Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2016 Viðvörunarljós blikka nú um allan heim vegna stöðunnar á fjármálamörkuðum og fólki er ráðlagt að losa sig við öll sín verðbréf sé þess einhver kostur. Olíuverð hefur ekki verið lægra í áraraðir og hægagangur víða í hagkerfum heimsins. Þá fer hagvöxtur og framleiðni ört dvínandi í Kína, öðru stærsta hagkerfi heims, og víðar er hag- vöxtur undir væntingum. Enn á ný eru að koma fram staðfestingar á því að fjármálakerfi heimsins gengur hreinlega ekki upp. Það er greinilega ekki að virka, nema fyrir þá sem eru á toppi píramídans. Kallað er eftir því að ríkisstjórn- ir heimsins bregðist við. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, segir að fjár- málakerfi heimsins verði áfram brothætt. Styttra á milli kollsteypa Stöðugt verður styttra á milli efna- hagsáfalla sem skapast af óstjórn- legum tilfærslum auðs í formi vaxta án rauninnistæðu til tiltölu- lega fámenns hóps ofurríkra. Þessir vextir, sem eru í raun ekkert nema loft, eru skuldfærðir á almenning og krafa gerð um að sá sami almenn- ingur greiði hinum ofurríku brús- ann með raunverðmætum í formi vinnuframlags eða með framleidd- um vörum. Til viðbótar vaxtakröfu hafa menn búið til alls konar fjár- málavafninga sem ekkert er á bak við nema blekkingar. Íslenskir bankar með frí spil Sem dæmi um furðulegheitin þá er íslenskum bönkum enn leyft að búa til rafræna peninga til útlána að eigin geðþótta án þess að þeir peningar séu til í raunveruleikanum. Í stað þess að Seðlabankinn hafi umsjón með öllum peningum sem settir eru í umferð og útdeili þeim, þá er bönk- um nánast gefið frítt spil við útgáfu rafrænnar ímyndaðrar myntar. Þeir þurfa því ekki að kaupa eða fá pen- inga að láni hjá Seðlabankanum og skila af því eðlilegu afgjaldi. Heldur hirða þeir allan afraksturinn af ávöxtun þessara platpeninga sem í upphafi eru ekki ávísun á nokkur einustu raunverðmæti eins og alvöru peningum er ætlað að vera. Til að kóróna þetta er bönkum svo heimilt að taka ofurvexti af öllum slíkum lánum og verðtryggja svo allt saman 100% á kostnað lántakenda. Allt eins mætti segja að með útgáfu rafrænna peninga séu bank- arnir að taka framtíðareign við- skiptavina sinna að láni hjá við- skiptavinum sjálfum og innheimta síðan af þeim væntanlegu eignum vexti. Svo undrast pólitíkusar fárán- legar hagnaðartölur íslensku bank- anna og að slík rafpeningaútgáfa geti valdið skekkju, óvissu og óstjórn í hagkerfinu. Samt hefur löggjafarvaldið á Alþingi í hendi sér að breyta þessu. Hinir ríku verða enn ríkari Með því fjármálakerfi sem nú er við lýði er búið að flytja eignir 99% jarðarbúa (6.930.000.000) til hins ofurríka eins prósents, sem telur þá væntanlega um 70 milljónir manna. Samkvæmt skýrslu Oxfam eiga 62 einstaklingar nú meiri eignir en helmingur jarðarbúa. Það sem meira er, að á árunum 2010 til 2015 jukust eignir hinna 62 ríkustu einstakling- anna um 500 milljarða dollara, en eignir hinna 50% fátækustu jarðar- búanna rýrnuðu á sama tíma um 41%. Samkvæmt gögnum Credit Suisse hefur þessi eignaupptaka eins prósentsins verið að aukast hröð- um skrefum frá því fyrsta skýrslan kom út um það á árinu 2000. Kallar Oxfam eftir aðgerðum ríkisstjórna til að snúa þessari þróun við. Sumir í hópi hinna ofurríku eru farnir að gera sér grein fyrir afleiðingunum. Bill Gates hefur t.d. verið að ausa úr sínum sjóðum til velferðarmála, enda óttast hann að illa geti farið. Spurningin er bara hvenær kemur að þeim þolmörkum að almenningur verði búinn að fá nóg. Óbeinir samfélagsþættir geta hæglega flýtt þeim tímamörkum, eins og t.d. flóttamannastraumurinn í Evrópu. Þegar þessum þolmörkum verður náð er hætt við almennri upp- reisn gegn kerfinu og þeim ofurríku. Stutt í ruglið Á meðan allt er í uppnámi í fjár- málaheiminum, ekki síst í Asíu, berast fréttir af því að íslensk stjórnvöld séu að leggja drög að áhættufjármögnun í hlut upp á 2,3 milljarða íslenskra króna í nýjum Innviðafjárfestingabanka Asíu (IMFB). Sennilega væri margfalt gæfulegra fyrir þjóðina að klára nauðsynlegt afnám verðtryggingar á húsnæðislánum, endurskoða reglu- verkið um stjórntæki Seðlabankans, þ.m.t. stýrivexti, og setja um leið þak á vaxtatöku bankanna. Fjármálastjórn