Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2016 Uppl. í síma 893-8424 / set@velafl .is og á 694-3700 / gk@velafl .is M.Benz 4144 Árg 2007, ekinn 150,000km m/snjómokstursbúnaði Góð dekk. Verð 7,500,000 + vsk Scania R124 – 470 Árg 2004, 613,000km, Opticruise Retarder, vökvakerfi, dekk 60% Eurotrailer malarvagn Árg 2005, dekk 60% Pakkaverð 5,900,000 + vsk Iveco MT 180 krókeysi Árg 1997, ekinn 177,000km Góð dekk. Verð 1,500,000 + vsk Lausn á húsnæðisvanda 2x20 feta gámahús, bjart og hlýtt, rafmagn, hiti, opnanlegir gluggar allan hringinn, verð 2.250 þús. m/vsk. Uppl. í síma 820-5181. Er rafhlaðan dauð? Endurnýjum alla raflöðupakka fyrir borvélar og önnur tæki. Rafhlöður eldvarnir og fl. Sjá www.fyriralla.is Sími 899-1549 eftir kl 17 og um helgar. Til sölu Til sölu snjóplógur PSV 300 Samaz. Ónotaður, keyptur af Búvís. Uppl. í síma 845-0568. Vefstoll og rakgrind. Uppl. í síma 464-1749. Timbur 32 x 100 mm. Verð kr. 245 lm. - 10%, 38 x 100 mm. Verð kr. 295 lm. - 10%, 25 x 150 mm. Verð kr 210 lm. Öll verð með vsk. H. Hauksson ehf. Uppl. í síma 588-1130. Fjárhúsmottur verð kr. 9.350 stk. með vsk. H. Hauksson ehf., Uppl. í síma 588-1130. Nokkrar kelfdar kýr til sölu, af íslensk- um og Angus-stofni. Burðartími næsta vor. Uppl. í síma 478-1830. Case 1394 Dráttarvél með ámoksturstækjum og skóflu. Árg. 1984. Fjórhjóladrifin. Notkun 4900 tímar. Verð kr. 1.240.000,- með vsk. H. Hauksson ehf., sími 588-1130. Girðingaefni-Útsala. 5 strengja túnn- et. Verð kr. 9.800 rl. lowa gaddavír. Verð kr. 6.000 rl. Motto gaddavír. Verð 3.900 rl. Þanvír. Verð 7.600 rl. Öll verð með vsk. H. Hauksson ehf., Uppl. í síma 588-1130. Weijer hestakerrur 5 hesta. Verð kr. 2.490.000.- með vsk. H. Hauksson ehf. Uppl. í síma 588-1130. Snjótönn til sölu 3,30 á breidd, jcb festingatönn í góðu standi. Uppl. í síma 898-1114. Til sölu Toyota Yaris Active, árg. 6/2014, 1300 cc, ssk., ekinn 31 þús. Ný nagladekk + sumardekk. Uppl. í síma 863-1194. Allt silfur fyrir þjóðbúning og silki í pils og fóður, einnig skotthúfa. Mikill afsláttur. Uppl. í síma 899-6982 eftir kl. 18:00. Til sölu 300 lítra Fagor hitakútur, lítið notaður. Tilboð óskast send á vala@ lax-a.is Til sölu heyrúllur í útigang og í undir- burð. Stórar rúllur úr fastkjarnavél. Verð 4.000. Uppl. í síma 864-2584. Til sölu Vicon rúllusamstæða 1901 árg. 2006. Uppl. í sími 862-1529. Til sölu Lely Hibiscus 485 p árg. 2014, ónotuð einnra stjörnu rakstravél. Uppl. í síma 862-1529. Óska eftir Óska eftir að kaupa þeytivindu sem ég get notað fyrir garn og efni. Er rétt hjá Selfossi og get sótt á Suðurland og upp í Borgarnes. Vinsamlegast hafið samband við Hildi í síma 695- 4202 eða hildurusa@gmail.com Óska eftir eldri gerð af traktor með moksturstækjum. Uppl. í síma 846- 1293. Óska eftir iðnaðarsaumavél með göngufæti/labbfæti. Þarf að ganga fyrir venjulegu rafmagni, ekki lofti. Uppl. í síma 849-8022. Lumarðu á Mullersæfingum? Mig vantar bókina Muller æfingar hinar nýju fyrir skóla og heimili, útg. 1925. Uppl. í síma 695-3112. Sokkaprjónavél óskast til kaups. Uppl. í síma 896-4143. Kaupi allar tegundir af vínylplöt- um. Borga toppverð. Sérstaklega íslenskar. Vantar 45 snúninga íslenskar. Staðgreiði líka vínylplötu- söfn. Uppl. gefur Óli í síma 822-3710 eða á netfangið olisigur@gmail.com. Útungurarvél Óskum eftir útungunar- vél, helst 24 eggja eða stærri. Sími 862-6102 og 861-9952. Atvinna Búmaður óskast. Góðan mann sem getur unnið sjálfstætt vantar á bland- að bú á Norðausturlandi. Fjölbreytt starf. Uppl. á netfangið dollidropi23@ gmail.com Vantar starfsfólk? Nínukot aðstoð- ar