Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2016
Framleiðsla Latil drátt-
arvéla hófst í Frakklandi
árið 1914 og þrátt fyrir
að þeir hafi aldrei sleg-
ið nein sölumet voru
þeir framleiddir fram á
fimmta tug síðustu aldar.
Upphaf framleiðslu
Latil má rekja aftur
til ársins 1897 þegar
Fransmaðurinn Auguste
Joseph Frederic Georges
Latil fékk einkaleyfi á
samsettum stýrisbúnaði
sem gerði framhjóladrifin
ökutæki möguleg. Ári
seinna smíðaði A. J. F. G. L. fær-
anlegan mótor sem tengja mátti við
drifskaft og knýja margar ólíkar
gerðir véla og leysti hesta af hólmi.
Því næst sneri Latil sér að fram-
leiðslu fjórhjóladrifinna flutninga-
bíla sem hægt var að stýra á öllum
hjólum.
Bretti og lyftibúnaður
Árið 1914 hannaði Latil og smíð-
aði fyrsta traktorinn undir sínu
nafni. Dráttarvélin var 20
hestöfl og þótti öðruvísi
meðal annars fyrir þær
sakir að yfir afturdekkjun-
um var bretti og að á vélinni
var lyftubúnaður sem auð-
veldaði tengingu búnaðar
eins og plógs við traktorinn.
Vinsældir Latil dráttar-
véla voru mestar á árunum
fyrir og eftir heimsstyrj-
öldina fyrri. Árið 1914
sameinaðist Latil fyrirtæki
sem hér Tourand og nafninu var
breytt í Tourand-Latin. Sameinaða
fyrirtækið hóf fljótlega framleiðslu
á farartæki sem sameinaði
afl dráttarvéla og gat um
leið verið vörubíll og líktist
reyndar meira vörubíl en
hefðbundnum traktor.
Franski herinn notaðist
einnig talsvert við þessi farar-
tæki í fyrri heimsstyrjöldinni.
Loftfyllt dekk
JTL týpan var flaggskip vél-
flota Latil á þriðja áratug 20. aldar-
innar, öflugur og fjórhjóladrifinn
vinnuþjarkur sem gekk fyrir bens-
íni og sex gírum sem gengu jafn-
hratt í báðar áttir.
Nýja hönnunin naut talsverðr-
ar velgengni og þótti henta vel til
vegavinnu og í landbúnaði.
Einn af kostum traktorsbílsins
var að dekkin á honum voru fyllt
með lofti og því ekki eins hastur
og farartæki á heilum gúmmí-
dekkjum. Tourand-Latin fyrirtæk-
ið var reyndar leiðandi á sínum
tíma í hönnun og framleiðslu á
loftfylltum dekkjum fyrir
dráttarvélar.
Auk þess að vera fram-
leiddar í Frakklandi voru
Latil dráttarvélar fram-
leiddar á Bretlandseyjum
af fyrirtæki sem hét
Shelvoke og Drewry og
Latin Industrial Vehicles
í London. Auk þess sem
Latil traktorinn var einnig fram-
leiddur í Belgíu á þriðja áratug
síðustu aldar.
Renault kaupir
framleiðsluréttinn
Þýski vélaframleiðandinn
MAN yfirtók rekstur
Tourand-Latin eftir lok
heimsstyrjaldarinnar seinni
og hóf framleiðslu á Latil
H14 TI árið 1950 sem var
með díselmótor.
Fimm árum seinna
keypti Renault framleiðslu-
réttinn á Latil en seldi hann
fljótlega aftur til fyrirtækis
Saviem sem sérhæfði sig í
framleiðslu á vélum fyrir skógar-
iðnaðinn. Savien missti fljótlega
áhugann á framleiðslu Latil drátt-
arvéla og var henni hætt skömmu
fyrir 1960. Savien var svo tekið
yfir af Brimont árið 1974. /VH
Latil – með drif á öllum
Utan úr heimi
Samkvæmt hagstofutölum
Evrópu sambandsins sem
haldið er utan um af stofnun-
inni Eurostat, ganga ríflega 22
milljónir manna um án vinnu í
Evrópusambandsríkjunum 28.
