Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2016 Fréttir Nýr tollasamningur Íslands og ESB varðandi landbúnaðarvörur getur haft umtalsverð áhrif á kjör bænda: Hlutdeild innflutts kjöts mun stóraukast Í mati Vífils Karlssonar, hag- fræðings og lektors við Háskólann á Akureyri, á áhrifum aukinna innflutningskvóta á landbúnað- arvörum, kemur fram að tekjur íslenskra bænda kunna að skerð- ast um allt að 16%. Heildarstærð kjötmarkaðarins á Íslandi er 28.200 tonn. Er þá allt talið til, innlend framleiðsla sem seld er hér á landi, innflutt kjöt og innfluttar unnar kjötvörur. Árið 2014 var sala á innlendu kjöti 24.230 tonn eða um 86% af heildarmarkaðnum. Innflutt kjöt er um 14% mark- aðarins. Sú hlutdeild hefur vaxið hratt síðustu ár. Nú er svo komið t.d. að yfir fjórðungur nautakjöts- neyslunnar er innflutt kjöt, 13% ali- fuglakjötsneyslunnar og ríflega 13% neyslu á svínakjöti er innflutt kjöt. Ótalið er þá niðursoðið kjöt og kjöt í tilbúnum réttum eins og pits- um, pasta og þess háttar. Lítil neikvæð áhrif á sauðfjárrækt Tollasamningurinn virðist einna hagstæðastur fyrir sauðfjárbændur. Nær ekkert hefur verið flutt hingað til lands af erlendu kindakjöti þrátt fyrir innflutningsheimildir. Tekjulega yrðu sauðfjárbændur því fyrir mjög litlum neikvæðum áhrifum af inn- flutningi, en fá aftur á móti aukna tollfrjálsa kvóta til ESB-ríkja. Þeir hækka í áföngum úr 1.850 tonnum í 3.050 tonn. Heildarsala kindakjöts hér á landi 2014 var 6.588 tonn. Lítil áhrif á innanlandssölu á hrossakjöti Engin innflutningskvóti verður held- ur á hrossakjöt, enda hefur ekkert verið flutt inn af slíku kjöti á liðn- um árum. Aftur á móti hefur töluvert verið flutt út af hrossakjöti auk þess sem útflutningur á lifandi reiðhestum er alltaf töluverður. 400% aukning á tollfrjálsum kvóta í unnum kjötvörum Langmesta aukningin á kvóta er vegna innflutnings á unnum kjöt- vörum. Þar var kvótinn 150 tonn en verður samkvæmt tollasamningn- um 750 tonn. Er það 400% aukning. Talsvert hefur þó verið flutt inn af unnum kjötvörum umfram kvóta og nam sá innflutningur 386 tonnum árið 2014. 331% kvótaaukning í alifuglakjöti Önnur mesta hlutfallslega kvóta- aukningin, en þó mest í magni, verður í innflutningi á alifuglakjöti eða 331%. Heildarsalan á alifugla- kjöti árið 2014 var 8.761 tonn, en flutt voru inn 845 tonn. Það er verulega umfram kvóta sem nam þá 259 tonnum. Sá kvóti fer nú í 1.115 tonn. 306% kvótaaukning í nautakjöti Heildarsala á nautakjöti á Íslandi var 4.525 tonn árið 2014. Innflutningskvóti nam 195 tonnum en fer í 791 tonn samkvæmt samn- ingnum við ESB. Er það aukning upp á 306%. Aftur á móti hefur verið flutt inn talsvert af nautakjöti umfram tollkvóta á liðnum árum. Þannig voru flutt inn 753 tonn árið 2014, en tollfrjáls innflutningskvót- inn mun nú verða 791 tonn, eða 23% af heildarsölu nautakjöts 2014. Svínakjötskvótinn eykst um 189% Svínakjöt er næst í röðinni en þar munu kvótar aukast úr 264 tonnum í 764 tonn, eða um 189%. Þar hefur líka verið flutt inn verulegt magn umfram kvóta eða 513 tonn. Í ostum er líka verulega aukið við tollfrjálsa kvóta. Fara