íslenska ríkis- ins virðist samt vera á mjög góðu róli og betur hefur tekist að stýra Íslandi út úr afleiðingum síðustu fjármálakreppu en flestum öðrum ríkjum. Lánast hefur að stýra mörg- um stórmálum farsællega í höfn. Þar má nefna Icesave-málið. Það hefði valdið okkur efnahagserfiðleikum með gríðarlegri vaxtabyrði fram á næsta áratug, ef þjóðin hefði ekki gripið í taumana með aðstoð for- seta Íslands. Nú er verið að ganga frá uppgjörum við kröfuhafa föllnu bankanna og næst á dagskrá er að losa um gjaldeyrishöft sem flestir telja af hinu góða. Menn hljóta samt að spyrja sig hvort ekki sé rétt að fara varlega í ljósi reynslunnar. Losun gjaldeyrishafta mun m.a. opna fyrir möguleika íslensku líf- eyrissjóðanna til að fjárfesta erlend- is. Sömu lífeyrissjóðir brenndu sig illa í glæfralegum fjárfestingum í aðdraganda efnahagshrunsins 2008 og hurfu hundruð milljarða út um gluggann. Slíkt getur hæglega gerst aftur ef ekki er rétt haldið á spöðun- um. Áhætta almennra launamanna af slíku „gambli“ er gríðarleg. Samt hefur þessi sami almenningur, sem á í raun sjóðina, ekkert um fjár- festingastefnuna að segja, eða hverjir stýra þessum sjóðum. Bjartsýni ýtir undir drifkraft en varúð er alltaf nauðsynleg Þó alltaf sé gott að vera bjartsýnn, þá hefur það hingað til verið talið til hygginda að hafa vaðið fyrir neðan sig. Mikil uppbygging hefur verið að eiga sér stað í sveitum landsins á liðnum misserum eftir lægð liðinna ára. Það á ekki síst við í byggingum á nýjum fjósum og uppbyggingu vegna ferðaþjónustu. Í byggingu er nú fjöldi hótela, margvíslegra gisti- og veitingastaða um allt land. Þótt full þörf virðist vera á þessu sam- hliða ótrúlegri fjölgun ferðamanna, þá er sennilega enn frekar þörf á að hafa allan vara á í ljósi reynslunnar. Góðærið felur í sér mikla hættu Íslendingar hafa aldrei áður upplifað viðlíka fjölgun erlendra ferðamanna. Þjónusta við á aðra milljón ferða- manna á ári er ný upplifun sem menn reyna nú að læra að takast á við. Margar brotalamir hafa komið í ljós og kallað er eftir auknu fjármagni inn í þessa grein úr öllum áttum. Unnið er að úrlausnum og allt virðist stefna í rétta átt. Þegar flest virðist í lukk- unnar velstandi hefur þörfin á að fara varlega trúlega aldrei verið meiri. Bændur, stjórnvöld og fjármála- stofnanir verða að hlusta eftir því hvað er að gerast í efnahagskerfi heimsins. Ef bakslag kemur í efna- hagskerfið eru ferðalög það fyrsta sem fólk dregur úr. Þótt eitthvað sé um eigið fé í öllum þessum fram- kvæmdum, þá er staðan ekki svo hjá öllum sem byggja þá fyrir lánsfé. Ferðamannaþjóðin Spánverjar urðu illa fyrir barðinu á slíku þegar krepp- an skall á 2008 og hafa enn ekki náð sér eftir sjö ára baráttu. Betra að leita skjóls en að vera étinn Ísland er nú komið í mikinn upp- byggingargír. Mikill samhljómur virðist vera samt með stöðunni á mörgum sviðum og var í aðdraganda hrunsins 2008 bæði hér heima og erlendis. Viðvörunarljósin eru nefni- lega farin að blikka víða um heim og bankar jafnvel farnir að gefa út viðvaranir til viðskiptavina. „Gjöreyðingarár“ í uppsiglingu – seljið allt! „Seljið allt nema mjög áreiðanleg verðbréf,“ sagði Andrew Roberts hjá Royal Bank of Skotland (RBS) í skilaboðum til viðskiptavina sinna fyrir skömmu. Sagði hann að 2016 muni verða „gjöreyðingarár“. Þess má geta að RBS hafði einnig uppi viðvörunarorð skömmu fyrir hrunið 2008. Fyrstu varnaðarorð bankans nú bárust í nóvember, en þróunin hefur síðan orðið mun verri en óttast var. Sagði Roberts að komin væru upp rauð flögg hjá bankanum vegna verðfalls á olíu, óstöðugleika í Kína, minnkandi heimsviðskipta, veikra fyrirtækjalána og hjöðnunar verð- bólgu. Þetta hafi allt komið fram í viðskiptum á fyrstu viku ársins. „Við teljum að fjárfestar megi vera hræddir.“ Í fyrri viku varaði matsfyrirtækið Morgan Stanley við því að olíuverð kunni að fara niður í 20 dollara á Ótti við verri efnahagskreppu en skall á 2008: Viðvörunarljósin blikka um allan heim − spáð er gríðarlegu falli á mörkuðum og hinn konunglegi Skotlandsbanki hefur hvatt fjárfesta til að losa sig við verðbréf Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Fréttaskýring
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.