Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2016 Undanfarin ár hafa borist ótal fréttir hingað til lands um mikla vaxtarmöguleika í Kína í tengsl- um við sölu mjólkurvara og hinn ört stækkandi markað þar í landi fyrir mjólkurvörur. Flest stærstu afurðafélög í heimi hafa af þessum sökum sett mikinn kraft í markaðsstarf í Kína og náð sterkri fótfestu þar fyrir margvís- legar mjólkurvörur. Á sama tíma hafa kínversk yfirvöld hlúð að innri uppbyggingu og lagt áherslu á aukna mjólkurframleiðslu í landinu sjálfu, m.a. með styrkjum bæði við frumframleiðendur mjólkur og einnig við uppbyggingu afurða- vinnslugeirans. Ástæða stuðnings kínverskra stjórnvalda við upp- byggingu afurðavinnslunnar er bæði sú stefna Kínverja að verða sem mest óháðir innflutningi, og jafnframt að aðstoða kínverskar afurðastöðvar að endurvekja traust neytenda á kínverskum mjólkurvörum en sem kunnugt er hrundi heimamarkaður- inn þegar í ljós kom fyrir nokkrum árum að melanin hafði verið blandað í nokkrar mjólkurvörur. Kínverskir kúabændur og raunar mörg fyrir- tæki hafa svarað kalli yfirvalda eftir mjólk sem framleidd er í landinu sjálfu og er nú mikil uppbygging í gangi í landinu. Enn meiri neysluaukningu spáð Nýverið var samþykkt í Kína að for- eldrum þar í landi væri heimilt að eignast tvö börn en árið 1979 voru sett sérstök lög í Kína sem kváðu á um að flest pör mættu einungis eignast eitt barn. Nú stefnir í að það vanti ungt fólk til þess að sjá fyrir þeim sem eldri eru í framtíðinni og því hefur fyrrnefndum lögum verið breytt. Þessari breytingu hefur verið vel tekið bæði heima fyrir en ekki síður erlendis enda aukið bjartsýni margra kúabænda víða um heim þar sem stór hluti innflutnings mjólk- urvara til Kína er mjólkurduft sem notað er í mjólk fyrir ungbörn. Margir spá því að árið 2017 og næstu árin á eftir muni verða aukin eftirspurn og að það muni toga heimsmarkaðsverð mjólkur upp enn á ný. Þriðji stærsta framleiðsluland heims Í dag er Kína eitt af mestu fram- leiðslulöndum heims á mjólk og það þrátt fyrir að stór hluti íbúa landsins sé með mjólkursykuróþol. Eins og sést af meðfylgjandi mynd þá er mjólkurframleiðsla landsins um 37 milljarðar kílóa og meiri framleiðsla er einungis í Indlandi og Bandaríkjunum. Eins og fram kemur hér að ofan er árlegur vöxtur neyslu mjólkurvara mikill og þarf Kína því á innflutningi að halda enn um sinn að minnsta kosti en um 20–25% vöntun er á markaði umfram innanlandsframleiðsluna. Neysla mjólkurvara í Kína er þó enn langt innan við það sem gengur og gerist í öðrum löndum og er meðal- neysla á mjólkurvörum, umreiknað í lítra mjólkur, rétt í kringum 25 lítrar sem er margfalt minna en t.d. meðal Íslendingur neytir. Ostar lykillinn að enn aukinni neyslu Síðustu tvö árin hefur orðið nokkur breyting á markaðsstarfi innflutn- ingsaðilanna í Kína en stórauk- in áhersla er nú lögð á neyslu á ostum, en í Kína er hún enn sem komið er frekar óalgeng enda ekki hefð fyrir neyslu osta, auk þess sem ostar hafa verið munaðarvara. Með bættum efnahag og auknum tekjum Kínverja hefur kaupgetan aukist og sala á ostum stigið jafnt og þétt. Þá hafa margir