við að útvega starfsfólk af EES svæðinu í landbúnað og ferðaþjón- ustu. Áratuga reynsla. Uppl. í síma 561-2700 eða sendu fyrirspurn á netfangið: ninukot@ninukot.is. Adrian Pop 29 ára karlmaður frá Rúmeníu óskar eftir atvinnu, hefur margskonar reynslu, var sjálfur með kanínubú, hefur einnig unnið við svínabú, garðyrkju, heimilisþrif , umönnun aldraða, einnig sem þjónn og uppvaskari. Nánari uppl.veitir á adipop35@yahoo.com. Tvær þýskar stúlkur, Rosi 21 árs og Alex 24 ára óska eftir húsaskjóli í skiptum fyrir vinnu í 4-6 nætur um miðjan mars. Þær eru vanar hestum. Nánari uppl. eru veittar í netfang: rosi. noe@gmx.de. Simon Cailleau 27 ára karlmaður óskar eftir landbúnaðarstarfi frá 15. febrúar í 4 mánuði. Hefur reynslu í garðyrkju og búfjárrækt. Er í góðu líkamlegu formi. Talar frönsku og ensku. Nánari uppl. á netf.; simcidc@gmail.com. 26 ára karlm. frá Tékklandi óskar eftir vinnu. Er við störf núna á mjólkurbúi á Norðurlandi til 31. maí en hefur unnið hér í 16 mán. við ýmis konar bústörf. Getur útvegað meðmæli. Sími +420734867636 eða marek- sys@hotmail.com. Raymond Rajewski 28 ára karlm. frá Póllandi óskar eftir vinnu, hefur unnið sem bifvélavirki, keyrt vörubíl og lyftara o.fl. Helst mundi hann vilja vinna á bóndabýli eða verksmiðju en er opinn fyrir öllu. Nánari uppl. er á netf.: raymon87@gmail.com Fjölhæfur maður á járn og tré óskar eftir vinnu sem "allt mulig" maður í sveit. Fæði og húsnæði þarf að vera til staðar. Er með eina hundtík með mér. Uppl. í síma 696-2731 eða svan- ur16@gmail.com Brúnegg ehf. óskar eftir að ráða rösk- an mann til útkeyrslustarfa ásamt öðrum tilfallandi störfum. Meirapróf skilyrði. Leitum að duglegum, stund- vísum, og reglusömum aðila. Uppl. sendist á brunegg@brunegg.is eða í síma 892-3042 Björn. Veiði Hörðudalsá er tveggja stanga lax- -og silungsveiðiá. Veiðisvæðið er 14 km. Veiðileyfi í Hörðudalsá eru seld í Seljalandi. Nánari upplýsingar á www. seljaland.is seljaland@seljaland.is eða síma 894-2194. Þjónusta Hársnyrtistofan Topphár, Dvergshöfða 27 Rvk. býður landsbyggðarfólk sér- staklega velkomið. Opnum kl 8. Kíktu í klippingu og kaffi. Uppl. í síma 587- 2030. Tek að mér hönnun og teiknivinnu. Frístundahús, íbúðarhús, atvinnu- hús, gistihús og hótel, landbúnað- arbyggingar, fjós og fjárhús. Vönduð vinna, góð þjónusta og gott verð. Birkir Kúld byggingafræðingur MSc - BK Hönnun - birkir@bkhonnun.is - s.865-9277. Ferð til fyrirheitna landsins (Noregs) Norges Bygdeungdomslag (NBU), systur samtök Samtaka ungra bænda (SUB), buðu öllum systursamtökum sínum á Norðurlöndunum að mæta á sum- arhátíð og aðalfund þeirra í júlí á síðastliðnu sumri. Tveir fulltrúar frá Íslandi þekktust boðið, þeir Einar Freyr Elínarson, formað- ur SUB, og Ástvaldur Lárusson, varaformaður SUB. Finnar sendu sex fulltrúa, en hinar Norðurlandaþjóðirnar mættu ekki. Helsti tilgangur ferðarinnar hjá Einari og Ástvaldi var að læra hvernig erlend hagsmunasamtök með svipuð markmið starfa á annan hátt. Einnig fóru þeir með það að mark- miði að kynnast fólki og hafa gaman. Fyrstu kynni Við áttum afar góð kynni af norsku kollegum okkar. Hvert sem við fórum mættum við mikilli vinsemd og hjálpsemi. Norðmenn virðast almennt vera mjög áhugasamir um Ísland og Íslendinga. Þegar við komum með lestinni til Drammen tók á móti okkur bílstjóri sem hafði verið skipaður í það starf af stjórn NBU. Hann keyrði með okkur klukku- stundar leið til Vikersundbakken þar sem hátíðin fór fram. Þegar við mætt- um var búið að tjalda handa okkur tjöldum og elda handa okkur mat. Við þurftum ekkert að gera sjálfir. Við