Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2016
Fréttir
Hveragerði:
Dýrin í Hálsaskógi
Leikfélag Hveragerðis æfir nú af
kappi leikritið Dýrin í Hálsaskógi
í leikstjórn Maríu Pálsdóttur.
Áætlað er að frumsýna 20. febr-
úar.
Leikarar eru rúmlega 20 sem
eru á ýmsum aldri, reyndir í bland
við aðra sem eru að stíga sín fyrstu
skref á sviðinu. Mikka ref og Lilla
klifurmús leika nú í þriðja sinn þeir
Hjörtur Benediktsson og Steindór
Gestsson sem sjást þarna í fullum
skrúða á myndinni. Tuttugu og sex
ár eru síðan þeir léku þessi hlutverk
fyrst. Guðmundur Eiríksson annast
píanóleik. „Aðrir sem að þessari
vinnu koma, eins og sviðsmynd,
búningasaum, andlitsmálun og fleira
eru hátt í 20 manns.
Þegar nær dregur verður hægt
að fylgjast með gangi mála, bæði
með myndum og í texta á fésbókar-
síðu Leikfélags Hveragerðis,“ segir
Hjörtur. /MHH
Hjörtur og Steindór eru hér í þriðja
sinn í hlutverk Mikka refs og Lilla
klifurmús í uppfærslu leikfélagsins
á þessu bráðskemmtilega barnalei-
kriti.
Veittir eru styrkir til uppsetn-
ingar á lýsingarbúnaði samkvæmt
aðlögunarsamningi um starfsskil-
yrði framleiðenda garðyrkju-
afurða og reglugerð nr. 1222/2015,
VIÐAUKA I, Verklagsreglur um
úthlutun styrkja vegna uppsetn-
ingar á lýsingarbúnaði.
Rafrænar umsóknir skal fylla
út á Bændatorginu (www.bondi.is)
eigi síðar en 1. mars 2016. Rafrænt
umsóknarform og reglugerð er að
finna á Bændatorginu. Nánari upp-
lýsingar veitir Ásdís Kristinsdóttir
í síma 530 4800 og á asdis.kristins-
dottir@mast.is
Aðeins er tekið á móti rafrænum
umsóknum í gegnum Bændatorgið.
Vatnsveitur á lögbýlum
Veittir eru styrkir úr jöfnunarsjóði
sveitarfélaga til að leggja vatnsveitu
að einstökum bæjum í dreifbýli
samkvæmt reglugerð nr. 973/2000
með síðari breytingum.
Rafrænar umsóknir skal fylla út
á Bændatorginu (www.bondi.is) eigi
síðar en 1. mars 2016. Með umsókn
skal fylgja staðfest kostnaðar- og
framkvæmdaáætlun.
Rafrænt umsóknarform og reglu-
gerð er að finna á Bændatorginu.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún S.
Sigurjónsdóttir í síma 530 4800 og
á gudrun.sigurjonsdottir@mast.is
Aðeins er tekið á móti rafrænum
umsóknum í gegnum Bændatorgið.
Styrkir til frumbýlinga í
sauðfjárrækt
Hér með er auglýst eftir umsókn-
um um styrki til frumbýlinga í
sauðfjárrækt samkvæmt ákvæð-
um núgildandi sauðfjársamn-
ings og reglugerð nr. 1221/2015,
VIÐAUKA IV, Verklagsreglur um
úthlutun bústofnskaupastyrkja til
frumbýlinga.
Rafrænar umsóknir skal fylla
út á Bændatorginu (www.bondi.
is) eigi síðar en 1. mars 2016.
Rafrænt umsóknarform og reglu-
gerð er að finna á Bændatorginu.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún
S. Sigurjónsdóttir í síma 530 4800
og á gudrun.sigurjonsdottir@mast.
is
Aðeins er tekið á móti umsókn-
um í gegnum Bændatorgið.
Orðsending til garðyrkjubænda
vegna beingreiðslna
Ný reglugerð nr. 1222/2015 um
beingreiðslur í garðyrkju fyrir
árið 2016 hefur tekið gildi. Þeir
sem hafa hug á að þiggja bein-
greiðslur á árinu 2016 þurfa að
skila inn umsókn og/eða áætlun til
Matvælastofnunar, skrifstofu bún-
aðarmála, fyrir 15. febrúar 2016 þar
sem fram kemur flatarmál gróður-
húsa, sem ætlað er til framleiðslu
fyrir hverja tegund svo og áætluð
framleiðsla af hverri tegund á árinu
2016.
Framleiðendur sem hlotið hafa
beingreiðslur á árinu 2015 skulu
senda heildaruppgjör fyrir árið
staðfest af löggiltum endurskoð-
anda til Matvælastofnunar, skrif-
stofu búnaðarmála fyrir 10. febrúar
2016.
