Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2016 Samkvæmt frétt ATP hafa að minnsta kosti 50 manns látist í Rússlandi í þessum mánuði vegna svínaflensu sem breiðist hratt út í landinu. Sýkingin stafar af vírus sem kallast H1N1. Heilbrigðisyfirvöld í Rostov segja að átta manns hafi látist af völdum svínaflensunnar þar á síðustu dögum og 11 hafa látist í nágrenni við Volgograd. Flensan hefur einnig tekið sinn toll í norð- urhluta Kákasus þar sem vitað er um dauða fjögurra fullorðinna og eins barns að hennar völdum og tveir liggja illa haldnir á spítala af hennar völdum austur við Úralfjöll. Auk þess sem fregnir berast af sýkingum á Krímskaga og við Svartahaf og víðar í landinu. Svínaflensufaraldurinn er ekki bundinn við Rússland því átján dauðsföll af hans völdum eru skráð í fyrrum Sovétríkinu Armeníu það sem af er þessu ári. Tilkynnt hefur verið um þrjú dauðsföll í Georgíu, 112 í Íran og þar í landi hafa yfir þúsund manns leitað á sjúkrahús vegna hugsanlegrar sýkingar frá því í nóvember á síðasta ári. Talið er að H1N1 vírusinn hafi valdið dauða tæplega tutt- ugu þúsund manna í 214 löndum á síðustu fimm árum en fyrstu alvarlegu tilfelli hans komu upp í Mexíkó og Bandaríkjunum sumar- ið 2009 samkvæmt yfirlýsingu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). /VH Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is − Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is − Auglýsingastjóri: Ásgerður María Hólmbertsdóttir amh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Frágangur fyrir prentun: Prentsnið. Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is − Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefsíða blaðsins: www.bbl.is − Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 LEIÐARINN Íslenskir bændur standa nú frammi fyrir þeirri áskorun að gera umtalsverðar breytingar á landbúnaðarkerfinu. Skoðanir eru skiptar um hugmyndir land- búnaðarráðherra og öruggt má telja að engin ein skoðun gefi hið fullkomna svar. Landbúnaðarkerfið í heild sinni hefur sætt mikilli gagnrýni, sumri málefnalegri, en allt of mikið er þó um margvíslegar fullyrðingar sem byggja á vanþekkingu. Vissulega er kerfið mannanna verk og langt frá því að vera fullkomin eða heilög smíð. Ef það er hægt að breyta því til einföldunar og hagsbóta fyrir alla, þá á að sjálfsögðu að gera það. Spurningin snýst þá bara um að ná samkomulagi um hvernig það verður gert. Þar sem íslenskir bændur eru upp til hópa skynsamt og hagsýnt fólk, þá þurfa menn ekki að efast um að góð lending náist í þeim málum. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) eru nú með mikla áskorun á bændur heimsins. Kallað er eftir nýrri hugs- un og uppstokkun í landbúnaði og viðskiptum með landbúnaðarvör- ur. Er það í takt við skýrslu sem var samin fyrir ráðstefnu SÞ 2013 um viðskipti og þróun landbúnað- ar „UNCTAD“. Á forsíðu þeirrar skýrslu stendur „Vaknið áður en það verður of seint“ og í undirfyrirsögn: „Gerið landbúnað strax raunveru- lega sjálfbæran í þágu fæðuöryggis vegna loftslagsbreytinga“. Með áskorun sinni núna vilja Sameinuðu þjóðirnar hvetja þjóðir heims til að leggja áherslu á sjálf- bærni í landbúnaði og að styrkja smábændur við að tryggja stað- bundna landbúnaðarframleiðslu í þágu fæðuöryggis. Einnig er hvatt til þess að bændur dragi úr dreifingu tilbúins áburðar og eiturefna til að koma í veg fyrir eyðileggingu á dýr- mætum jarðvegi. Þessi áskorun SÞ er ekki búin til sem eitthvert skemmtiefni. Staðan er hrikaleg