Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2016 Lesendabás Um drög að búvörusamningi Trúarhreyfingar um heim allan boða eingyðistrú, þú skalt ekki aðra guði hafa. Forsætisráðherra boðaði einnig eingyðistrú í sínu áramótaávarpi á sinn veraldlega máta. Kæru landsmenn, sýnið samstöðu með mér og ég mun boða yður mikinn fögnuð. Þið skulið ekki aðra guði hafa. Ágreiningur er óþarfur og af hinu illa, hvort sem um er að ræða afturkræf- ar, eða óafturkræfar ákvarðanir mínar. Mitt er valdið, mátturinn og dýrðin, samstaðan er okkur allt. Samstaðan um mig. Ég vona að þjóðin láti ekki blekkjast af slíkum málflutningi. Lýðræði byggist einmitt á líflegri umræðu og margháttuðum ágrein- ingi þar sem hagsmunaaðila greinir á um flest þjóðmál. Allar skoðanir eru þar jafn réttmætar meðan gild rök fylgja. Gott lýðræði verður aldrei að veruleika nema sem flestir þegnar afli sér sem bestrar þekkingar á þjóð- málum, komi skoðunum á framfæri og kjósi til valda samkvæmt því. Það sama á við um væntanlegan búvörusamning og vonandi ætlast samningaforustan ekki til þess að hinn almenni bóndi verði skoðana- laus um ágæti þeirra samningsdraga eða hugmynda sem liggja fyrir í mótun. Eingyðistrú í veraldlegum efnum ríður þar vonandi ekki húsum. Öllum atvinnugreinum er nauðsynlegt að ákveðin festa fylgi í stefnumótun og að rekstrarum- hverfið kollvarpist ekki á nokkurra ára fresti. Ákvarðanir um afgerandi breytingar þarf að taka til langs tíma. Allar rekstraráætlanir eru vonlausar ef að stefnubreytingar eru verulegar og snöggar, ekki síst í landbúnaði. Hér verður aðeins rætt um mjólk- urhlutann. Greinilegt er að í nefndum hug- myndum kemur fram dapurlegt hags- munastríð milli þeirra sem hafa keypt sér greiðslumark til viðbótar hinu áunna og hinna sem hafa lítið eða minna lagt út fyrir kvótakaupum og með lítið áunnið greiðslumark. Með nýrri öld, einkum til 2008, varð mikil sókn í byggingum laus- göngufjósa með tilheyrandi tækni- búnaði, mjaltaþjónum og mjaltagryfj- um. Rekstraráætlanir voru gerðar af lærðum og leikum og lánastofnanir lánuðu til langs tíma og hvöttu til kvótakaupa þrátt fyrir hátt verð. Þessir lánapakkar stækkuðu eink- um 2008–10 vegna óðaverðbólgu. Verðlagsbreyting frá janúar 2008 til desember 2010 var um 27% og verð- bólguþróun fram á mitt ár 2014 var langt fyrir ofan afurðaverðshækkanir til framleiðenda. Á sama tíma fóru vextir yfir 13%!!! Slíku hafði enginn spáð og jafnvel þeir sem töldu sig hafa borð fyrir báru sukku margir í illviðráðanlegt skuldafen. Þeir sem réðu ekki við lánin fengu margir að vísu niðurfell- ingu skulda á forsendum viðkom- andi banka. Þeir hins vegar sem náðu að standa í skilum þrátt fyrir allt hafa borið sitt á eigin herðum. Ef að slíkt rekstrartjón hefði orðið af völdum náttúruhamfara hefði tapið verið greitt úr almannasjóð- um og áfallahjálp veitt. Miðað við hugmyndavinnu bændaforustunn- ar er hins vegar fyrirhugað að láta hér „kné fylgja kviði“. Gagnvart skatti hefur verið heimilt að afskrá greiðslumarkskostnað á fimm árum en fáir hafa vænst til þess að lán hans vegna yrðu greidd sem skammtíma- lán enda raunin önnur. Hátt verð á greiðslumarki er vissulega ekki af hinu góða og hefur verið dýr kostur fyrir atvinnugreinina. Hugsanlegt væri að