Þar af eru rúmlega 16,9 milljónir
atvinnulausar í þeim 19 ríkjum sem
hafa innleitt evruna sem gjaldmiðil.
Staðan hefur verið slæm í 15 ár og
er nú í svipuðu horfi og árið 2000.
Útilokað er að kenna efnahags-
kreppunni og hruni bankakerfisins
2008 eingöngu um stöðuna í ESB-
ríkjunum. Þegar málið er skoðað
nánar virðist atvinnuleysið eiga sér
mun dýpri og kerfislægar ástæður.
Það sem af er öldinni hefur
atvinnuleysi innan ESB-ríkjanna
verið mjög hátt og var t.d. 9,2% árið
2000 og er enn nánast það sama.
Samlegðaráhrif af samruna ríkja
inn í ESB hafa því alls ekki dugað
til að laga stöðuna á vinnumarkaðn-
um í Evrópu. Þar á bæ hafa menn nú
miklar áhyggjur af félagslegum og
efnahagslegum áhrifum langtíma
atvinnuleysis.
Atvinnuleysið náði hámarki
2013
Ástandið hefur verið nokkuð rokk-
andi samkvæmt tölum Eurostat
og náði sinni verstu stöðu árið
2013 þegar atvinnuleysið í ESB-
ríkjunum var að meðaltali um 11%.
Í nóvember 2015 var atvinnuleysið
í ESB-ríkjunum 28 áætlað 9,1%
miðað við 10,5% í sama mánuði
2014. Þá var atvinnuleysið 10,5%
í evruríkjunum 19 á móti 11,5% á
sama tíma árið áður.
Afleit staða í samanburði við
Bandaríkin og Japan
Til samanburðar mældist atvinnu-
leysið í Bandaríkjunum árið 2000
um 4% og um 5% í nóvember 2015.
Það hafði þá lækkað um 0,8 pró-
sentustig á milli ára. Virðist þetta
endurspegla nokkuð stöðu misjöfnu
gjaldmiðlanna evru og dollars.
Verulegur munur er á þessum
efnahagsblokkum hvað atvinnu-
markaðinn varðar því atvinnu-
leysi hefur minnkað jafnt og þétt í
Bandaríkjunum undanfarin fjögur
ár. Efnahagskreppan hafði greini-
lega mun meiri hlutfallsleg áhrif á
vinnumarkaðinn í Bandaríkjunum
en í Evrópu. Atvinnuleysið var þó
orðið svipað á báðum stöðum í
ársbyrjun 2009, en frá 2010 hefur
það lækkað ört í Bandaríkjunum og
mun hraðar en í ESB.
Japan hefur verið í alvarlegri
efnahagslægð í nær tvo áratugi.
Þar sprakk verðbréfabólan árið
1991. Mistök í efnahagsstjórnun í
kjölfarið ollu því að Japanir lokuð-
ust inni í skuldaklafa. Samt hefur
atvinnuleysið þar verið mun minna
en í ESB-ríkjunum 28. Var atvinnu-
leysið um 5,4% í Japan á þriðja árs-
fjórðungi 2009 og var komið í 3,5%
á fjórða ársfjórðungi 2014. Eitthvað
virðist japanska þjóðin vera að gera
rétt þrátt fyrir baráttu við gríðar-
legan skuldavanda frá fyrri árum.
Staðan verst í Grikklandi
og á Spáni
Af ESB-löndunum 28 er ástandið
langverst í Grikklandi þar sem
atvinnuleysið mældist 24% og
21% á Spáni. Staðan á Spáni hefur
þó aðeins skánað, því þar mældist
atvinnuleysið í nóvember 2014 um
23,7%.
Hrikaleg staða ungmenna undir
25 ára aldri
Staða ungmenna undir 25 ára aldri
er enn mjög alvarleg víða í ESB-
ríkjunum. Þótt heldur hafi dregið úr
atvinnuleysi þessa hóps er það samt
20% að meðaltali í ESB-löndunum
28 og 22,5% í evrulöndunum.
Í nóvember 2015 voru nærri
4,6 milljónir ungmenna í ESB-
löndunum án atvinnu. Af þeim voru
nær 3,2 milljónir atvinnulausar í
evrulöndunum.
