Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2016 Kasmír er alþjóðaheitið á þeli geita en á íslensku heitir það fiða eða geitafiða. Það fer eftir geitastofn- um hvort geitin er með mikla geita- fiðu, litla eða sama sem enga. Ytri hárin, vindhár eða tog, nefn- ast strý á geit. Fiðan er lungamjúk en strýið er gróft og strýtt. Til að fá hreina fiðu til að vinna úr þarf að fjarlægja strýið. Það er hægt að tína það úr lagðanum (hæra) í höndum, með vélum eða með ræktun. Fiðan losnar af geitunum að vori og fyrri hluta sumars, eða eftir burð. Þá þarf að kemba geitinni. Íslenski geitastofninn hefur ekki verið ræktaður til neins. Hann hefur lifað af niðurskurð, fordóma og bábiljur. Á íslensku geitunum vex hin fínasta fiða en líka mikið af grófu strýi. Þvermál háranna þarf að vera innan 18,5μm (míkrómetrar) til að teljast fiða. Lengd háranna þarf að vera a.m.k. 38 mm. Í úrvali eru þver- mál hára 12–16 μm og lengd hára 40–50 mm. Þvermál strýs er yfirleitt 30 μm og grófara og stundum eins og fax af hesti. Ég sendi fiðusýni frá Háafelli í Borgarfirði í rannsókn til Skotlands árið 2012. Þau voru tekin í desem- ber 2011. Sýnið er klippt af geitinni handarbreidd fyrir aftan miðja síðu. Meðaltal þvermáls 24 sýna voru 15,4 μm, þar sem mesta var 16,3 μm,og minnsta 13,9 μm. Mæld var lengd hára úr 16 sýnum. Meðallengd var 39,25 mm, lengsta mældist 55 mm og stysta 32 mm. Mælingar á geita- fiðu frá Háafelli sýna að fínleikinn er til staðar en það er lengd háranna sem þarf að athuga þegar kemur að því að rækta íslenska geitastofninn fyrir 1. flokks fiðu. Ræktun stofns fyrir einstaka eiginleika er ekki æskileg fyrr en stofnin er orðinn minnst 2500 dýr og utan útrýmingarhættu. Annars er hætta á að tapa öðrum erfðareigin- leikum úr stofninum. Það er hægt að nýta fiðuna í band og besta bandið fæst ef fiðan er minnst 38 mm að lengd. Hægt er að vinna efnið í höndunum, sem er mjög tímafrekt, eða láta spinna í verksmiðju. Þegar fiðan er unnin í band í verksmiðjum þá er hún þvegin og síðan hærð þ.e. strýið er fjarlægt í þar til gerðri vél. Fer það eftir magni og gerð strýs- ins hversu oft fiðan þarf að fara í gegnum vélina en venjulega eru það um 3-5 skipti. Síðan er hún kembd og lyppuð. Þegar fiðan er dregin úr kembu og hárin liggja samhliða, langsum heitir það lyppa eða lopi og úr honum spunnið band. Flestir hérlendis þekkja plötulopa, en hann er einmitt frumstig bands. Band er alltaf spunnið. Að kemba geit Fyrsta skrefið í vinnslu fiðu er að kemba geit til að ná sér í hráefni. Geitur ganga úr hárum í fyrsta lagi í apríl og tekur það um tvær vikur. Huðnur með kiðum ganga úr hárum eftir burð. Mikilvægt er að kemba geitinni á þessu 2 vikna tímabili áður en fiðan fer að þófna á skepnunni og verða að lélegu hráefni. Fiðan á geitinni byrjar að losna á hálsinum og einni til tveimur vikum seinna fer geitin öll úr hárum og þá er hægt að kemba hana alla og halda fiðunni til haga. Til starfsins þarf kamba, skæri, poka sem anda t.d. maíspoka, bréf- poka eða netpoka, merkimiða og penna til að merkja pokana. Undanfarin ár hafa verið notaðir hér á landi geitakambar frá Cox á Englandi sem að VB Landbúnaður er með til sölu. Kambarnir líkjast hrífuhausum og hafa reynst vel. Til eru fleiri gerðir af geitakömbum en undirrituð hefur ekki reynt