Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2016
Starfsmaður óskast
í vinnslusal
Starfslýsing og helstu verkefni.
Hlutverk starfsmanns í sal er að aðstoða við að hengja upp
á króka, hreinsa og pússa málmhluti til lökkunar. Einnig þarf
i að taka niður hlutina, pakka inn og ganga frá til afgreiðslu
ásamt annarra tilfallandi starfa.
Menntunar- og hæfniskröfur.
Starfsmaður þarf að geta talað/skilið íslensku, vera röskur,
heilsuhraustur og stundvís. Mikill kostur ef viðkomandi
hefur lyftararéttindi og/eða iðnmenntun. Eldri en 25 ára
er skilyrði.
Um er að ræða 100% starf. Vinnutími er 8:00-16:00.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknir og fyrirspurnir sendist á netfangið helga@
polyhudun.is fyrir 10.febrúar 2016.
Öllum umsóknum verður svarað og farið með sem trún-
aðarmál.
Pólýhúðun er nútíma lökkunarfyrirtæki búið nýjustu tækni til
duftlökkunar á málmhlutum. Starfsemin hefur verið í Kópavogi
síðan 1998. Í hverjum mánuði eru húðaðir þúsundir fermetra af
hinum ýmsu verkefnum allt frá smá skrúfum upp í bíla og trakt-
orsgrindur. Fjölbreytni er eitt af kjörorðum okkar enda er ekkert
verkefni svo smátt eða stórt að við tökum ekki á því. Starfsmenn
fyrirtækisins eru 9.
Smiðjuvegi 3 - 200 Kópavogur - Sími 544 5700 - www.polyhudun.is
fyrirtækjafánar hátíðarfánar
þjóðfána borðfána bannerar
Handverkshátíðin við Hrafnagils-
skóla verður haldinn í 24. sinn
dagana 4.–7. ágúst næstkomandi.
Á sama tíma fer fram landbún-
aðarsýning þar sem söluaðilar
og bændur munu taka höndum
saman um að kynna helstu nýj-
ungar í íslenskum landbúnaði.
Framkvæmdastjórar sýningar-
innar eru Katrín Káradóttir og
Guðný Jóhannesdóttir og lofa þær
stöllur að innan svæðisins muni öll
fjölskyldan finna eitthvað við sitt
hæfi.
Fólk úti um allt land að vinna
við spennandi verkefni
Þær segja að verkefnið leggist
gríðarlega vel í sig enda hafi hand-
verkssýningin þegar haslað sér völl
sem einn af stærri viðburðum sum-
arsins. „Það er gaman að takast á
við ný og ögrandi verkefni,“ segir
Katrín sem sjálf rekur hönnunar-
verslunina Kistu í Hofi á Akureyri.
„Ég sá þetta sem frábært tækifæri
til að rækta áfram þann áhuga sem
ég hef á öllu íslensku handverki.
Hún segir íslenska hönnuði á
undanförnum árum sótt mjög í sig
veðrið, gert frábæra hluti.
„Það verður gaman að fá að taka
þátt í að skapa sýningarglugga þar
sem hönnuðir og handverksfólk af
landinu öllu koma saman. Það er
nefnilega þannig að fólk úti um allt
land er að fást við spennandi hluti
og við hin vitum ekki einu sinni
af því.“
Góður stökkpallur
Markmiðið með sýningu eins og
Handverki segir Katrín einmitt vera
að leiða þetta fólk saman á einn
stað og líti hún á sýninguna sem
frábæran stökkpall fyrir fólk sem er
að byrja með eitthvað sniðugt eða
vill halda áfram að markaðssetja þá
vöru sem það hefur unnið að. „Það
koma að meðaltali 15–20 þúsund
gestir á sýninguna á hverju ári og
hvað er betri mælikvarði á eftirspurn
vörunnar en sá breiði hópur gesta
sem heimsækir okkur á Hrafnagil
ár hvert?“ segir Katrín.
Kynna starf nútímabóndans á
stórri landbúnaðarsýningu
Að þessu sinni mun einnig verða
stór landbúnaðarsýning á Hrafnagili
en síðast var slík sýning samhliða
Handverkinu árið 2012. „Við erum
reynslunni ríkari eftir þá sýningu
og stefnum að enn stærri og flottari
sýningu í ár þar sem áherslan verð-
ur á nútímabóndann sem rekur sitt
fyrirtæki með öllu því nýjasta og
besta sem til er í vél- og hugbúnaði,“
segir Guðný.
„Bændastéttin er í örri þróun,
hér í sveit er mikil endurnýjun og
bændur eru duglegir að nýta sér þau
tækifæri sem góð landfræðileg lega
býður upp á,“ bætir hún við og vísar
þar í Eyjafjarðarsveit. /MÞÞ
Handverk og landbúnaður verður á
glæsilegri sýningu við Hrafnagil
− lofa stórri sýningu og mikilli skemmtun í byrjun ágúst
Katrín Káradóttir og Guðný Jóhannesdóttir eru nýir framkvæmdastjórar Handverkshátíðarinnar á Hrafnagili. Sam-
hliða handverkssýningunni verður efnt til glæsilegrar landbúnaðarsýningar þar sem fjölbreytt starf nútímabóndans
verður kynnt.