Nær 50% ungmenna í Grikklandi
atvinnulaus
Minnst atvinnuleysi ungmenna
mældist í nóvember síðastliðnum
í Þýskalandi, eða 7%, og 9,9%
í Danmörku. Mest atvinnuleysi
ungmenna mældist þá 49,5% í
Grikklandi, 47,5% á Spáni, 45,1%
í Króatíu og 38,1% á Ítalíu.
Allt frá árinu 2000 hefur
staðan á vinnu markaði í
Evrópusambandsríkjunum ekki
verið glæsileg. Það ár voru 20
milljónir þegna í ESB atvinnulaus-
ar, eða 9,2% af vinnufæru fólki.
Var atvinnuleysið nokkuð rokkandi
næstu árin en í lok árs
2004 var það þó enn
9,2%. Hjól atvinnulífs-
ins tóku nokkurn snún-
ing í byrjun árs 2005 og
minnkaði atvinuleysið
þá talsvert og fór minnst
í 6,8% í byrjun árs 2008.
Síðan tók það að aukast
mjög hratt að nýju. Var
það komið í 9,7% um
mitt ár 2010 og var þá
það mesta sem mælst
hafði frá aldamótum.
Atvinnuleysið hélt síðan áfram að
aukast jafnt og þétt fram á fyrsta
ársfjórðung 2013 þegar það mældist
10,9%. Þá voru 26,4 milljónir manna
ráfandi um í Evrópusambandinu án
atvinnu. Aðeins fór síðan að draga
úr atvinnuleysinu sem komið var
í 9,9% í árslok 2014 og í 9,1% í
nóvember 2015.
Atvinnuleysi ungmenna fór lægst
í 15,2% árið 2007
Samkvæmt úttekt Eurostat hefur
atvinnuleysi ungmenna alltaf verið
mun meira, jafnvel yfir tvöfalt meira
en hjá þeim sem voru 25 ára eða
eldri. Minnst var það á árunum 2005
til 2007 þegar það fór niður í 15,2%.
Ekki er hægt að skella skuldinni á
stöðunni frá 2000 á efnahagshrunið
þótt atvinnustaða ungmenna hafi
tekið mikla dýfu 2008. Það jókst
hratt eftir hrun og komst mest í
23,8% að meðaltali í ESB-löndunum
28 í byrjun árs 2013. Í lok árs 2014
var það svo komið niður í 21,4%
sem er samt hrikaleg staða.
Tekið er fram í úttekt Eurostat að
langtímaatvinnuleysi valdi þeim sem
móta stefnuna innan ESB miklum
áhyggjum. Fyrir utan efnahagslegu
áhrifin hafi þetta neikvæð langtímaá-
hrif félagslega, sem komi til með að
hindra efnahagsvöxt í framtíðinni.
Munur á atvinnuleysi kynjanna
að jafnast út
Allt frá aldamótum hefur atvinnu-
leysi kvenna oftast mælst talsvert
meira en karla eða sem nemur um
1,5 prósentustigum. Dregið hefur
saman í hlutfallslegu atvinnuleysi
kvenna og karla á allra síðustu árum
og var munurinn kominn niður í
0,3% í árslok 2014.
Mikill órói er nú í löndum ESB
vegna stríðs straums flóttamanna
frá Mið-Austurlöndum og Afríku.
Hvaða áhrif það hefur á hlutfallslegt
atvinnuleysi skal ósagt látið, enda
tekur Eurostat ekki afstöðu til þess
í sínum tölum.
Til fróðleiks má geta þess að frá
2011 hefur atvinnuleysi á evrulausu
Íslandi fallið úr 7,8% í 3,5%, sam-
kvæmt tölum Hagstofu Íslands og
ASÍ. Íslensk stjórnvöld, með sína
„vonlausu“ krónu að margra mati,
hafa því af einhverjum ástæðum
verið að ná mun betri árangri en
kerfiskörlunum sem sitja við stjórn-
ina í Brussel. /HKr.
Nýjustu tölur Eurostat um stöðuna á vinnumarkaði:
Efnahagskerfi ESB-ríkjanna gengur illa
að komast niður fyrir 9% atvinnuleysi
– svipuð staða nú og fyrir 15 árum og öll árin hefur atvinnuleysi verið mikið