Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2016 Um allt land er að finna þjóð- sögur um huldufólk, drauga, forynjur og tröll. Í sögunum er stundum fjallað um tilurð þessara kynjavera. Grímsnes- og Grafnings- hreppur í Árnessýslu er þar engin undantekning. Hreppurinn liggur meðfram vestanverðu Þingvallavatni og Sogi ofan að Ingólfsfjalli. Að vestan liggur Mosfellsheiði að Grafningi. Nesjaey og Sandey í Þingvallavatni tilheyra hreppn- um og er landslag í honum fjölbreytt; gróskumiklir skógar, grónar sveitir og fjölmörg vötn og lækir. Falleg sveit. Í hreppnum er mikið um sumarbústaði, landið er gróið og skiptast á mýrar, móar, vellir og kjarr enda skýlt fyrir norðanátt. Einu sinni var stúlka sem hét Jórunn og var dóttir bónda sem bjó einhvers staðar í Flóanum. Þegar Jóra var ung þótti hún gríðarlega skapmikil en efni- leg. Eitt sinn var haldið hestaat skammt frá bæ föður hennar og átti faðir Jórunnar annan hestinn sem hún hafði mikið við. Þegar hesturinn fór halloka í viðureign- inni var Jórunn svo æf og galin að hún óð að hinum hestinum sem vann atið og gerði sér lítið fyrir og reif undan honum annað lærið. Hljóp hún síðan sem leið lá upp að Ölfusá hjá Laxfossi og reif þar upp stórt bjarg og henti því út í miðja ána. Síðan hljóp hún yfir á stillum þessum og mælti um leið: „Mátulegt er meyjarstig; mál mun vera að gifta sig.“ Heitir þar síðan Tröll- konuhlaup, aðrir segja Jóruhlaup. Þaðan hélt hún upp allan Ölfus austan við Ingólfsfjall þar til hún kom að gili sem gengur vestur úr Grafningi og áfram þar til hún nam staðar uppi í Hengli þar sem nú heitir Jórukleif og settist að í Jóruhelli. Þegar Jóra hafði komið sér fyrir í hellinum hafði hún það fyrir sið að ganga á tind einn í Henglafjöllum og sitja þar og horfa yfir og gæta að ferðamönnum. Sæti hennar nefnist Jórusöðull. Sagan segir að hún hafi rænt ferðamönnum sem fóru Grafning vestan við Þingvallavatn og norð- an við Dyraveg norðan undir Henglinum. Jóra var ekkert að hika við heldur drap ferðamenn- ina og át efir að hún var búin með lærið af hestinum. Kvað svo rammt að þessu um tíma að hún eyddi allri byggð í kringum sig og vegir lögðust af. Nú voru góð ráð dýr og enginn treysti sér til að ráða niðurlögum Jóru. Um svipað leyti var ungur maður í Noregi sem var á leið til Íslands og þurfti hann að fara um yfirráða- svæði Jóru eftir að hann kom til Íslands. Ungi maðurinn gekk því á fund konungs og bað hann ráða. Konungurinn sagði honum að koma að Jóru um sólarupp- rás á hvítasunnumorgni. „Muntu koma að henni sofandi og mun hún liggja á grúfu,“ konungur rétti unga manninum öxi að gjöf, „og skaltu höggva á milli herðablaðanna.“ Konungurinn sagði að Jóra mundi vakna við sársaukann, snúa sér að honum og segja: „Hendurnar fastar við skaftið.“ Ungi maðurinn átti þá að svara: „Fari þá öxin fram af.