Bændablaðið - 28.01.2016, Page 12

Bændablaðið - 28.01.2016, Page 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2016 Alþingi sem eyðir dögum og vikum í umræðu um brenni- vínsfrumvarp bindindismanns- ins unga Vilhjálms Árnasonar er ekki að hugsa um þjóðarhag. Verstur er þó málflutningur þeirra þingmanna sem skrökva eða fara með rangt mál í umræðunni að ríkið tapi á ÁTVR. Mogginn skýrir frá því í vikunni að hagnaður ÁTVR hafi á síðustu 6 árum numið 7,7 milljörðum og að 7,1 milljarð- ur hafi runnið í ríkissjóð og bara á síðasta ári hafi 1,5 milljarður af hagnaði Áfengis- og tóbaksversl- unarinnar runnið til ríkisins. Það er skiljanlegt að gróðalindin Hagar vilji selja bjór og brennivín. Þótt Hagar sverji af sér samn- ingu frumvarpsins, þá vaka þeir við gufugatið og hafa örugglega skilað nefndinni jákvæðri umsögn að best sé að selja bjórinn og rauðvínið við hliðina á mjólkinni. Með því myndi hagnaður Haga margfaldast en í dag greiða þeir eigendum sínum arð sem nemur helmingnum af beingreiðslum búvörusamninganna, svo vilja þeir tollana af og frjálst flæði landbún- aðarvara hingað. Það er full ástæða að hlusta á rök Kára Stefánssonar og SÁÁ- manna að fyrirkomulagið með áfengi í sérbúðum utan matvöru- verslana er lofað og viðurkennt sem það besta í heimi af Alþjóða heilbrigðisstofnuninni ekki síst til að hlífa þeim föllnu og sjúku. Alþingi á að vísa brennivínsfrum- varpinu frá og taka að ræða brýnni mál. Er Icesave grýlan ekki dauð? „Ertu orðinn kommúnisti, Þorsteinn minn?“ Þannig spurði Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra og prófessor, eitt sinn Þorstein Pálsson, nemanda sinn, þegar hann mætti honum með alskegg sem þá var aðalsmerki vinstrimanna. Það er óskiljan- legt að Þorsteinn Pálsson skuli stinga sér í drullupollinn á eftir Steingrími J. Sigfússyni og reyna að telja okkur trú um að betra hefði verið að borga Icesave eins og sakamenn með vöxtum og vaxtavöxtum og kostnaði allt til ársins 2047 þegar hann fagnar hundrað ára afmæli sínu. Hitt er skiljanlegt að Steingrímur J. reyni að verja gerðir sínar og Jóhönnu sem reyndu í þrígang að kröfu Breta og Hollendinga að koma því yfir á íslenska erfiðisvinnu- menn að greiða skuldir gjaldþrota banka og óreiðumanna. Þetta mál lék Jóhönnu og Steingrím J grátt, þau fórnuðu heilu kjörtímabili í þessa vitlausu. Þess verður minnst meðan sól rennur að forseti Íslands vísaði málinu tvisvar í þjóðaratkvæða- greiðslu, og íslenska þjóðin hafnaði málinu tvisvar. Svo vann Ísland sinn stærsta sigur fyrir EFTA-dómstólnum að lokum þar sem það var staðfest lögfræði- lega og siðferðilega að Bretar og Hollendingar áttu enga kröfu á íslenska launamenn. Hins vegar áttu þeir rétt í gjaldþrota dánarbú Landsbankans. Svo var annað jafn vont mál eða verra sem þau og ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar Sólrúnar létu ganga yfir íslenska þjóð, það var hryðju- verkalögin eða árásin sem Bretar settu á Ísland og hékk uppi í öllum peningastofnunum í níu mánuði án alvöru viðbragða, nema forsetinn tók fast á fantinum Gordon Brown. Auðvitað mátti hvergi snerta ESB, þangað var förinni heitið og því miður mundu Vinstri grænir ekki kosningaloforðið sitt þá. Þetta er versta aðför að þjóð í Evrópu eftir stríð. Það stóð til af hálfu Breta með samþykki ESB og Bandaríkjanna að gera Ísland gjaldþrota. Þá var nú full ástæða fyrir jafn vaskan mann og Steingrímur J. Sigfússon er að syngja æsku sinnar söngva, ég hefði sungið með hástöfum þótt laglaus sé: „Ísland úr NATÓ og herinn burt.