Nánari upplýsingar veitir Ásdís
Kristinsdóttir í síma 530 4912 og á
asdis.kristinsdottir@mast.is
MAST – Búnaðarmálaskrifstofa:
Tilkynningar til bænda
Markaðssetning áburðar:
Hrein efni eða sýrlingar (oxíð)
Nú eru áburðarsalar á fullu við að
selja vörur sínar. Þá vakna spurn-
ingar um söluaðferðir og hvernig
kynna má áburðinn. Sérstök vafa-
mál þar er hvernig efnainnihald er
kynnt fyrir kaupendum.
Þar er einkum villandi á hvaða
formi efnainnihald áburðarins er
gefið upp, hvort það er gefið upp sem
hrein efni eða sýrlingar (oxíð). Það
skiptir öllu máli þegar bóndi áætlar
áburðarþörf til sinnar ræktunar.
Í 6. gr. reglugerðar 630/2007
sem innleiddi áburðarreglugerð
ESB kemur fram að heimilt er að
nota bæði hlutföll hreinnna efna og
sýrlinga í kynningum og merkingum
á áburði. Eina efnið sem er alltaf
gefið upp sem hreint efni er köfn-
unarefni (N). Seljanda er skylt að
greina frá hvort kynningar á efna-
innihaldi áburðar miðast við hrein
efni eða sýrlinga. Hér verða gefnar
þær reikniformúlur þegar hrein efni
eru reiknuð frá sýrlingum:
1. Fosfór (P) = Fosfórpentoxíð
(P2O5) x 0,436
2. Kalí (K) = Kalíoxíð (K2O)
x = 0,83
3. Kalsíum (Ca) = Kalsíumoxíð
(CaO) x 0.175
4. Magnesíum (Mg) = Magnesíum
oxíð (MgO) x 0,603
5. Natríum (Na) = Natríumoxíð
(Na2O) x 0,742
6.Brennisteinn (S) = Brennisteins
þríoxíoð (SO3) x 0,400
Þannig að sé gefið upp innihald
fyrir fosfórpentoxíð (P2O5) 10%
er hlutfall hreins fosfórs P 4,36%
í áburðinum og sé kalíoxíð (K2O)
gefið upp 10% í áburðinum er hlut-
fall hreins kalís 8,3% í áburðinum.
Valgeir Bjarnason,
fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun
Hægt er að reisa litlar vatnsaflsvirkjanir víða hér á landi:
Skúfnavatnavirkjun við Djúp
hefur verið í skoðun í 68 ár
− möguleiki á 8,5 megawatta virkjun sem skilaði 60 gígawattstunda orku
Hugmynd að Skúfnavatnavirkjun
og virkjun Þverár á Langadals-
strönd, nokkru utan við Rauða-
mýri í Ísafjarðardjúpi, er búin að
vera í deiglunni í nær 70 ár.
Er þetta ein af mörgum smá-
virkjanakostum á Vestfjörðum
sem verið er að skoða í dag. Í
síðasta Bændablaði var greint
frá áhuga tveggja bræðra frá
Bakkafirði á að gera svokallaða
Austurgilsvirkjun í Skjaldfannardal
við Djúp. Þar er verið að tala um
allt að 35 megawatta virkjun. Þá
er 55 megawatta Hvalárvirkjun
í Ófeigsfirði á Ströndum í rann-
sóknarferli. Eins var þar greint frá
framangreindri virkjun Skúfnavatna,
en að vísu var þar ranghermt að hún
héti „Skúfnadalsvirkjun“.
Indriði Aðalsteinsson, bóndi
í Skjaldfannardal, segir að virkj-
un Þverár og Skúfnavatnanna þar
fyrir ofan sé búin að vera mjög
lengi á hugmyndastigi. Þetta hafi
þó farið frekar hljótt, en hann segir
að Skúfnavötn séu í nokkuð mikilli
hæð. Þá hafi hann líka heyrt hug-
myndir um að ekki þyrfti að grafa
nema 18 metra djúpan skurð til að
veita vatninu norður í Hvalárvirkjun
á Ströndum. Reyndar munu, sam-
kvæmt athugun Bændablaðsins, vera
um 68 ár frá því farið var að skoða
þennan virkjunarkost í alvöru.
Rætt um 8,5 MW virkjun
Í núverandi hugmyndum í forathug-
un Orkustofnunar er miðað við að
vatni verði veitt úr Hvannadalsá og
Austurmannagili yfir í Þverá. Virkjað
er fall úr 412 metrum yfir sjó niður í
75 metra yfir sjó. Gerð er áætlun um
8,5 (MW) virkjun sem framleiddi um
60 GWh af orku á ári.
Þverá yrði stífluð neðan
Skúfnavatna og myndast 24,5
gígalítra miðlun sem einnig yrði inn-
takslón virkjunar. Þaðan er virkjað í
einu þrepi niður í Hvannadal með um
900 metra löngum aðrennslisskurði
og 1400 metra niðurgrafinni pípu,
að stöðvarhúsi sem staðsett yrði í
Rauðamýrarfjalli. Frá því myndu svo
liggja 600 metra löng frárennslis-
göng með útrás í Hvannadalsá.