þá. Kembing er valin í stað rúningar /klippingar til að hlutfall strýs sé minna í reyfinu. Best er að kemba geitinni á þar til gerðum palli sem geitin getur stokkið eða gengið upp á. Höfðinu stingur hún í þar til gerða grind þar sem hægt er að lokka geitina með einhverju lostæti. Pallurinn skal vera það hár að þegar maður stendur við hlið geitarinnar stendur hún í þægilegri vinnuhæð fyrir kembingarmanninn. Annað hvort er hægt að vera einn við þessa vinnu eða tveir hvor sínu megin við geitina. Skærin eru notuð til að klippa af klepra og annað slíkt á geitinni sem ekki er hægt að kemba. Það hefur sýnt sig að fiða geitar á síðu, huppum og framan á lærum er best til að spinna band úr. Þess vegna er gott að halda fiðunni af þessum pörtum aðskildum og setja fiðuna af hálsi, og aftan af lærum í sérstakan poka. Þar sem ekki ligg- ur fyrir mikil vitneskja um afurðir íslenskra geita er fyrirtak ef menn nenna að vigta fiðuna sem kemur af hverri geit og færa til bókar. Þetta eru verðmætar upplýsingar fyrir geita- ræktina. Mikilvægt er að pallurinn og gólfið umhverfis hann sé hreint svo að sem minnst af heyi, moði og öðru óæskilegu komi í reyfin. Ef ekki er til pallur þá er hægt að sitja við að kemba geitina og þá er t.d. hægt að setja á hana hálsól og tjóðra hana. Að láta vinna fiðu í band Til að vinna úr fiðu þarf að fjarlægja strýið. Íslensku geiturnar hafa ekki verið ræktaðar til fiðuframleiðleiðslu og eru því með mikið strý frá nátt- úrunnar hendi. Það tekur óratíma að handtína, þ.e. að hæra strý úr íslenskri geitafiðu og vinna band úr fiðunni. Mér taldist fara um 10 - 12 tímar í að vinna 6 g af fiðubandi og um 9 - 11 tímar fóru í að hæra. Geitafiðuiðnaður er stóriðnaður og þess vegna eru til tæki til að vinna fiðuna í band. Einnig eru geiturnar sem sjá mönnunum fyrir hráefninu ræktaðar þannig að þær eru fiðu- miklar og með lítið strý eða að þær ganga úr strýinu á öðrum árstíma en fiðunni. Scottish Cashmere Goat geitastofninn var ræktaður á 9. ára- tug 20. aldar í Skotlandi af blöndu úr íslenskum, síberískum, nýsjálensk- um og tasmanískum geitum sem voru síðan blandaðar skosku villigeitinni (Scottish feral Goat). Íslenski geitastofninn var hafður með vegna fínleika fiðunnar. Ekki fór sem skyldi í þessari ræktun því það láðist að styðja geitabændur í fiðuræktinni á Bretlandseyjum og sú fiða sem er núna unnin í iðnaði í Skotlandi er að mestu innflutt m.a. frá Kína. Ég hef látið vinna íslenska geita- fiðu í spunaverksmiðjunni Telespinn í Noregi. Ástæðan fyrir valinu var að þau eru með Mini-mill vélar frá Kanada sem að geta tekið við litlu magni til vinnslu og lágmarkið hjá þeim eru 3 kg af geitafiðu. Stóru verksmiðjurnar taka flestar við minnst 100 kg. Árið 2012 sendi ég ég út 5 kg af geitafiðu til Telespinn. Þar var fiðan þvegin, hærð, kembd og spunnin. Áður en ég sendi fiðuna út hreinsaði ég hana gaumgæfilega Að fara í geithús og leita sér fiðu − geitafiða, kembing og vinnsla Mynd / Anna María Geirsdóttir. Mynd / Anna María Geirsdóttir. Mynd / Kristín Bogad. Ár 2014 Fjöldi geita 74 Grömm 5165 4044 1984 1218 1100 750 Grömm 70 55 16 960 Fiða samtals Fiða af síðu, huppum samtals Rusl úr fiðu af síðu, huppum Fiða af hálsi samtals Sent til spuna Band samtals
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.