víða um heim og hluti af þeirri bylgju flóttamanna sem nú flæðir yfir Evrópu er einmitt vegna bresta í matvælaframleiðslu í heima- löndum flóttafólksins. Í þróaðri löndum hefur stórframleiðsla með allri sinni efnanotkun líka skaðað jarðveg og grunnvatn svo til vand- ræða horfir. Málið er grafalvarlegt og því ættu Íslendingar miklu fremur að leggjast í málefnalega hugmyndavinnu og koma með tillögur um hvernig best megi standa að sjálfbærum landbún- aði, fremur en að sparka í bændur hvenær sem tækifæri gefst. Að sjálfsögu eiga Íslendingar að verða við áskorun Sameinuðu þjóð- anna, jafnvel þótt staðan hér sé með allt öðrum hætti en víða um heim. Íslendingar njóta í þessum efnum mikillar sérstöðu vegna framsýnn- ar ákvörðunar bænda fyrir mörgum árum um að fara eins vel með jarð- veginn og mögulegt er. Hér er ekki verið að úða eiturefnum í stórum stíl eins og víða þekkist. Hér er lyfja- notkun við framleiðslu á landbúnað- arvörum líka með því allra minnsta sem þekkist í heiminum. Íslenskir bændur eru því ekki orsakavaldar þegar kemur að ört vaxandi sýkla- lyfjaónæmi. Fyrirbæri sem nú er að verða að stærsta heilsufarsvanda- máli heimsins. Fyrir þetta mega Íslendingar sannarlega verið bænd- um sínum þakklátir. /HKr. LOKAORÐIN Matvælaverð og búvörusamningar Bændasamtökin kynntu í gær úttekt á þeim þáttum sem hafa áhrif á matvæla- verð. Umræða um þessi mál er ekki ný af nálinni, en í skýrslunni er farið yfir helstu áhrifaþætti verðlagningar á matvælum og stöðu þeirra í dag. Margt í úttekt BÍ er upprifjun á því sem áður hefur komið fram í umræðunni en e.t.v. ekki alltaf náð fram í fjölmiðl- um. Til dæmis er vitnað í nýlega skýrslu Samkeppniseftirlitsins um dagvörumark- aðinn þar sem kom fram að þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi styrkst frá árs- byrjun 2011 til 2014 hafi það ekki birst í smásöluverði. Vísbendingar eru um að álagning innlendra birgja og dagvöru- verslana á innfluttum vörum hafi hækkað og hagstæð gengisþróun ekki skilað sér til neytenda. Lækkun á ýmsum sköttum og gjöldum virðist skila sér treglega til neytenda og um það er fjallað í skýrslunni. Lægra hlutfall til matvörukaupa Bændasamtökin hafa margoft bent á þá staðreynd að verð er almennt hærra þar sem laun eru hærri. Í þeim löndum þar sem verðlag á matvöru er hvað hæst fer lægra hlutfall af útgjöldum neytenda til matvörukaupa en í þeim löndum þar sem verðlag er lægst. Á Íslandi er hlutfallið 13% en um 30% í Rúmeníu, þar sem verðlag er með því lægsta í Evrópu. Að auki eru skýr merki þess að þar sem samkeppnin er mest verji neytendur lægra hlutfalli útgjalda sinna til matvörukaupa. Aukin áhersla neytenda á góðan aðbúnað og velferð húsdýra skapar sóknarfæri fyrir íslensk- an landbúnað. Íslenskir bændur geta skapað sér samkeppnisforskot með því að tryggja að þær kröfur sem settar eru fram í nýrri löggjöf á þessu sviði séu uppfylltar. Nú þegar er Ísland fremst í flokki í Evrópu, ásamt Noregi, þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði. Á móti hefur þetta áhrif á kostnað bænda sem þýðir að þeir þurfa hærra verð fyrir sína vöru. Því er mikilvægt að allar búvörur séu merktar svo neytendur viti hvaða vörur séu til fyrirmyndar í þessum efnum. Þegar horft er til allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á verðlag matvöru til neytenda á Íslandi er ljóst að hægt er að ná betri árangri við að ná niður verðlagi. Á matvörumarkaðnum þurfa allir að fá sinn réttláta hluta af kökunni, neytendur, bændur og