setja hófstillt hámarksverð, sá er seldi réði þá kaupanda og aðilar skrifuðu undir samninga með sam- þykki þriðja aðila. Til þessa hafa bændur getað selt greiðslumarkið við búskaparlok og hætt með nokkurri reisn. Er skynsamlegt að koma nú aftan að mönnum og verðfella algjör- lega fyrir þeim þá eign sem aðrir hafa getað selt og stundum fyrir verulegt fé. Eitt er víst, að leggja niður stjórn á mjólkurframleiðslunni verður þjóðinni dýr afleikur og bændum þó dýrastur. Með niðurfellingu greiðslumarks á fimm árum er í fyrsta lagi engin sanngirni sýnd en bolabrögðum beitt ef fram nær að ganga, milljónir króna yrðu færðar á milli einstakra framleiðenda á ári hverju, án þess að fyrir slíku liggi augljós né eðlileg rök. Í öðru lagi verður mjólkurfram- leiðslan stjórnlaus. Fjölgun mjólkur- kúa mun aukast en ekki hratt. Hins vegar er ljóst að okkar íslensku kýr eru hjá meirihluta bænda illa nýttar til afurða og reikna má með því að þar verði breyting á með aukinni kraftfóðrun. Það getur ekki staðist til lengdar að helmings afurðamunur (meðaltalsframleiða eftir hverja kú) milli einstakra framleiðenda sé raun- veruleiki framtíðar. Með auknum útflutningi sem á í stríði við yfirfulla markaði minnkar geta afurðastöðva til að greiða nauðsynlegt verð til bænda. Stuðningur ríkisins mun deil- ast jafnt á útflutning sem innlenda neyslu í óþökk neytenda. Það er því ótrúleg skammsýni að fella niður framleiðslustjórnun og hætta við að láta framleiðslu og innanlandsneyslu fylgjast sem mest að. „Svona gerir maður ekki“ var einu sinni sagt og á nú við frekar en oft áður. Í hugmyndum forustunnar kemur fram að nauðsyn þess að afnema verðgildi greiðslumarksins sé ekki síst til að liðka fyrir endurnýjun í greininni. Til upprifjunar er þó rétt að minnast þess að þegar greiðslumark- ið var tekið upp þá lækkaði á móti verð jarðanna sjálfra og húsakosts þeim fylgjandi. Kaupandi og seljandi urðu báðir að líta á fjárfestinguna sem eina rekstrarhæfa heild. Ef að ekki þarf lengur að greiða fyrir greiðslumarkið mun verð jarða og húsakosts hækka á ný af sömu ástæð- um og ávinningur nýliðans verða lít- ill sem enginn. Eitt annað í þessum drögum má telja neikvætt og hlýtur að vekja furðu. Það er að færa stóran hluta af ríkisstuðningi yfir á gripagreiðslur (allt að 35%). Ræktun kúnna hefur miðast að verulegu leyti við að auka afkastagetu þeirra í þeirri trú að með því væri hægt að lækka framleiðslu- kostnað og þar með verð til neytenda. Auknar gripagreiðslur munu draga úr vilja manna til að auka afurðir á hvern grip þar sem þeir fá bónus fyrir að vannýta afurðagetuna. Hvaða skynsemi er talin búa hér að baki, hver eru rökin? Meðan þau koma ekki þá vil ég endurtaka „svona gerir maður ekki“. 10. janúar 2016, Birkir Friðbertsson. Birkir Friðbertsson. Mynd / HKr. Það er borðleggjandi að Ísland á sér enga hliðstæðu í víðri ver- öld. Ábyrgð okkar Íslendinga er mikil að varðveita landið sem við höfum að láni. Það er mikil áhætta að hleypa útlendingum milljónum saman meira og minna eftirlitslaust hér inn í okkar stóra og mikla listasal náttúrunnar. Við verðum að stýra þeim af festu ef ekki á illa að fara. Hver erlendur ferðamaður greiði 5 þúsund krónur í aðgangseyri En það þarf mikla uppbyggingu af ýmsu tagi um