innflutningsaðilar staðið bæði fyrir rekstri kennslu- eldhúsa og kostað matreiðsluþætti þar sem sýnd og kennd er notkun á ostum við matargerð. Þetta hefur svo sannarlega skilað sér og sem dæmi um það má nefna að árið 2014 nærri tvöfaldaðist innflutningur á ostum til Kína. Þá hefur almennur áhugi Kínverja á ostum almennt aukist, en rannsókn á leitarhegðun fólks á ver- aldarvefnum sýndi 60% aukningu í leit Kínverja að orðinu „cheese“ (ostur) síðustu 3 ár! Uppskriftir að margs konar réttum með osti eru þar ofarlega á blaði s.s. að flatbökum, grænmetisréttum með rifnum osti og fleira slíku góðgæti. Helstu inn- flutningslönd osta til Kína hafa til þessa verið Nýja-Sjáland, Ástralía og Bandaríkin. Lönd Evrópu eru hins vegar allnokkuð á eftir enda byggja þar flestir útflytjendur á ostum á framleiðslu hágæðaosta, en stærsti hluti innflutts osts til Kína er vinnsluostur. Mikill breytileiki í bústærð Kínverska mjólkin er framleidd á búum allt frá því að vera einungis með 1–2 kýr og upp í það að vera með þúsundir kúa en mest fjölgun búa hefur einmitt verið í síðast- nefnda flokknum undanfarin ár. Fleiri og fleiri kaupahéðnar og fyr- irtæki hafa horft til þeirra tækifæra sem blasa við í kínverskri mjólkur- framleiðslu og töluverð uppbygging því átt sér stað. Sem dæmi um þetta má nefna að fyrirtækin DeLaval og SAC settu upp fleiri mjaltahringekj- ur í Kína einu og sér á síðasta ári en samtals í öllum öðrum löndum heimsins. En það eru ekki einungis bændur og fyrirtæki sem byggja upp hina kínversku mjólkurframleiðslu því afurðafélögin eiga einnig ótal kúabú sjálf. Þetta á m.a. við um kínverska afurðafélagið Mengniu, sem er eitt af stærstu afurðafélögum í heimi með um 8–9 milljarða lítra innvigtun mjólkur árlega. Mengniu áætlar að innvigtun til fyrirtækisins muni aukast um 50% nú á komandi örfáum árum með tilkomu 25–30 nýrra kúabúa í eigu afurðafélagsins, en á hverju þeirra verða 10 þúsund mjólkurkýr. Kúabú með 100 þúsund kýr Stærsta kúabú Kína í dag er með 40 þúsund mjólkurkýr og er það jafn- framt stærsta kúabú í heimi en brátt tekur enn stærra bú til starfa er fyrir- tækið Modern Dairy Company lýkur framkvæmdum við nýtt kúabú sitt í norðausturhluta Kína. Það er einmitt sama fyrirtæki sem á fyrir áðurnefnt kúabú sem hefur 40 þúsund mjólkur- kýr svo forsvarsmenn fyrirtækisins þekkja það vel hvernig á að stjórna stórum kúabúum. Áætlaður kostn- aður við þetta risabú hljóðar upp á um 25 milljarða íslenskra króna sem er reyndar ekki há upphæð á hverja mjólkurkú þrátt fyrir allt eða um 250 þúsund krónur sem hlýtur að teljast afar hagstætt, enda oft miðað við að básinn með öllu kosti um 800 þúsund eða jafnvel meira en það. Til þess að afla fóðurs í þessar kýr þarf allnokkurt land eða um 200 þúsund hektara. Slíkt land er ekki tækt í dag í Kína og því hefur verið gerður leigusamningur við Rússland um aðgengi að landi á meðan unnar verða upp 200 þúsund hektarar af nýræktun í Kína. Til fróðleiks má geta þess að stærsta kúabúið í Bandaríkjunum er með 30 þúsund mjólkurkýr, það stærsta í Bretlandi með um 2 þúsund mjólkurkýr og það stærsta í Danmörku um 1.800 mjólkurkýr. Kínversk mjólkur- framleiðsla