Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2016
Hár framleiðslukostnaður í Kína
Þrátt fyrir meðal bústærð sína og
umfang mjólkurframleiðslunnar,
þá er framleiðslukostnaður mjólk-
ur í Kína langtum meiri en mörg-
um öðrum löndum. Skýringin á
þessu felst fyrst og fremst í því að
stór hluti bænda þarf að kaupa að
stærstan hluta fóðursins fyrir kýrnar
sínar þar af einnig mest allt gróffóð-
ur, og það hefur auðvitað veruleg
áhrif á kostnaðinn. Mest er flutt inn
til landsins af refasmára- og maís-
votheyi en bæði bændur í Kanada
og Bandaríkjunum hafa verið stór-
tækir framleiðendur á þessu fóðri
fyrir kínverska kúabændur. Alls nam
innflutningur Kína á þessu votheyi
um 680 þúsund tonnum árið 2014
en innlend framleiðsla Kína á sams-
konar fóðri fer fram á einungis 200
þúsund hekturum sem telst lítið ef
litið er til stærðar landsins.
Þá hefur launakostnaður á
þarlendum kúabúum hækkað
verulega á undanförnum árum, auk
þess sem gengið hefur styrkst með
tilheyrandi hækkuðum kostnaði á
innfluttum vörum. Samkvæmt nýlegu
uppgjöri IFCN (International Farm
Comparison Network) nam meðal
framleiðslukostnaður mjólkurlítrans
í Kína 0,6 dollurum árið 2014 eða
um 78 krónum miðað við núverandi
gengi. Til samanburðar gefur IFCN
upp að meðal framleiðslukostnaður
mjólkur í heiminum árið 2014 var
talinn vera um 60 krónur á lítrann.
Lág meðalnyt
Það er talið að það séu í Kína u.þ.b.
12 milljónir mjólkurkúa og miðað við
árlega innvigtun mjólkur þá er með-
alnytin ekki nema rétt um 3 þúsund
lítrar á kúna. Þetta eru auðvitað allt of
lágar afurðir miðað við vinnuframlag
og annan kostnað við hverja kú og
því er unnið að því hörðum hönd-
um að ná meðalnytinni upp. Eitt er
að koma í þær betra fóðri en hitt er
að bæta erfðaefnið. Kínverjar hafa
undanfarin ár farið þá leið að flytja
inn kynbótagripi til landsins svo
hraða megi framförunum og þegar
Kínverjar taka sig til þá er það gert af
miklum krafti. Þannig voru árið 2014
fluttar inn 100 þúsund mjólkurkýr til
landsins í þessum tilgangi auk þess
sem árlegur innflutningur á óborn-
um kvígum hefur verið frá 50–100
þúsund gripir. Væntingar standa því
til þess að meðalframleiðslan aukist
allverulega á komandi árum enda
um svartskjöldóttar Holstein-kvígur
og kýr að ræða sem hæglega geta
mjólkað 11–13 þúsund lítra hver á
venjulegu mjaltaskeiði fái þær gott
gróffóður og sé vel hlúð að þeim.
Mikil þörf fyrir ráðgjöf og
endurmenntun
Eins og hér að framan má lesa um
þá er kínverska mjólkurframleiðslan
allóvenjuleg að uppbyggingu og
byggir mikið til á aðkeyptu fóðri
með tilheyrandi kostnaði auk þess
sem meðalafurðir eru lágar og launa-
kostnaður á hvern lítra hár. Í öllum
alþjóðlegum samanburði hefur kín-
versk mjólkurframleiðsla komið illa
út en athygli hefur þó vakið að best
reknu bú landsins standa sig einkar
vel. Það bendir til þess að bæta þurfi
þekkingu bæði bændanna sjálfra en
ekki síður þekkingar í stoðkerf-
inu s.s. meðal dýralækna og ráðu-
nauta. Af þeim sökum hafa bæði
kínversku afurðafélögin og ýmis
fyrirtæki hleypt af stokkunum röð
námskeiða til þess að endurmennta
fagfólk í stoðkerfinu sem og flutt
inn ráðgjafa sem hafa unnið beint
með kúabændunum, sér í lagi stærri
framleiðendunum. Hefur reynslan
af þessu verið góð og nú þegar sjást
merki um bættar afurðir og bættan
rekstur á kúabúum landsins.
Þó svo að stjórnvöld í Kína vilji
gjarnan sjá þarlendan markað sjálf-
bæran þegar kemur að mjólkurvör-
um þá er dagljóst að allnokkuð er í
land þar eð þrátt fyrir mikinn vöxt
í þarlendri mjólkurframleiðslu þá
vex neyslumarkaðurinn einfaldlega
einnig. Þetta skapar mikil tækifæri
fyrir bæði kúabændur, afurðastöðvar
og margs konar stoðfyrirtæki víða
um heim s.s. á sviði framleiðslu og
ráðgjafar og verður því afar áhuga-
vert að fylgjast með þróuninni á
komandi árum.
Fyrir áhugasama má benda á aðra
grein um kínverska mjólkurvöru-
markaðinn sem birtist í 4. tölublaði
Bændablaðsins árið 2013 á blaðsíð-
um 34–35.
Snorri Sigurðsson
sns@seges.dk
Ráðgjafi hjá SEGES P/S
Danmörku
Fyrirtækið Feronia, sem að hluta til
er í eigu Þróunaraðstoðarstofnunar
Bretlands, hefur verið sakað um
landhremmingar (land-grabbing)
með ólöglegum hætti í Kongó og
brot á mannréttindum.
Kom þetta m.a. fram í breska blað-
inu The Guardian þann 12. janúar sl.