land allt ef takast á að koma í veg fyrir stórslys. Það vita allir. Til þess þarf fjármuni. Margt mælir með að við innheimtum aðgangseyri að Íslandi til að ráða við nauðsynlegar framkvæmdir, ásamt löggæslu- og eftirlitskostn- aði. Í honum ætti að vera inni- falinn björgunarskattur sem færi til björgunar- og hjálparsveita, sem alltaf eru á vaktinni. Fimm þús- und krónur á hvern einasta erlenda ferðamann sem kemur gagngert til að njóta og skoða landið okkar er lágmark. Þá upphæð munu allflest- ir erlendir feðalangar greiða með ánægju við komuna til landsins. Þeir munu skilja að við þurfum uppbyggingu og eftirlit. Jafnvel munu þeir sækjast eftir því að koma til Íslands þegar þeir vita að allur aðbúnaður er undir kontról. Upphæðina má svo hækka ef þörf krefur. Innheimtan þarf að vera eins einföld og hægt er. Til dæmis við afhendingu farseðils. Huga þarf sérstaklega að farþeg- um skemmtiferðaskipa og þeim sem ekki eru beinlínis komnir til að ferðast um landið. Börn upp að ákveðnum aldri í fylgd foreldra yrðu gjaldfrjáls. Þeir sem ekki una gjaldtökunni munu þá fara annað. Við því er ekkert að gera. Þeir koma bara seinna. Enda takmark- að hvað Ísland þolir af erlendum ferðamönnum. Þar hljóta að vera einhver mörk. Allir ferðamenn fái fræðslu Við ættum að bjóða öllum ferða- mönnum upp á hagnýta fræðslu um landið sem þeir eru að heimsækja. Námskeið upp á 2–3 klukkustund- ir mætti vel halda til dæmis á Keflavíkurflugvelli. Nóg er þar af húsnæðinu. Þar færi fram fræðsla um sögu landsins og ýmsar hag- nýtar leiðbeiningar um það lagðar á borð. Hvað sé leyfilegt og hvað ekki. Gestir okkar yrðu ábyggilega fegnir að fá slíkar leiðbeiningar. Hugsanlegt er að mönnum væri í sjálfsvald sett hvort þeir kærðu sig um slíka fræðslu eða ekki. En hún væri innifalin í aðgangseyrin- um. Það þarf að skipuleggja þetta þannig að ferðafólkið sækist eftir fræðslunni. Þá þyrfti að hafa sams konar fyrirkomulag á Seyðisfirði og víðar. Viðurkenndir leiðsögu- menn ættu að vera leiðbeinendur ásamt ferðaskrifstofufólki með reynslu. Fólk sem veit hvað klukk- an slær. Við getum alveg skipulagt þetta eins og menn ef við viljum. Virkja þá sem kunna til verka. Nýtt verkefni fyrir hreppstjóra Skynsamleg löggæsla og leiðbein- ingar eru grundvallaratriði. Vel má skoða hvort endurreisa ætti gömlu hreppstjóraembættin á nýjum grunni lögreglunni til aðstoðar. Hreppstjórarnir verði nokkurs konar svæðisumsjónarmenn. Þeir hefðu lögregluvald samkvæmt erindisbréfi. Gjörkunnugir og hæfir menn yrðu ráðnir í fullt starf eftir auglýsingu þar um. Lögreglustjórar eða sýslumenn yrðu yfirmenn þeirra. Þeir þyrftu að hafa lögreglu- stjörnu í barmi, fastan samastað og bíl til umráða. Fimm milljarðar króna til ráðstöfunar á ári Ein milljón gjaldskyldra ferða- manna yfir árið þýðir 5 milljarða innkomu, svo dæmi sé tekið. Vel má leggja upp með að hrepp- stjóraembættin yrðu 100 talsins. Ef kostnaður við hvert hrepp- stjóraembætti væri reiknaður 10 milljónir kr. á ári gerði það 1 milljarð króna. 