Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2016
Almennt má segja að hljóðið sé
frekar þungt í kornbændum eftir
áföll síðustu ára. Sumir hafa verið
að draga saman og ætla að halda
áfram á þeirri braut í vor, en aðrir
ætla að halda sínu striki þrátt fyrir
allt.
Hafa ber í huga að skilyrði svína-
bænda eru hagstæðari en annarra
jarðræktenda að því leyti að þeir
eiga kost á rýmri framlögum í formi
ræktunarstyrkja eins og reglugerð-
ir kveða á um í dag. Þeir eiga til að
mynda kost á fullum styrk fyrir allt að
75 hektara lands, en aðrir ræktendur
eru styrktir að fullu fyrir 30 hektara
að hámarki. Aðeins minna er greitt á
hvern hektara sem er umfram þessi
stærðarmörk, en eftir sem áður njóta
svínabændur styrkja fyrir 2,5 sinnum
stærri akra en aðrir.
Sigurður Eyþórsson, fram-
kvæmdastjóri Bændasamtaka
Íslands, segir að enn sé langt í land,
í yfirstandandi samningaviðræðum
um nýjan búvörusamning, varðandi
útfærslur á nýju fyrirkomulagi jarð-
ræktarstyrkja. „Það er vilji til þess
að jarðræktarstuðningur verði efldur
í samningunum og ekki hefur verið
rætt um annað en að öll jarðrækt verði
studd með sambærilegum hætti, sama
hvaða grein menn stunda.“
Bændablaðið ræddi við nokkra
kornræktendur sem hafa talsvert
látið að sér kveða á síðustu árum og
kannaði hug þeirra.
Eymundur í Vallanesi
fékk enga uppskeru
Eymundur Magnússon í Vallanesi
á Fljótsdalshéraði hefur á síðustu
árum verið atkvæðamikill í ræktun
á byggi til manneldis, lífrænt vottað
undir vörumerkinu Móðir jörð. Hann
segir sumarið 2015 hafa verið með
eindæmum kalt og grátt á Héraði. „Í
fyrra fengum við enga uppskeru af
korni. Haustið 2014 þresktum við 100
tonn svo munurinn er dramatískur
– og þar að auki fóru um 20 tonn í
gæsirnar haustið 2014. Engir íslenskir
framleiðendur geta selt okkur í hall-
æri til að standa straum af vörulínu
okkar þannig að við urðum að kaupa
frá Danmörku.
Við erum með góðan og vaxandi
markað fyrir lífrænt ræktað bygg
til manneldis og það kemur ekki til
greina að gefast upp. Í þessari grein,
eins og reyndar í öllum búskap á
Íslandi, þurfa menn að þola áföll af
völdum ótíðar.
Það er því engin ástæða til upp-
gjafar vegna veðurfars, en vissulega
sýnir reynslan að það verða áföll af
og til. Það verður því að reikna með
því, en það verða jú áföll í öðrum
löndum líka vegna haglélja, þurrka
og annarrar ótíðar. Mikilvægt er að
bótakerfið taki tillit til þess, en það
er til mikils að vinna að hafa korn-
rækt á Íslandi til að auka fjölbreytni
í matvælaframleiðslu og til að auka
sjálfbærni í hefðbundnum búskap
þar sem menn eru annars að styðj-
ast við innflutt kjarnfóður. Auðvitað
eru hlutir eins og ágangur gæsa og
álfta eitthvað sem er mikilvægt að
leysa með auknum veiðum, bæði vor
og haust. Það má ekki binda hendur
bænda þannig að þeir geti ekki varið
sína ræktun fyrir sívaxandi ágangi
sem virðist valda því að margir eiga
erfitt með að halda úti ræktun. Það
er líka eftirsjá að þessari gómsætu
villibráð sem flýgur úr landi, full af
villtum jurtum, berjum og korni. Við
þurfum að snúa þessu vandamáli í
tekjulind með skipulögðum veiðum.
Björgvin Harðarson hefur
ræktað korn í nokkuð stórum
stíl í Gunnarsholti fyrir svína-
búið í Laxárdal í Skeiða- og
Gnúpverjahreppi, þar sem rekið er
fjölskyldubú. „Allt bygg náðist í hús
á síðasta ári, sem fuglinn tók ekki.
Veðrið skemmdi kornið ekki mikið,
aðallega var tjónið af völdum álfta og
gæsa. Sáð var í um 160 hektara bygg
og 36 hektara nepju. Um 10 hektarar
náðust ekki af nepju og verður séð
til með að ná því núna seinni part
vetrar ef viðrar. Tjón af fugli var um
30 hektarar. Akrar voru úðaðir gegn
augnflekk og illgresi og kom það vel
út. Krían stóð öll veður af sér sem ég
hef ekki séð áður.