verslunin. Eins og staðan er núna tekur verslunin of stóran hluta til sín á kostnað neytenda og bænda og úr því þarf að bæta til dæmis með því að tryggja þarf aukna samkeppni á dagvörumarkaði. Samkeppniseftirlitið gegnir þar veigamiklu hlutverki. Staða búvörusamninga Opinber fjárframlög til landbúnaðarmála hafa lækkað verulega síðustu áratugi sem hlutfall af landsframleiðslu. Árið 1990 var opinber stuðn- ingur við landbúnað, þ.e. beinir styrkir og toll- vernd, 5% af VLF en árið 2013 var þetta hlutfall 1,1%, en meðaltalið í Evrópusambandinu var þá 0,8%. Á undanförnum áratug hefur náðst umtalsverður árangur í hagræðingu í íslensk- um landbúnaði. Þá tóku íslenskir bændur á sig aukinn kostnað vegna gengisfalls krónunnar í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 með því að halda aftur af afurðaverðshækkunum. Hlutfall beinna styrkja til landbúnaðar er um 1,8% af útgjöldum ríkisins. Með því eru skattgreiðendur að jafna starfsskilyrði íslensks landbúnaðar við önnur lönd því að eins og oft hefur komið fram eru fá lönd sem ekki hlutast neitt til um hvernig landbúnaðarframleiðsla þeirra þróast og starfar. Nú er verið að vinna að gerð búvöru- samninga til næstu ára. Fyrir liggur að samningarnir fela í sér miklar breytingar – sennilega þær mestu í „landbúnað- arkerfinu“ sl. 30 ár. Af þeim sökum er ætlunin að semja til 10 ára eða lengra en áður. Forsenda þess er að breytingarnar eru miklar. Jafnframt er gert ráð fyrir að innleiða breytingar fremur hægt á fyrri hluta samningstímans til að koma í veg fyrir kollsteypur. Ljóst er að sumir sem eiga hagsmuna að gæta, bæði bændur og aðrir, eru nokkuð uggandi yfir breytingunum, einkum að hið aukna frelsi leiði til offram- leiðslu og verðfalls. Það er dagljóst að ekki er hægt að sjá allar breytingar fyrir sem samningarnir geta valdið, enda er tilgangurinn ekki síst að leiða fram nýja sókn í landbúnaðinum. En ýmsir varnaglar eru í samningunum ef mál þróast til verri vegar. Þar er einkum um þrennt að ræða. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir endurskoðunum bæði 2019 og 2023. Þá er hægt að grípa inn í óæskilega þróun gerist þess þörf. Í öðru lagi er gert ráð fyrir heimild til að færa á milli verkefna í samningunum á hverju ári. Þannig má beina hvötum sem þar eru í annan farveg ef tilefni er til. Í þriðja lagi er ætlunin að skrifa inn rauð strik inn í samninginn varðandi þróun verðs og framleiðslu, þannig að ef þróunin verður neikvæð fram að fyrri endurskoðun þýðir það að innleiðing breytinganna verður endurmetin í heild. Í nautgriparæktarsamningi er auk þess gert ráð fyrir sérstöku úrræði til að jafnvægi framleiðsl- unnar raskist ekki úr hömlu. Inn í samningana er auk þess ætlunin að komi ný verkefni m.a. í ljósi tollasamnings sem stjórnvöld gerðu við ESB sl. haust. Ljóst er að ekki eru allir sáttir við þær breytingar sem lagðar eru til. Ályktanir hafa að hluta til verið dregnar út frá hugmyndum sem kynntar voru í lok nóvember sem sumar hafa tekið breytingu. Mestu skiptir nú að ljúka samningunum sem fyrst svo hægt sé að fara að kynna þá, og afstaða til þeirra mótist á grunni heildarmyndar- innar. Að því er unnið hörðum höndum nú. /SSS Miklar áskoranir Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 9.900 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgarar kostar 4.950 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − Lýðheilsa og svínaflensa: 50 látnir í Rússlandi vegna svínaflensu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.