Fyrirtækið Feronia sem skráð er á
markaði í Kanada, var í nær 100 ár
alfarið í eigu matvælarisans Unilever,
en þar var stofnað árið 1911. Það er
líka skráð á markaði TSX Venture
Exchanges og framleiðir einkum
pálmaolíu og fleiri afurðir olíuríkra
jurta, hrísgrjón, korn og baunir.
Samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins
framleiðir það 13.000 tonn af pálma-
olíu á ári.
Í byrjun janúar átti CDC Group
um 27,4% hlut í fyrirtækinu en það
er í eigu Þróunaraðstoðarstofnunar
Bretlands, DFI. Þá áttu fleiri evrópsk
ríki samtals 32,4% hlut í fyrirtækinu í
gegnum Golden Oil Holdings Limited
(GOHL). Það er síðan að fullu í eigu
Mauritius special purpose vehicle
sem er dótturfélag fjárfestingasjóðs-
ins African Agriculture Fund (AAF).
Þessi sjóður fjárfestir einkum í afrísk-
um landbúnaði. Auk þess áttu aðrir
stofnanafjárfestar tæplega 17,9% hlut
í félaginu.
Í miklum viðskiptum 15. janúar
var gengið frá kaupum á aukinni
hlutdeild GOHL í Feronia og er það
þá komið með 54,9% hlut í félaginu.
Yfir 100 þúsund hektarar
Feronia ræður nú yfir 120 þúsund
hektara landi í Kongó, þar af 30.199
hekturum á Yaligiama-plantekrunni,
63.560 hekturum á Lokutu-
plantekrunni og 13.542 hekturum
á Boteka-plantekrunni samkvæmt
gögnum fyrirtækisins. Heimamenn
segja þó að fyrirtækið hafi ekki getað
sýnt fram á eign á nema 63.000
hekturum og meira að segja sé vafa
undirorpið hvort þeir pappírar séu
löglegir. Héraðsstjórinn Gaspard
Bosenge-Akoko, fullyrðir að papp-
írar hafi verið falsaðir til að sölsa land
undir fyrirtækið. Segir hann að yfir
40 þúsund hektarar hafi verið hrifs-
aðir af samfélaginu. Meðan Kongó
var nýlenda Belga á árunum 1908
til 1960 hafi landi verið stolið frá
íbúunum meðfram allri Kongóánni
undir pálmatrjáarækt. Samfélag
heimamanna hafi síðan verið útilokað
frá allri ákvarðanatöku um útþenslu
starfseminnar á undanförnum árum.
Bretar sakaðir um að styðja
mannréttindabrot
Mannréttindasamtök hafa nú sakað
bresk yfirvöld um að hafa notað yfir
14 milljónir punda af opinberu fé til
að styðja við hið fallvalta fyrirtæki
Feronia sem fullyrt er að komi illa
fram við starfsmenn sína. Þeir þurfi
að starfa við ófullnægjandi aðstæður
í hitabeltinu og fái aðeins sem nemur
1 dollara í laun á dag.
Í Guardian er bent á að ríkisstjórn
Bretlands segist berjast gegn fátækt í
Afríku í gegnum AFF-sjóðinn. Hann
megi ekki fjárfesta í fyrirtækjum
sem stunda landhremmingar né
brjóti á mannréttindum eða taki þátt
í spillingu.
Jean-François Mombia Atuku,
talsmaður baráttusamtakanna RIAO-
RDC, ritaði evrópsku landréttarsam-
tökunum Grain bréf þar sem hann
lýsir ástandinu. Segir hann íbúa
nærri pálmaplantekrunum búa við
næringarskort og hungur í húsakynn-
um sem séu að hruni komin.
Fyrirtæki segist ætla
að bæta aðstöðuna
Fyrirtækið segist hafa reynt að bæta
stöðu þeirra 3.800 verkamanna sem
þar starfa en átt við sjúkdóma og
áratugalöng innanlandsátök að
glíma. Þá sé svæðið mjög einangr-
að og mikil þörf sé á auknu fé í
uppbyggingu. David Easton, fjár-
festingastjóri CDC, segir að þegar
það fyrirtæki hafi tekið við stjórn
Feronia, hafi allt verið í algjörri
niðurníðslu. Þá sé fyrirtækið eini
vinnuveitandinn á mjög stóru svæði.
„Við viðurkennum að margt
þarf að gera. Fólkið þarf húsnæði,
skóla og sjúkrahús. Við erum að
gera úttekt á samfélagsaðstæðum
og verður gefin út skýrsla um málið
síðar á þessu ári. Við höfum hækkað
laun um 50% og reiknum með að
hækka launin enn frekar. Við höfum
ákveðið að verja sem nemur 3,6
milljónum dollara í húsnæðisupp-
byggingu, sjúkrahús, skóla og fleiri
samfélagslega nauðsynlega þætti,“
sagði Easton í samtali við Guardian.
/HKr.
Landhremmingar í Kongó:
Bresk stjórnvöld sökuð um að
styðja mannréttindabrot
Ein af plantekrum Feronia í Kongó. Mynd / Feronia
Stærsta kúabú Kína í dag er með 40 þúsund mjólkurkýr og er það jafnframt
stærsta kúabú í heimi.
Léttar og þægilegar
vatteraðar úlpur í mörgum litum
fyrir dömur og herra
Primaloft úlpur
Pantið vörulista hjá okkur praxis@praxis.is
Verð frá
22.900 kr.
Bonito ehf. • Friendtex • Praxis
Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 • www.friendtex.is •www.praxis.is
Opið mánudag - föstudag 11:00-17:00
Stærðir: S-M-L-XL-XXL-3XL
Friendtex á Íslandi Praxis á Íslandi
Opið laugardaginn 30. janúar kl. 12:00-16:00