjið í skál. Sneiðið gulrætur og fenn- el í litla teninga. Setjið grænmetið í pott ásamt olíu, salti, pipar, hrásykri (maple sýrópi) og eplaediki. Látið malla í um 3–4 mín. Dragið pönnuna af hita og kælið. Meðan grænmetið kólnar er kominn tími til að hræra majónesið (má nota tilbúið). Sláið saman eggjarauðu, sinnepi, epla- ediki, salti og pipar í blandara eða með þeytara. Olía sett rólega í mjórri bunu svo majónesið skiljist ekki. Þegar öll olían er komin út í, bragðbætið með smá salti, pipar og skvettu af ediki. Blandið að lokum grænmeti við ásamt hökkuðum súrum gúrkum í majónesið og kryddið með fínt hökuðum kerfil. Ábending: Það er mikilvægt að öll innihaldsefni fyrir köldu bollurnar geta skilið sig ef ekki er allt vel kælt. Súkkulaði-risotto með þeyttum rjóma, karamelluðum Rice Krispies og hindberjum Aðferð Hrísgrjóngraut (risotto ef við notum ítölsk grjón) er hægt að gera allt að þremur dögum á undan. Líka er hægt að kaupa tilbúinn hrísgrjónagraut og bæta í þeyttum rjóma. Karamelluð Rice Krispies er hægt að laga löngu áður og halda í allt að einn mánuð í loftþéttum umbúðum. Frábært út á ís eða jafnvel óhrært skyr fyrir sætu og skemmtilega áferð. Súkkulaði hrísgrjóna risotto (hrís- grjónagraut má kaupa tilbúinn í pakka eða í dollu frá MS) › 3 bollar nýmjólk › 3 tsk. sykur › Örlítið salt › 1/3 bolli Arborio hrísgrjón (risotto grjón líka má nota gömlu grautar grjónin) › 150 g gott ekta súkkulaði (ef ekki er notað ekta súkkulaði þarf að bæta við tveimur blöðum af matarlími), fínt saxað › 4 msk. ósaltað smjör, skorið í litla bita › 1 peli rjómi (létt þeyttur) Í pott, sameinið mjólk, sykur, salt og hrísgrjón. Komið til suðu og látið malla yfir miðlungs hita. Hrært í um 15 mín. þar til grjónin eru lin. Grauturinn verður þykkari en rjómi. Hrærið út í hökkuðu súkkulaði og smjöri þar til allt er blandað vel saman. Blandan mun þykkna. Látið kólna og blandið svo þeyttum rjóma í. Framreiðið með berjum og kara- melluðum Rice Krispies. Karamellað Rice Krispies: › 4 msk. sykur › 2 msk. vatn › 1 bolli Rice Krispies Komið sykri og vatni til að sjóða yfir miðlungs hita í 1 mínútu. Stráið Rice Krispies yfir sírópið, hrært varlega í (blandan verður klessa). Haldið áfram að hræra varlega yfir miðlungs hita (hrísgrjón munu skilja) þangað til kornin eru gullinbrún (pannan mun vera með smá reyk en það er eðlilegt meðan sykurinn brúnast) í 4 til 5 mínútur. Fjarlægið af hita og setjið strax á smjörpappír til að kæla niður. Brjótið upp köggla með höndunum. Kælið síðan á eldhús- borðinu. MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Gröf Fiskbollur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.