Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2016 T 7/1 CV 48/2 CV 38/2 K Ä R C H E R S Ö L U M E N N V E R T U Á Ö R U G G U M S T A Ð T 10/1 T 12/1 ER ÞITT BÚ ÖRUGGUR OG GÓÐUR VINNUSTAÐUR? LIÐLÉTTINGAR GETA SKAPAÐ HÆTTU Liðléttingar hafa náð mikilli útbreiðslu meðal bænda undanfarin ár. Tækin eru þægileg til notkunar en geta skapað hættu. Liðléttingar eru oft á tíðum notaðir í miklum þrengslum, við gjafir, þrif og ýmis smáverkefni. Sérstakrar aðgæslu er þörf þar sem börn eru í úti- húsum, þrengsli og fátt um undankomuleiðir. PO RT h ön nu n Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is Edda Sigurdís Oddsdóttir, plöntu- vistfræðingur á Mógilsá, ræddi um sjúkdóma og meindýr á trjám. Hún lagði áherslu á þá hættu sem fælist í óvarlegum innflutningi lifandi trjáa til landsins, ekki síst innflutningi jólatrjáa. Hætta á innflutningi skað- legra sjúkdóma eða meindýra yrði alltaf fyrir hendi meðan haldið yrði áfram að flytja inn jólatré til lands- ins. Markmiðið ætti að vera að öll jólatré á markaðnum yrðu ræktuð innanlands. Hverfur hafgolan í framtíðinni? Á síðari hluta ráðstefnunnar var horft til framtíðar. Björn Traustason, landfræðingur á Mógilsá, minntist m.a. á markmiðin sem sett voru með lögum um landshlutabundin skóg- ræktarverkefni fyrir aldarfjórðungi um að 5% láglendis landsins yrðu klædd skógi. Að óbreyttu næðust þau ekki fyrr en 2130. Yrði gróður- setning fjórfölduð næðist markmiðið aftur á móti árið 2055. Villt birki breiðist hins vegar út af sjálfsdáðum og vaxtarmörk þess hækka. Nú eru efri vaxtarmörk birkis farin að teygja sig inn á Sprengisand. Ef sumarhiti hækkar um eina gráðu frá því sem nú er getur birki vaxið á öllum Sprengisandi. Haraldur Ólafsson veðurfræðing- ur ræddi um gróður og veðurfar í fortíð, nútíð og framtíð og benti m.a. á að ef hálendið yrði grætt upp yrði hafgolan illræmda að mestu úr sögunni á landinu. Skógar hefðu líka áhrif á vindafar eins og dæmin sanna, til dæmis úr Reykjavík. Haraldur sýndi niðurstöður spálík- ana sem bentu til þess að minna myndi hlýna á Íslandi en annars staðar í heiminum með þeim lofts- lagsbreytingum sem nú eru að verða og lítilla breytinga væri að vænta á úrkomu. Landsáætlunar þörf Þröstur Eysteinsson skógræktar- stjóri talaði um mikilvægi þess að gerð yrði landsáætlun í skógrækt í anda þess sem önnur Evrópulönd hafa gert. Binda þyrfti í lög að slík áætlun skyldi gerð og reglulega endurskoðuð. Þá þyrfti að sjá til þess einnig að yfir verkefnið yrði ráðinn umsjónarmaður sem bæri ábyrgð á að því væri sinnt. Hrefna Jóhannesdóttir, skóg- fræðingur og skógarbóndi á Silfrastöðum í Skagafirði, ræddi um vöxt lífhagkerfisins í heiminum og stækkun markaðar fyrir trjávið og viðarafurðir. Grunnurinn að verð- mætasköpun úr skógum í framtíðinni væri umhirða og skipulagning skóg- anna. Til dæmis nefndi hún að hag- kvæmni stærðarinnar skipti miklu máli, að skógarreitir væru nægilega stórir eða nægilega margir á sama svæði til að hagkvæmt væri að nytja skógana þegar þar að kæmi. Jón Geir Pétursson, skrifstofu- stjóri í umhverfis- og auðlindaráðu- neytinu, talaði einnig um skógrækt á tímum breytinga og benti á að nú væri meiri meðbyr með skógrækt en verið hefði langt fram eftir síðustu öld. Allt fram á sjöunda áratuginn hefðu úrtöluraddir verið háværar, sem meðal annars sæist vel á fundar- gerðum Alþingis þegar skógrækt var þar til umræðu. Síðan hefði þetta tekið að breytast og menn farið að sjá möguleikana og tækifærin sem byggju í skógrækt. Ísland eftirsótt til kolefnisbindingar Þá spurði Brynhildur Bjarnadóttir, skógvistfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri, í fyrirlestri sínum hvort Ísland yrði eftirsótt til kolefnisbindingar með skógrækt. Brynhildur taldi raunar að svo væri nú þegar og benti á ýmis tækifæri sem við blöstu. Sem dæmi hefðu Skógrækt ríkisins og Landgræðsla ríkisins í samstarfi við Vistorku og Orkusetur sent ríkisstjórninni hug- mynd að því hvernig binda mætti drjúgan skerf af losun fiskiskipaflot- ans með skógrækt og landgræðslu. Loks talaði Edward Huijbens, sérfræðingur á Rannsóknarmiðstöð ferðamála, um samleið skógræktar og ferðaþjónustu og lagði áherslu á gildi skóga fyrir heilsu og upplifun fólks. Skógræktendur ættu að líta á sig sem gestgjafa og rækta skógana með vellíðan og upplifun gesta í huga. Sívaxandi ferðamannastraum- ur gerði kleift að byggja upp meiri aðstöðu en ella væri mögulegt og af því nytu Íslendingar sjálfir líka góðs. Skógræktarfólk fjölmennti á ráðstefnuna á Egilsstöðum. Hér sjást meðal annarra Valgerður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Norðurlandsskóga, Rún- ar Ísleifsson, skógarvörður á Vöglum, og Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands. Edda S. Oddsdóttir, plöntuvist- fræðingur á Mógilsá, varaði í erindi meðal annars jólatrjáa, sem gætu - sjúkdóma. Stefna skyldi að því að öll jólatré yrðu framleidd innanlands Bændablaðið Næsta blað kemur út 11. febrúar Aðalfundur SUB Boðað er til aðalfundar Samtaka ungra bænda (SUB) laugardaginn 27. febrúar næstkomandi í bændahöllinni í Reykjavík. Hefbundin aðalfundarstörf á dagskrá. Frestur til að senda inn mál á aðalfund er tveimur vikum fyrir fund. Kosið verður um tvo meðlimi stjórnar og formann samtakanna. Það er rétt að taka fram hér að á fundinum verður rædd tillaga stjórnar þess efnis að samtökin gerist aðildarfélag Bændasamtaka Íslands. Það er Félag ungra bænda á Vesturlandi og Vestfjörðum sem held- ur árshátíð samtakanna að þessu sinni, nánar auglýst síðar. Hvetjum þá sem hafa áhuga á að mæta sem fulltrúar á fundinn að hafa samband við formann síns aðildarfélags. Allir áhugasamir meðlimir samtakanna eru velkomnir með málfrelsi og tillögurétt. Sjáumst hress í Bændahöllinni og sláum tóninn fyrir búnaðarþing Stjórn SUB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.