“ Breska sendiherrann hefði átt að reka úr landi. Guðni Ágústsson rithöfundur og fyrrverandi landbúnaðarráðherra: Ekki hugsað um þjóðarhag Fréttir Fyrir nokkru bauð Landgræðslan stjórn Landssamtaka sauðfjár- bænda að koma í kynnisferð til höfuðstöðva stofnunarinn- ar í Gunnarsholti og halda þar stjórnarfund. Stjórn LS þáði boðið og kom í Gunnarsholt þriðjudaginn 19. janúar. Er þetta reyndar ekki í fyrsta sinn sem sauðfjárbændur halda stjórnar- fund í Gunnarsholti. Fundurinn nú þykir samt marka nokkur tímamót í ljósi harðra skoðanaskipta sem átt hafa sér stað í fjölmiðlum á milli Landgræðslumanna og sauðfjár- bænda á liðnum misserum, m.a. á síðum Bændablaðsins. Hefur þar oft verið hátt reitt til höggs. Þar hefur Landgræðslan m.a. gagnrýnt harðlega afréttabeit á viðkvæmum svæðum, eins og í Almenningum. Að sama skapi hefur bændum þótt Landgræðslumenn oft á tíðum gera lítið úr þeirra hlut við uppgræðslu lands og rétti til land- nýtingar í samræmi við beitarþol. Hafa þessi átök og óvægin umræða leitt til mikillar kergju á báða bóga sem menn virðast nú sammála um að hafi ekki verið neinum til gagns. Stríðsaxir undir græna torfu Vel fór á með sauðfjárbændum og Landgræðslumönnum á fundin- um í Gunnarsholti og virðist sem öllum stríðsöxum hafi þar verið sópað saman undir græna torfu. Var ákveðið að stofna samráðshóp til að vinna að framgangi sam- starfsverkefna sauðfjárbænda og Landgræðslunnar. Farið yfir málin Í upphafi heimsóknarinnar kynnti landgræðslustjóri starfsemi stofn- unarinnar og sögu staðarins. Að lok- inni kynningu var haldinn samráðs- fundur þar sem farið var yfir ýmis málefni, s.s. síðustu breytingar á reglugerð um gæðastýringu í sauð- fjárframleiðslu, beitarrannsóknir og vöktun á gróðurframvindu á beit- arsvæðum. Þá var einnig rætt um viðmið sjálfbærrar landnýtingar og fleiri mál. /HKr. Sauðfjárbændur funduðu með Landgræðslufólki í Gunnarsholti: Stríðsöxum sópað undir græna torfu − ákveðið að stofna samráðshóp um samstarfsverkefni bænda og Landgræðslu Vel fór á með stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda og fulltrúum Landgræðslunnar á sameiginlegum fundi í Gunnars- holti 19. janúar síðastliðinn. Mynd / Áskell Þórisson Mótssvæðið á Hólum. Landsmót hestamanna á Hólum: Sala á tjaldstæðum með rafmagnstengingum hafin Sala á tjaldstæðum með raf- magnstengingum á Landsmóti hestamanna á Hólum 2016 er hafin. Um er að ræða afmarkaða reiti, 7x10 metra að stærð, og hverjum reit fylgir ein rafmagnsinnstunga. Allir gestir mótsins hafa aðgang að almennum tjaldstæðum mótsins, en þar verður ekki hægt að bjóða upp á rafmagnstengi. Tjaldstæðin með rafmagns- tengingum eru seld í gegnum sama sölukerfi og aðgöngumiðar á mótið, hjá tix.is og á heimasíðu Landsmóts, landsmot.is. Þar geta áhugasamir gestir keypt sér aðgang að reit sem bíður þeirra þegar á mótið verður komið. Verð fyrir þessa þjónustu verður óbreytt frá síðasta Landsmóti, kr. 17.000 fyrir afnot af tjaldstæða- reit með rafmagnstengingu á mótinu. Þetta kemur fram á heimasíðu landsmótsins. /MÞÞ Blönduósbær: Lögreglan vill auka umferðaröryggi Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hvetur Blönduósbæ til að setja bann við lausagöngu búfjár í sveitarfélaginu og að leita samninga við Vegagerðina um friðun þjóðvegar nr. 1 með girðingum og viðhaldi þeirra til að auka umferðaröryggi. Byggðaráð Blönduósbæjar tekur vel í erindið. Lögreglan á Norðurlandi vestra sendi byggðaráði bréf á dögunum þar sem þetta kemur fram. Bréfið var lagt fram og rætt á fundi byggðaráðs. Sveitarstjóra var falið að hafa samband við Vegagerðina vegna málsins og senda bréf lög- reglustjórans til kynningar í land- búnaðarnefnd Blönduósbæjar.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.