vorum síðan teknir í kynnisferð um hátíðarsvæðið. Fundurinn Daginn eftir að við komum til Noregs var byrjað að halda aðalfund NBU. Þetta var tveggja daga fundur og gestir á fundinum voru margir tugir og komu frá öllum aðildarfélögum þeirra. Mikið var um umræður og voru margar ályktanir lagðar fram. Eitthvað var vart við tungumála- örðugleika og gátum við íslensku gestirnir ekki fylgst með umræðum. Þó var okkur boðið að koma í pontu til að kynna okkur og hélt Einar stutta ræðu sem var að hluta til á íslensku, eða eins og þeir kalla það „Gammel Norsk“. Hátíðarkvöldverður Að loknum fyrri fundardegi skiptu allir fundargestir um föt og fóru í sitt fínasta púss. Það sem vakti athygli okkar var að nánast allar stúlkurnar á fundinum klæddust þjóðbúning- um og var hver landshluti með sína útfærslu. Skoðunarferðin og landbúnaðurinn Við ákváðum að taka ekki þátt í seinni fundardeginum og ákváðum þess í staðinn að fara í skoðunarferð með finnska hópnum. En þau höfðu keyrt á smárútu frá Finnlandi, og því var nóg pláss fyrir okkur líka. Það var enginn búinn að skipuleggja neitt hvert við færum, þannig að við ákváðum bara að beygja til norðurs og athuga hvað yrði á vegi okkar. Við enduðum í litlum bæ sem heitir Hønefoss sem er staddur í klukku- stund norðan við Vikersund Í þessari skoðunarferð veittum við Íslendingarnir því athygli hvað byggðin var þétt á öllu svæðinu. Alls staðar mátti sjá hús við veg- inn, sem voru ýmist sveitabæir eða bara íbúðarhús. Hver einasti bær var jafn snyrtilegur og snyrtilegustu bæir á Íslandi, sem kann að vera útaf logninu þarna. Hvert sem litið var mátti sjá skóg, sem var svo þéttur að maður sá ekki skóginn fyrir trjánum. Einnig þótti okkur afar merkilegt að sjá að hver einasti auði blettur var nýttur undir kornrækt, jafnvel í þéttri byggð. Okkur sveitafólkinu langaði að vita eitthvað meira um búskap á þessu svæði, þannig að á leiðinni til baka ákváðum við að renna upp að einum sveitabæ og spyrja hvort við mættum ekki skoða okkur um. Bóndinn á bænum tók afar vel í þessa óvæntu heimsókn og sýndi okkur hvern krók og kima ásamt því að fræða okkur um allt sem viðkom hans búskap. Sumarhátíðin Skipulagningin og metnaðurinn við hátíðarhöldin þótti okkur aðdá- unarverður. Á hátíðina mættu 1.700 ungmenni hvaðanæva af landinu, og urðum við ekki varir við að móts- haldarar ættu í vandræðum. Öll gæsla og vinna í kringum hátíðina var unnin í sjálfboðavinnu og virtust allir vera tilbúnir til að leggja hönd á plóg. Samtals voru unnar tugir þús- unda vinnustundir í sjálfboðavinnu af nokkur hundruð sjálfboðaliðum sem voru bæði úr samtökunum og fólk úr byggðinni í kring. Aðbúnaðurinn á hátíðarsvæðinu var einnig til fyr- irmyndar. Tjaldsvæðið sjálft var á stórum akri sem var skipt niður milli landshlutafélaga. Til merkis um vel- megunina í Noregi, þá var undan- tekning ef hátíðargestir voru ekki í hjólhýsum. Að lokum Þessi ferð var ekki bara skemmtileg, heldur afar gagnleg. Því við teljum það afar mikilvægt að læra sem mest af reynslu annarra, þar sem okkar samtök eru afar ung. Einnig hefur SUB byggt upp tengslanet og eflt norræna samvinnu með þessu. Þetta samstarf mun halda áfram, því að í lok október koma 50 meðlimir í NBU í skoðunarferð til Íslands, sem verður í samvinnu við SUB. Svo var Ástvaldur varaformaður svo heillað- ur af landi og þjóð að hann hefur sótt um að taka eina önn af sínu háskóla- námi í Háskólanum í Osló, sem mun vonandi efla tengslin enn frekar. Íslensku fulltrúarnir, Ástvaldur Lárus- son og Einar Freyr Elínarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.