þeir úr 219 tonnum í 610 tonn sem er aukning upp á 179%. Þar hefur innflutningur verið tiltölulega lítill umfram kvóta, eða í heild 251 tonn árið 2014. Gæti haft keðjuverkandi samdráttaráhrif Vífill Karlsson gefur sér nokkr- ar forsendur í sínum útreikning- um, m.a. að skilaverð til bænda kunni að lækka, væntanlega vegna samkeppnisáhrifa ef innflutta varan lækkar í takt við aukinn innflutn- ing á tollfrjálsu kjöti. Vífill slær þó ýmsa varnagla í útreikningum sínum vegna þarfar á ítarlegra mati. Hann bendir þó jafnframt á að ef innflutningskvótar aukast t.d. á svína- eða nautakjöti, er líklegt að þeir verði notaðir til að flytja inn verðmætustu bitana – hrygg og lærvöðva. „Það þýðir væntanlega verð- lækkun og minni framleiðslu innan- lands sem aftur eykur þörf fyrir inn- flutning á verðminni skrokkhlutum þ.e. svínasíðum og hakkefni fyrir nautahakk. Sama á við um osta.“ Þetta gæti með öðrum orðum leitt til keðjuverkunar þar sem bændur neyddust til að draga veru- lega úr kjötframleiðslu á Íslandi og þá einnig ostagerð. Þá á eftir að taka inn í myndina samfélagslegu áhrifin, en landbúnaður er oft eina uppistaðan sem eftir er í veikari byggðum sem margar hafa líka misst frá sér dýrmætar fiskveiði- heimildir á liðnum áratugum. /HKr. Afurðir Innflutnings-kvótar Innflutningur Heildarsala á Íslandi Innflutningur % Innflutnings- kvótar Aukning kvóta Hlutdeild kvóta í sölu fyrra árs Kindakjöt Nautakjöt Hrossakjöt Svínakjöt Alifuglakjöt Unnar kjötvörur Ostur CIF Magn-tollur Verð-tollur Innkaups- verð fyrir Innkaups- verð eftir Verðteygni eigin Verð fyrir Verð eftir Verðbreyting Nautavöðvar Nautahakk Svínakjöt Beikon Alifuglakjöt Svínakjöt - saltað og reykt Alifuglakjöt - sprautusaltað Ostar Lambakjöt Hrossakjöt Viðræður um nýja búvörusamn- inga hafa staðið um nokkurn tíma og að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar landbúnaðarráð- herra gengur vinnan við þá ágæt- lega. Sigurður segir misskilning ef bændur halda að það að vinda ofan af kvótakerfinu, muni minnka tekjustreymi þeirra. Sigurður Ingi Jóhannsson land- búnaðarráðherra sagði í samtali við Bændablaðið að staðan í samningun- um sé sú að vinnunni við þá vindi ágætlega fram. „Samninganefnd bænda og yfirvalda hafa setið ótal fundi og vonandi fer að sjá fyrir endann á þessu. Það er mismun- andi hversu langt samningar eru á veg komnir. Til dæmis verða litlar sem engar breytingar á starfsum- hverfi garðyrkjubænda. En í kjöt- inu og mjólkinni eru fyrirhugaðar breytingar sem tekur lengri tíma að ná samstöðu um. Það er skiljanlegt að menn þurfi tíma til að átta sig á þeim breytingum sem stefnt er að, og rétt að flýta sér hægt í þeim efnum.“ Allir vilja ganga frá samningnum Þegar Sigurður er spurður hvort einhver tregða sé í samnings- gerðinni og hvort illa gangi að ljúka þeim segist hann ekki telja að svo sé. „Nei, ég held að það sé ekki tregða, allir vilja ganga frá nýjum samningi. Það er eðlilegt að menn taki sér tíma þegar breytingar eru ræddar. Ég held þó að fullyrða megi að bændur verða ekki verr settir, þótt breytingar verði gerðar á fyr- irkomulagi styrkja. Þvert á móti. Auk þess munu nýir peningar koma inn í samninginn, ef breytingarnar ná fram að ganga. Þær upphæðir hafa ekki verið klappaðar í stein, en breytingum á fyrirkomulagi styrkja munu fylgja nýir peningar, eins og ég sagði áðan. Mest í svokallaðan rammasamning (búnaðarlagasamning), en einnig í búgreinasamninga. Samanlagt gæti þetta verið um níu hundruð millj- ónir á ári, fyrstu ár samningsins.