500 milljónir færu hugsanlega í fræðslukostnað og 500 milljónir til björgunarsveita. Þá eru eftir 3 milljarðar sem færu í uppbyggingu og rekstur innviða, m.a. hreinlætisaðstöðu. Það skal ítrekað að þetta eru vangaveltur um tekjur og gjöld, sem byggja þó á nokkuð föstum grunni. Sómasamleg hreinlætisaðstaða er algjör nauðsyn Sómasamleg og myndarleg hrein- lætisaðstaða fyrir ferðafólk er algjör nauðsyn. Einn af hornstein- um og innviðum ferðamennsk- unnar. Hér er verið að tala um sal- erni og slíkt sem bæði innlendir og erlendir ferðamenn hefðu frjálsan og ókeypis aðgang að í byggðum landsins þar sem ekki eru hótel eða veitingastaðir. Þetta ættu að vera stöðluð og lagleg húsakynni sem féllu vel inn í landslagið. Rekstur þeirra yrði boðinn út. Byrja mætti með 50 slíka staði sem hreppstjórar hefðu yfirumsjón með. Þurfum hvorki náttúrupassa, gistináttagjald eða annað vesen Munum að það liggur í mannlegu eðli að bera virðingu fyrir því sem eitthvað kostar. Þá er líka hægt að gera kröfur. En þetta þarf allt að vera einfalt og vel skiljanlegt í framkvæmd. Með þessu móti þurfum við hvorki náttúrupassa, gistináttagjald eða annað vesen. Geri EES og ESB einhverjar athugasemdir við innheimtuna, þá bara setjum við lög á Alþingi um málið. Það gera löggjafarþing samstarfsþjóða okkar í ýmsum málum þegar þeim hentar. Þessar tillögur eru settar fram til umhugsunar. Þær eru innlegg í þá umræðu sem nú fer fram hjá þjóðinni. Vera má að sumum þyki hér ýmislegt heimskulegt sagt. Það er ekkert óeðlilegt við það í skyn- samlegri umræðu. Hallgrímur Sveinsson Bjarni G. Einarsson Guðmundur Ingvarsson Til umhugsunar að vestan: Erlendir gestir ættu að greiða sann- gjarnan aðgangseyri að Íslandi Rauðisandur. Mynd / HKr. Rausnarleg gjöf til Heimilisiðnaðarsafnsins Afkomendur Guðrúnar Jónsdóttur, Nunnu frá Hnjúki komu færandi hendi á Heimilisiðnaðarsafnið fyrr í þessum mánuði, en þann 17. jan- úar voru liðin 100 ár frá fæðingu hennar. Afkomendurnir gáfu safninu 100 þúsund krónur til minningar um Guðrúnu og móður hennar, Stefanínu Steinunni Jósefsdóttur. Hún var fædd 1886 og lést árið 1977, en Guðrún fæddist 1916 og lést árið 2014. Afkomendur komu saman af þessu tilefni og heimsóttu m.a. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi en þar eru varðveittir margir muni eftir þær mæðgur. Magnús sonur Guðrúnar afhenti gjöfina fyrir hönd afkomendanna og sagði Heimilisiðnaðarsafnið hafa skipað stóran sess í hjarta hennar, hún hefði haft yndi af því að taka þátt í starfi þess, klæða sig í upp- hlutinn sinn og spinna á rokkinn fyrir sýningargesti. Það hefði gefið henni margar góðar stundir. Steinunn á Hnjúki var annáluð hannyrðakona og sitthvað sem varð- veist hefur eftir hana er hreinasta list. Guðrún dóttir hennar var einnig mikil hagleikskona í höndum og sérlega flínk spunakona. Var hún ævinlega boðin og búin að koma í safnið með rokkinn sinn og spinna fyrir skóla- börn og gesti. Guðrún var gjaldkeri safnsins á fyrstu starfsárum þess eða allt til þess tíma að mynduð var sjálfseignarstofnun um safnið árið 1993. Hún lét sér afar annt um safnið og lagði fram mikið og óeigingjarnt starf í þágu þess segir í frétt á vefsíðu Heimilisiðnaðarsafnsins. Elín S. Sigurðardóttir, forstöðu- maður Heimilisiðnaðarsafnsins, tók við gjöfinni og þakkaði fyrir hönd safnsins, einstakan rausnarskap fjöl- skyldunnar frá Hnjúki. Guðrún Jónsdóttir frá Hnjúki spinnur á rokk í Heimilisiðnaðarsafninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.