Framtíðin er óljós, en verðlækk-
un á áburði og olíu hjálpar til. Sala
á afurðum sem aldar eru á íslensku
byggi er að aukast, til að mynda
svínakjöti, og því er nú líklegt að
haldið verði áfram með þetta en ég
hugsa að ekki verði um aukningu að
ræða. Aðalmálið er að auka uppskeru
á hektara og ná stjórn á fuglavand-
anum.
Möguleikarnir eru til staðar en
óvíst að þessi ræktun gangi í smáum
stíl. Það þarf að auka þekkingu og
almenna fagmennsku sem snýr að
ræktuninni. En eins og verð er núna
er ekki mögulegt að selja kornið á
markaði. Til að það verði hægt þarf
að auka styrkina verulega. Það er
jafnframt ljóst að það þarf að auka
þá eitthvað til að kornrækt verði
stunduð áfram. Að mínu mati koma
þá einhvers konar fjárfestingastyrkir
vel til álita.“
Samdráttur hjá
Sigurði í Birtingaholti
Sigurður Ágústsson, kúabóndi í
Birtingaholti í Hrunamannahreppi,
hefur minnkað mjög eigin kornrækt
á undanförnum árum, en vinnur þó
áfram af fullum krafti við verktöku
fyrir aðra ræktendur. „Útkoman
haustið 2015 var slök, reyndar gæða-
lega betra korn en á síðasta ári. Ég var
með korn á um 30 hektara, þreskti
um það bil 20 sem voru eftir þegar
fuglinn var búinn með sitt. Náði í hús
um 47 tonnum af þurrkuðu byggi,“
segir Sigurður og reiknar með að
minnka enn frekar við sig næsta vor.
„Þessi grein á ekki bjarta framtíð
hér þar sem álftinni fjölgar. Svo er
heimsmarkaðsverð á korni það lágt
um þessar mundir að það er nánast
ódýrara að kaupa korn en að rækta
það hér.“
Geir Gunnar segir ekki valkvætt
að draga í land
Geir Gunnar Geirsson rekur svínabú
á Melum í Melasveit og var þar með
kornrækt á um 150 hekturum síð-
asta sumar. Þetta er í þriðja skiptið
sem korn er ræktað á Melum og hafa
náttúruöflin ekki verið hliðholl Geir
Gunnari á þessum tíma. „Það var upp-
skerubrestur á síðasta ári. Aðeins um
helmingur þess sem sáð var náðist að
skera sökum veðurs. Uppskeran var
léleg sömuleiðis vegna þess hversu
seint kornið var þreskt; mikið brotið
og gríðarlega mikið af gæs og álft.
Við sáðum í 150 hektara, skárum
70–80 og uppskeran var um 1,5 tonn
á hektara.
Við komum til að halda áfram,
því hálmurinn er það sem við viljum
nota sem undirburð í framleiðslunni
okkar. Við munum hins vegar minnka
kornræktina um helming næsta vor.
Þessi grein á það sameiginlegt
með svínaræktinni að eiga undir högg
að sækja síðustu misseri af ýmsum
ástæðum. Þar sem menn hafa fjárfest
og lagt mikla vinnu í þessar búgreinar
síðustu árin, eins og kornræktina, og
jafnvel áratugi eins og svínaræktina,
þá er nú ekki valkvætt að draga í
land þó að á móti blási. Vissulega
eru framtíðarhorfur ekki góðar sem
gerir það væntanlega að verkum að
þetta kemur til með að dragast saman
en ekki leggjast með öllu af.“
Ýmsir örðugleikar
hjá Haraldi í Belgsholti
Haraldur Magnússon rekur kúabú í
Belgsholti í Melasveit og hefur um
árabil verið einn helsti kornrækt-
andinn á Vesturlandi. „Það leit ágæt-
lega út á tímabili en byggið var frekar
seint til þroska. Minni skemmdir voru
á korninu nú vegna ágangs illgresis,
miðað við í fyrra, enda þurfti ég að
úða meira af illgresiseyði.
Væta seinkaði slætti og svolítið
sló í rúllur vegna þess að ég sá ekki
fram á að komast yfir þetta svona
seint. Ég fékk þó meiri uppskeru en
síðustu tvö ár þrátt fyrir að hafa ekki
getað klárað vegna vætu. Gæs og álft
tóku restina. Ég stefni á að sá í 40
hektara í vor sem er örlítill samdráttur
– en það má segja að þetta hafi smám
saman verið að dragast saman á síð-
ustu þremur árum. Aðalástæðan fyrir
því er reyndar sú að ég er að koma
mér upp eigin sáðkorni aftur og það
tekur svolítinn tíma.“
Engin áform um samdrátt
hjá Ólafi á Þorvaldseyri
Ólafur Eggertsson er kúabóndi á
Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum og
farsæll kornræktandi til margra ára.