“ Órói vegna afnáms mjólkurkvótans Sumir kúbændur eru ósáttir við að kvótinn verði lagður niður. Hræddir við offramleiðslu og verðlækkun í kjölfar hennar ef opinberri verð- og framleiðslustýringu verður hætt. Sigurður segir að samkvæmt fyr- irliggjandi drögum verði reynt að bregðast við aðstæðum hverju sinni. „Til dæmis verður að finna ákvæði um endurskoðun 2019 og 2023. Því verður hægt að grípa inn í þróun mála, ef í óefni stefnir. Þá eru einnig uppi hugmyndir um að heim- ilt verði að færa á milli verkefna og með því móti er hægt að vega upp á móti offramleiðslu. En ég bendi á að það er ekki langt síðan að forsvars- menn MS sáu mikla möguleika í útflutningi. En þá kláraðist smjörið og flytja varð það inn. Það er þó rétt að í dag er staðan þrengri vegna aðstæðna á alþjóð- legum mörkuðum, meðal annars vegna innflutningsbanns Rússa. Stefnt er að því að gera samninga til tíu ára og þá er ekki hægt að taka punktstöðu eins og hún er í dag og gleyma að líta til framtíðar. Það kemur dagur eftir þennan dag og upplegg nýrra samninga er til sóknar, en ekki stöðnunar.“ Fá stuðning á annan hátt Sigurður segir að það sé mikill misskilningur ef bændur halda að það að vinda ofan af kvótakerfinu verði til þess að tekjustreymi þeirra dragist saman. „Nýtt fyrirkomulag mun gera að verkum að menn fá stuðninginn áfram, en fyrir aðra hluti. Kúabóndi fær til dæmis hærri gripagreiðslur. Ég bendi á, að milljarðar króna hafa farið út úr kerfinu, en ekki til bænda, þegar bændur hafa verið að kaupa sig inn í hið opinbera stuðn- ingskerfi eins og það er uppbyggt núna. Þá ber að líta til þess að stigin verða mjög varfær skref í byrjun, og eins og áður sagði verða endur- skoðunarákvæði í samningunum.“ Mikið fjármagn til fjármálastofnana „Í nýlegri skýrslu Hagfræði- stofnunar Háskóla Íslands kemur fram að stór hluti af stuðningi við mjólkurframleiðslu renni til fjár- málastofnana. Þar kemur einnig fram að bændur muni, miðað við óbreytt kerfi, njóta æ minni hluta stuðningsins. Þessu verður að breyta, bænd- um til hagsbóta, og þar með einnig neytendum. Neytendur og skatt- greiðendur munu hagnast, því aukið hagræði í mjólkurframleiðslu mun skila sér í lægra vöruverði og einnig hærri tekjum bænda. Einnig er rétt að benda á að stuðn- ingur við bændur hefur stórlækkað. Úr því að vera 5% af landsfram- leiðslu niður í 1% árið 2013. Þessi þróun mun halda áfram, en hún mun gerast hægt og örugglega, en ekki með kollsteypu. Nýjum samningum er ætlað að tryggja þessa aðlögun til hagsbóta fyrir alla,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráð- herra. /VH Búvörusamningarnir: Breytingarnar bændum og neytendum til hagsbóta − segir Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.