í vexti Utan úr heimi Dýravernd: Teknir með 200 kíló af fílabeini Veiðiþjófar í Mið-Afríkuríkinu Gabon voru gripnir með 200 kíló af fílabeini. Fílabeinið sem gert var upptækt er mesta magn sem veiðiþjófar í landinu hafa verið gripnir með. Tveir hafa verið handteknir vegna málsins og er annar þeirra starfs- maður skógræktarinnar og land- vörður á friðlandi fyrir dýr í Gabon. Undanfarin ár hafa yfirvöld í Gabon eytt talsverðu fé í að vernda þá fimmtíu þúsund fíla sem finnast í landinu en fílarnir þar eru um helm- ingur allra villtra fíla sem finnast í álfunni. Áætlað er að það þurfi að drepa að minnsta kosti 20 fíla til að fá 200 kíló af tönnum sem í daglegu tali eru kallaðar fílabein. Talið er að þjófarnir sem gripnir voru með beinin hafi verið að safna þeim í langan tíma. Þeir hafa viðurkennt að hafa ætlað að selja ránsfenginn til Asíu þar sem beinið er notað til að skera út skrautmuni eða mulið í fílabeinsmjöl og drukkið sem nátt- úrulegt viagra. /VH Andfætlingar: Stjórnvöld ætla að stórauka trjárækt í borgum Umhverfisráðherra andfætlinga okkar í Ástralíu segir stjórnvöld þar ætla að leggja aukna áherslu á ræktun trjáa í borgum og bæta þannig heilsu íbúanna. Að sögn ráðherrans hefur undir- búningsvinna þegar verið hafin og mun áætlun um stóraukna trjárækt í borgum álfunnar liggja fyrir eftir nokkra mánuði. Hugmyndin er að stjórnvöld landsins og stjórnir borga muni vinna náið saman að ræktuninni og að á innan við áratug verði búið að rækta fjölda einstakra trjáa og trjálunda sem veita munu borgarbúum skjól fyrir vindi og sterkri sól og bæta þannig heilsu borgaranna. Skógræktar- og umhverfis- samtök í Ástralíu hafa lýst mikilli ánægju með verkefnið og að þau muni leggja því lið. Markmið stjórnvalda er að búið verði að planta út að minnsta kosti 20 milljón trjám í borgum í Ástralíu fyrir árið 2020. /VH Skógareyðing í Vestur-Afríku: Ástæðan fyrir útbreiðslu Ebólu? Sett hefur verið fram sú tilgáta að eyðing skóga í vestanverðri Afríku hafi verið ástæðan fyrir Ebólufaraldrinum sem geisaði á svæðinu síðari hluta árs 2014. Samkvæmt tilgátunni leiddi eyðing skóga í Vestur-Afríku til þess að búsvæði ávaxtaleðurblaka hafi verið eyðilögð og vegna þess hafi þær leitað fæðu og skjóls í manna- bústöðum. Vitað er að umræddar leðurblökur bera í sér Ebólavírusinn og að hann getur borist úr þeim í menn. Gríðarlegt skóglendi hefur verið fellt í löndum Vestur-Afríku eins og Gíneu, Síerra Leóne, Líberíu, Fílabeinsströndinni og Gíneu Bissá. Allt lönd þar sem Ebólufaraldurinn skall á með miklum þunga. Skógar hafa verið felldir til að ryðja landi fyrir matvælaframleiðslu, námu- vinnslu og til útflutnings á harðviði. /VH Mjólkurframleiðsla í Kína, milljarðar kílóa cdn.firstwefeast.com, swj.com, UK Agriculture & Horticulture Development Board Vegna skógareyðingar í Afríku hefur ávaxtaleðurblakan, sem ber með sér Ebólusmit, verið að leita út fyrir hefðbundið búsvæði sitt. Götutré í Sydney. Þúsundir fíla eru drepnir á hverju ári í Afríku vegna tannanna sem notaðar eru til að skera út skrautmuni eða sem náttúrulegt viagra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.