“ Átti þá Jóra að velta sér niður í vatn sem var þar skammt frá með axarblaðið á milli herðanna. Að sögn konungs áttu Íslendingar að velja sér þingstað þar sem axarblaðið ræki upp. Rættist spá konungs og axar- blaðið rak upp í Öxará þar sem alþingi var sett. /VH Jóra í Jórukleif STEKKUR UMHVERFISMÁL&LANDBÚNAÐUR Ari Trausti Guðmundsson Jarðfræðingur og rithöfundur I Er hagkvæmni einfalt hugtak? Hvað felst í því? Sem flestar krónur í annan vasann fyrir sem fæstar úr hinum? Það kann að vera næst sanni fyrir einstakling sem hefur fjárráð og stýrir heimili. Þegar kemur að fyrirtækjum, sveitarfélög- um, stofnunum og ríkissjóði víkkar sjónarhornið. Eða hefur ákvörðun um hagkvæmni í reikningshaldinu ekki samfélagsáhrif eða áhrif á umhverfið? Hagur heildarinnar hefur áhrif á hag einstaklinganna sem mynda hana og öfugt. Hafi ákvörðun um hagkvæman rekstur hagræn áhrif á umhverfið (t.d. veg/ vegi eða þokkalega laxveiðiá eða loftið sem við öndum að okkur) lendir sá kostnaður (eða hagnað- ur) að lokum á fleiri en umræddan rekstraraðila. Af þessum sökum hafa sumir hagfræðingar tekið til við að víkka út hugtakið hagkvæmni, eða öllu heldur skilgreina tvenns eða þrenns konar hagkvæmni. II Af hverju ætli ekki sé hag-kvæmast fyrir Íslendinga að reka 100 fjárbú, 50 kúabú og tvö sláturhús og eina afurðastöð fyrir mjólkurvörur og aðra fyrir kjöt- vörur? Vissulega fáránleg spurning en hún setur samt umræðuefnið í sterkt ljós: Fjölmargir aðilar móta hverju sinni hve langt skal ganga í samþjöppun býla og fyrirtækja í landbúnaði. Hve vel ákvarðanir eru ígrundaðar, hve vítt er leitað álits hverju sinni og hvaða hugmyndir liggja að baki er frumskógur sem erfitt er að átta sig í. Að minnsta kosti fyrir flesta neytendur, jafnvel margan bóndann. Dreifing, sem and- staða við stöðuga samþjöppun, hefur margt í för með sér: Sennilega hærri tilkostnað innan greinarinnar en ella en um leið aukna fjölbreytni, styttri flutningsleiðir og minni samgöng- ur, meiri nánd neytenda við fram- leiðendurna (betri skilning þeirra á búskap?) og góða fagmennsku heilt yfir af því að menn hafa persónu- tengsl við sitt bú en framleiðslu- einingin er ekki eins og hver önnur verksmiðja. Svo má meta til fjár, og kanna hagkvæmni þess, að hafa sem flest héruð í byggð, dreifa álagi á ýmsar auðlindir og nýta þær sem eru réttilega yrktar í sínu sjálfbæra umhverfi og jákvæða menningar- landslagi. III Tómatar eru sannanlega holl, mikilvæg, og vinsæl vara. Allt sem hér þarf af ólíkum tegundum þeirra er hægt að flytja inn en það er ekki gert. Þess í stað hefur þróast hér öflug framleiðsla vegna séraðstæðna og má telja hana ýmist lífræna ræktun með öllu eða nálægt því. Framleiðslan er töluvert dreifð og gróðurstöðvarnar víðast hvar forvitnileg blanda af tækni og vinnu mannshandar. Sumar þeirra verða meira en gróðurstöðvar. Ýmiss konar lífvænleg starfsemi fer þar fram, t.d. í ferðaþjónustu. Rétt eins og með margan annan útlenskan jarðargróður er lafhægt að anna allri innanlandsþörfinni með fleiri jarðvarmafyrirtækjum. Risastórt tómataræktarver hentar til útflutnings að ýmsum skilyrðum uppfylltum en væri í raun afturför, ef því væri ætlað að leysa sem flestar þeirra minni af hólmi. Ég tel þessa hugmyndafræði alla eiga við flestar búgreinar en veit um leið að sum bú eða fyrirtæki megi stækka. Að öllu samanlögðu er dreifing í landbúnaði oftar hagkvæmari en samþjöppun. IV Svokölluð Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna hafa verið leyst af hólmi með nýjum markmiðum. Þau nefnast Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun og gilda til 2030, alls 17 markmið. Þeirra á meðal eru þessi: • Stuðla að viðvarandi sjálfbær- um hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifær- um fyrir alla • Byggja upp sterka innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu fyrir alla og hlúa að nýsköpun • Tryggja sjálfbæra neyslu og framleiðslumynstur Þarna kemur fyrir hugtakið sjálfbær hagvöxtur og augljóst að Sameinuðu þjóðirnar horfa til breiðs skilnings á því. Það á að gilda í öllum greinum matvælaframleiðslu á Íslandi. Annað er óskynsamlegt. V Sem neytandi hef ég lengi undrast hvernig samþjöpppun í mjólkuriðnaði hefur smám saman fjarlægst skynsamleg viðmið. Lengst af notaði ég ekki nein sér- stök hugtök yfir þau en má ekki einmitt nota sjálfbæran hagvöxt eða arðbær atvinnutækifæri eða sjálf- bæra iðnvæðingu? Eflaust mætti líka ræða hagkvæmnina í ljósi sjálf- bærni og loftslagsmarkmiða. Hvað sem öllu líður er ný breyta komin til sögu: Áhugi neytenda á fjölbreytt- um mjólkurvörum, áhugi þeirra á minni umbúðanotkun, áhugi á upp- runa vara og áhugi á vörum með sem minnstum íblöndunarefnum og sem lífrænustum uppruna. Hann vex en minnkar ekki og þar inn í spilar áhugi á heilbrigðum lífsstíl og andóf gegn vaxandi „velferðar- sjúkdómum“, t.d. offitu, sykursýki 2 og ofnæmi. Vissulega er ekkert af þessu orðið að megintilhneigingu en ég spái því að svo fari. Ekki má svo gleyma auknum áhuga á velferð dýra í landbúnaði. Greitt verð fyrir vöru við kaup verður æ oftar ekki einrátt við vali á henni, heldur miklu heildrænna viðmið. Ný fyrirtæki hafa haslað sér völl í samkeppni við risana tvo á mjólkumarkaðin- um, meira að segja í ferli kæru- mála. Ekki þekki ég innviði stóru fyrirtækjanna, hagsmunatengsl við framleiðendur og aðra, eða grunn- stefið í stefnunni. Ég hvet bændur og búalið, forsvarsmenn stóru fyr- irtækjanna og þeirra minni engu að síður að endurskoða framvinduna. Það sama á við um flesta ef ekki alla aðra framleiðslugeira landbún- aðarvara. Ástand og eðli lands – val á búgreinum − 9. grein Mynd / HKr. NORA, pels sem er alfarið hann- aður og framleiddur hér á landi úr íslenskum gærum, er kominn í sölu á Epal og á heimasíðu NORA, www.nora.is. NORA-pelsinn er framleiddur úr íslenskum gærum, sem eru sútaðar í Loðskinni á Sauðárkróki. Ingibjörg Finnbogadóttir hannar pelsana og þeir eru saumaðir á verkstæði NORU í Bygggörðum á Seltjarnarnesi. Fyrsti hluti framleiðslunnar, sem er eingöngu hvítir pelsar, var fram- leiddur úr gærum frá Norðlenska sem styrkti framleiðsluna. Næsta skref er svo að bæta við fleiri litum og sniðum. Hugmyndin á bakvið NORA er að endurvekja velgengni íslenska lambapelsins, sem var vinsæl flík hér á landi fyrir nokkrum áratugum. Einnig er horft til þess að auka verð- mæti íslenskra gæra með því að gera eftirsóknarverða flík úr þessu góða og hlýja hráefni. Stofnendur NORA eru Ingibjörg Finnbogadóttir, fatahönnuður og við- skiptafræðingur og Dögg Hjaltalín viðskiptafræðingur. Íslenski lambapelsinn NORA kominn í sölu Ingibjörg Finnbogadóttir, fatahönnuður og viðskiptafræðingur og Dögg Hjaltalín viðskiptafræðingur við rekka af lambapelsinum NORA. NORA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.