Stofnkostnaður á orkueiningu
er í skýrslunni sagður vera um 42
kr/kWh/a (verðlag janúar 2001).
Fyrirkomulagi virkjunar er lýst
ásamt kostnaðaryfirliti helstu verk-
þátta og fjallað er lauslega um stað-
hætti, jarðfræði og umhverfismál.
Stofnkostnaður án virkisaukaskatts
á verðlagi 2007 var áætlaður rúmir
3,4 milljarðar króna.
Forathugun gerð 2006
Í rammaáætlun um nýtingu
vatnsorku og jarðvarma er að
finna forathugun Orkustofnunar
á Skúfnavatnavirkjun. Var þessi
athugun framkvæmd af Almennu
verkfræðistofunni hf. samkvæmt
samningi sem gerður var á vordög-
um 2006.
Fyrstu hugmyndir um
Skúfnavatnavirkjun frá 1948
Í skýrslu um málið kemur fram
að hugmyndir um virkjun Þverár
úr Skúfnavötnum séu ekki nýjar
af nálinni. Þegar á 5. áratug síð-
ustu aldar var hafist handa við að
kortleggja umhverfi Skúfnavatna,
langsnið mögulegrar pípulínu
landmælt og vatnsmælingar
settar í gang árið 1948. Loftur
Þorsteinsson, þá verkfræðingur
hjá Raforkumálastjóra, gerði drög
að áætlun um Skúfnavatnavirkjun
árið 1952. Síriti var svo settur upp
árið 1966.
Árið 1974 kom hugmynd um 10
megawatta virkjun
Tveimur áratugum síðar var blás-
ið nýju lífi í Skúfnavatnavirkjun
þegar Rafmagnsveitur ríkisins
fólu Almennu verkfræðistofunni
að kanna aftur virkjunaraðstæður
og var farin nokkurra daga ferð
á virkjunarsvæðið og mælingar
framkvæmdar á lónstæði, stíflu-
stæðum og pípulínu. Skrifuð var
stutt skýrsla haustið 1974 um niður-
stöðu athugana. Þar kom fram að
virkja mætti Þverá með 18 gígalítra
(GL) miðlun í Skúfnavötnum,
Austurmannagilsveitu og Hvanna-
dalsárveitu í 10 megawatta (MW)
orkuveri með 64 gígawattstunda
(GWh) orkuvinnslugetu á ári.
Allar þessar tölur voru þó gerðar
með fyrirvara um frekari gagnaöfl-
un. Stofnkostnaður var metinn 810
milljónir króna á verðlagi 1974 en
tekið fram að matið væri óábyggi-
legt vegna ófullnægjandi upplýs-
inga um efnisnámur o.fl.
Í framhaldinu fólu Rafmagns-
veitur ríkisins Almennu verk-
fræðistofunni að gera kostnaðar- og
hagkvæmnisathugun og voru niður-
stöður birtar í skýrslu í júlí 1976.
RARIK talar um 20 megawatta
virkjun 1976
Í tilhöguninni er gert ráð fyrir 840
m löngum aðrennslisgöngum og
2275 m langri stálþrýstipípu niður
hlíðina í Hvannadal þar sem stöðv-
arhús er fyrirhugað. Gert var ráð
fyrir að veita Austurmannagili og
Hvannadalsá yfir til Þverár og stærð
miðlunar í Skúfnavötnum 50 Gl.
Virkjað rennsli var ráðgert 7,8 m3/s
og uppsett afl 20 MW. Orkugeta
Skúfnavatnavirkjunar var áætluð
frá 75 GWh/ári til 95 GWh/ári eftir
því hvort virkjunin væri tengd við
landskerfið eður ei. Stofnkostnaður
var áætlaður 4.360 milljónir króna
miðað við verðlag í apríl 1976.
Orkustofnun endurreiknar
dæmið í 16 megawött árið 1988
Árið 1988 endurskoðaði og endur-
reiknaði Orkustofnun virkjanahug-
myndir á Vestfjörðum og byggði
niðurstöður sínar á orkulíkani
Orkustofnunar og verðlagi í des-
ember 1987. Áætlunin tók fyrir
Skúfnavatnavirkjun og gerði ráð
fyrir 16 MW virkjun sem fram-
leiddi um 85 GWh af orku á ári.
Stofnkostnaður á orkueiningu var
16,6 kr/kWh/a. Fyrirkomulag virkj-
unar gerði ráð fyrir að Þverá væri
stífluð rétt neðan við Skúfnavötn
og veitu Hvannadalsár.
Greinilegt er af þessum athug-
unum að virkjun Skúfnavatna
þykir vel mögulegur kostur til
raforkuframleiðslu. Sumar af
fyrri hugmyndum um allt að 20
megawatta virkjun þykja þó vart
raunhæfar. /HKr.
Hugmynd af virkjun Skúfnavatna við suðaustanvert Ísafjarðardjúp hefur verið lengi í skoðun.