Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2016 Helstu nytjaplöntur heimsins Indíánar Norður-Ameríku voru fyrstir til að rækta sólblóm til matar, Spánverjar fluttu þau til Evrópu og ræktuðu sem skrautjurtir. Pétur mikli Rússlandskeisari féll kylliflatur fyrir plöntunni og setti í fram- kvæmd umfangsmestu ræktun- aráætlun síns tíma til að rækta sólblóm. Eitt af dýrustu málverk- um sögunnar er af sólblómi. Sólblóm eru í fimmta sæti, á eftir soja, repju, bómull og jarðhnetum, þeirra plantna sem ræktaðar eru til framleiðslu á matarolíu. Áætluð heimsframleiðsla á sól- blómafræjum ræktunarárið 2014 til 2015 var um 44,5 milljón tonn og ætlað flatarmál ræktunarinnar var rúmir 25 milljón hektarar. Spár gera ráð fyrir því að ræktunin eigi eftir að stóraukast á næstu áratugum til að mæta aukinni eftirspurn eftir sólblómaolíu. Úkraína framleiðir 11 millj- ón tonn af sólblómafræjum á ári, Rússland, 10,5, Argentína 3,1, Kína 2,4, Rúmenía 2,2, Búlgaría 1,9, Tyrkland 1,5 og Ungverjaland, Tansanía og Frakkland rúm 1,5 milljón tonn. Landnotkunin undir sólblóma- fræjaræktun er mest í Rússlandi, tæpir 6,8 milljón hektarar, og Úkraínu, rúmir 5 milljón hektarar. Ísrael, sem framleiðir ekki nema rétt rúm 12 þúsund kíló á ári, er aftur á móti með bestu meðaluppskeruna á hektara. Úr fræjunum er aðallega unnin sólblómaolía og var heimsfram- leiðsla á henni rúm 15 milljón tonn árið 2014 og er því spáð að eftir- spurnin verði komin í 60 milljón tonn um miðja þessa öld. Hismið er mest notað sem dýrafóður. Úkraína framleiddi allra þjóða mest af sólblómaolíu árið 2014, um 4,3 milljón tonn, Rússland, 3,6, lönd Evrópusambandsins 3,1, Argentína rúm ein milljón, Tyrkland 811 þúsund tonn, Kína 455 þúsund tonn, Suður-Afríka 356 þúsund tonn, Pakistan tæp 300 þúsund og Bandaríkin 174 þúsund tonn. Úkraína er sú þjóð í heiminum sem flytur út mest af sólblóma- olíu og koma tæp 60% af allri sól- blómaolíu á markað þaðan. Árið 2008 bannaði Evrópusambandið innflutning á sólblómaolíu frá Úkraínu vegna heilbrigðissjónar- miða þar sem kom í ljós að olían var blönduð jarðefna- og vélaolíu. Bannið var ekki afnumið að fullu fyrr en árið 2014. Indland er það land sem flytur inn mest af sólblómaolíu, 1,5 millj- ón tonn, lönd Evrópusambandsins samanlagt flytja inn 850 þúsund tonn, Egyptaland 800 þúsund tonn, Tyrkland 750 þúsund og Kína um 400 þúsund tonn. Grasafræði og ræktun Innan ættkvíslarinnar Heliantus eru um 70 tegundir sem allar, utan þrjár, eru upprunnar í Norður-Ameríku, undantekningarnar koma frá Suður- Ameríku. Margar tegundir Heliantus eru ræktaðar sem skrautjurtir og ein auk sólblóma til matar, H. tuberosum sem þekktust er sem rótarávöxturinn ætiþistill. Sólblóm, eða sólfíflar eins og blómið er stundum kallað á íslensku, Helianthus annuus, eru einærar og hraðvaxta plöntur, einn til fjórir metrar hæð. Til er lýsing á rúmlega sjö metra háu sólblómi á Spáni frá 16. öld en hæsta skráða sólblómið samkvæmt heimsmetabók Guinness var 9,17 metrar að hæð og ræktað í Þýskalandi árið 2014. Stilkur sólblóma er sver, ósléttur og loðinn. Plantan er með öfluga stólparót. Blöðin fölgræn, stakstæð, grófhærð og gróf viðkomu, breið- egg- eða hjartalaga, grófsaxtennt. Allt að 30 sentímetra löng og 20 sentímetra breið. Villt sólblóm eru oftast marg- stöngla og bera mörg blóm en tegund- ir í ræktun yfirleitt með einn stöngul og eitt stórt blóm. Blómkróna er stórt og gul, stöku sinnum rauð eða appel- sínugul, og af henni dregur plantan nafn sitt. Það sem í daglegu tali er kallað blóm sólblóma samanstend- ur af hundruðum eða yfir þúsund einstakra smáblóma sem saman mynda krónuna. Þvermál stærstu sólblóma er allt að 60 sentímetrar. Sé horft á blómin sést að þau raðast í spírallagað form með 137,5° halla út frá miðju krónunnar sem kallast gullinsnið Fibonacci. Blómin snúast auðveldlega á stönglinum þannig þau horfa alltaf til sólar. Frjóvgast með hjálp býflugna. Fræin dropalaga, hismið ljós, dögg eða ljós með dökkum rönd- um. 10 til 15 millimetra löng og 4 Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Sólblómaakur í fullum blóma. Van Gogh var þjakaður af þunglyndi og vistaður á geðveikrahæli um tíma Sé horft á blómin ofan frá sést að þau raðast í spírallagað form með 137,5° halla út frá miðju krónunnar sem kallast gullinsnið Fibonacci.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.