„Það sem hægt er að segja um korn-
ræktina á síðasta ári er að uppskera
hér var í ágætu meðallagi. Vorið var
þó heldur kaldara en oft áður.
Seinni hluta sumars var veður þó
hagstætt hvað varðar úrkomu og hita.
Kornþresking hófst 17. september en
þá gerði nokkra góða daga til þresk-
ingar, enda kornyrkið Kría nánast
fullþroskað. Haustið var blautt og
var tafsamt að ná uppskerunni í hús.
Það hafðist þrátt fyrir allt og náðist
að klára að þreskja restina síðast í
október, þrátt fyrir að hluti korn-
akranna hafi verið erfiður yfirferðar.
Þrátt fyrir mikla úrkomu stóð kornið,
lagðist ekki enda gerði aldrei veru-
lega hauststorma. Álftir og gæsir hafa
aldrei verið vandamál í kornökrunum
hér að hausti.
Allt kornið var fullþroskað við
skurð, alls 120 tonn þurrkaðs korns
af 40 hekturum. Yrkið Kría var í 2/3
hluta og Filippa í rest. Kornrækt hefur
verið stunduð hér frá 1960 og er síð-
astliðið ár heldur hlýrra en meðaltal
áranna 1961 til 1991.
Hér eru ekki áform um að draga
saman kornræktina, það koma mis-
munandi góð ár. Það ber að hafa í
huga að það hafa líka komið mjög
góð kornár og þau munu koma aftur.
Eins og er eru ytri aðstæður hagstæðar
hvað kornrækt varðar. Olíuverð hefur
lækkað verulega sem gerir jarðvinnslu
og þurrkun ódýrari. Þá hefur verð á
áburði einnig lækkað, ræktunarstyrkir
eru með sama sniði og áður. Það er
skiljanlegt að einhverjir bændur velji
það að draga saman og jafnvel hætta
í kornrækt þegar áföll verða í rækt-
uninni og mönnum finnst þeir hafi
ekkert nema kostnað af. Það verður
samt að hafa það í huga að á síðustu
árum hefur verið fjárfest nokkuð í
tækjum fyrir kornræktina sem verða
illa nýtt ef menn draga mikið saman.
Það hefur skapast aukin ræktunar-
þekking með tilkomu kornræktarinn-
ar. Nú plægja menn af fagmennsku og
ekki er sett fræ í jörð nema með sáð-
vélum. Skiptiræktun með korni hefur
bætt jarðveg til grasræktunar. Þá hefur
valsað korn til fóðurs aukið gróffóð-
urát hjá mjólkurkúm og hefur gefist
vel að blanda því í heilfóður. Hálmur
er einng verðmætur og margir þurfa á
góðum hálmi að halda til undirburðar
fyrir búpening.
Við verðum að vona að það haldi
áfram að hlýna hér á landi og það
verði hagstætt hvað ræktun varðar.
Með áratuga vinnu Jónatans
Hermanns sonar hjá Land-
búnaðarháskóla Íslands, ásamt fleir-
um sem unnið hafa að korntilraunum,
hefur kornáhuginn breiðst út og haft
mikla þýðingu fyrir þróun á nýjum
yrkjum fyrir íslenskar aðstæður. Á
næstu árum munu koma ný yrki
og þau eldri sanna sig enn betur
við okkar skilyrði. Þess vegna er
nauðsynlegt að hvergi verði slakað á
við að viðhalda þeirri þekkingu hvað
kynbætur á korni varðar í framtíð-
inni.“ /smh
Blendnar tilfinningar kornbænda eftir erfið undanfarin misseri:
Atkvæðamestu ræktendurnir virðast
flestir ætla að halda sínu striki
– flestir sammála um að leysa þurfi vandamál sem tengjast ágangi álfta og gæsa
Ólafur Eggertsson, sker korn þann 24. september 2015. Þrátt fyrir bleytu náðist allt í hús á endanum í október.
Mynd / úr einkasafni
Eymundur í Vallanesi skoðar þroska byggsins haustið 2011, sem var, eins og
síðasta ár, óhagstætt kornbóndanum á Fljótsdalshéraði. Mynd / smh
Björgvin Harðarson í Laxárdal með stóra kornsílóið í baksýn sem var reist
hús, fyrir utan það sem fór í fuglinn. Byggi var sáð í 160 hektara. Mynd / smh