Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2016 og tíndi úr rusl, moð, hey og langa strýlubba. Fiðan þurfti að fara 11 sinnum í gegnum hæringarvél. 52 % af fiðunni nýttist í band, strý og rusl var 48%. Í skýrslu sem fylgdi frá Telespinn sagði að það hefði reynst mjög erfitt að láta lyppurnar tolla saman því hluti fiðunnar var of stuttur. Þrátt fyrir allt var afrakstur- inn band sem ég var býsna ánægð með, aðallega vegna þess að þetta var fyrsta vélspunna band af íslensk- um geitum og ég sá að þetta var hægt. Ég sendi band til Lesley Prior sem er stærsti geitafiðuræktandi á Bretlandseyjum og heldur Scottish Cashmere Goat. Lesely hafði sam- band við mig og sagði að bandið væri annars flokks og alls ekki nógu gott og að enn biði mikið starf við að rækta stofninn vegna góðra fiðueig- inleika og þróunar bandsins. Breytt aðferð við kembingu Ég fann grein á netinu eftir Carol Spence frá Foxmoor-Farm, Bandaríkjunum þar sem hún segir að það eigi að hirða fiðuna frá herð- um að lærum. Afgangurinn sem er af eyrum, hálsi, kviði og aftan af lærum, eru styttri og grófari hár og ber að hirða í sér poka og nýta til flóka- gerðar eða einhvers annars ellegar fleygja. Carol mælir einnig með því að kemba síðuna aftur að lærum fyrst og setja í sérstakan poka. Mín reynsla er sú að ef geitin er ekki vön kembingu þá er best að byrja á háls- inum og þannig spekja hana. Við kembingu vorið og sumar- ið 2014 var ráðum Carol Spencer fylgt nema að við byrjuðum á hálsi. Kembdur var háls aftur að herðum og sett í sérstaka poka og síðuhárin hirt. Þar sem ég hef reynt að halda utanum magnið sem við kembum af hverri geit þá þarf að vigta fiðuna af hverri geit áður en henni er bland- að saman við fiðu annara geita. Einnig hvatti ég kembingamenn til að hreinsa fiðuna jafnóðum og henda úr henni strýbúnt, hálmi, heyi, moði og skít og öðru sem á ekki að vera í fiðunni. Síðar um veturinn 2014 hreins- aði ég fiðuna vandlega og af gengu 1984 g sem voru óhæf til að senda út og síðan ruglaðist hálsfiða saman við síðu-, hupp og lærafiðu (960 g) sem ég vildi ekki senda út og eftir urðu 1100 g sem voru send til Telespinn til spuna í jan- úar 2015. Ég sendi fiðuna í pakka með fiðu frá Sif Matthíasdóttur, for- manni Geitfjárræktarfélagsins, og Bettínu Wunsch varamanni. Í maí sama ár kom pakki frá Telespinn með afraskturinn. Í tölvupósti frá Telespinn sögðu þær að vinnslan hefði gengið betur núna með flokk- uðu reyfin heldur en árið 2012. Fiðan nýttist betur, það gekk betur að hæra og fiðan tolldi betur saman í lyppum. Að þessu sinni fór fiðan 6 sinnum í gegnum hæringarvél og nýtingin varð 68% í band en 32% strý og rusl. Þyngd fiðu af geit Ég hef reynt að halda utan um magn- ið af því sem er kembt af geitunum á Háafelli frá árinu 2011. Ég hef sjaldan náð að ná allri fiðunni af geitunum þar sem ég kom aðeins við nokkrum sinnum að sumri á Háafelli til að kemba og var fiðan ekki alltaf í hámarks leysingum þegar ég var þar. 2011 og 2012 vigtaði ég aðeins heildarmagn fiðu af hverri geit. Árið 2013 kembdi ég ekki því ég var erlendis. Árin 2014 og 2015 vigtaði ég eftir breyttum aðferðum við kembinguna þ.e. háls sérstak- lega og síða, huppur og læri saman. Í töflunni kemur fram fjöldi kembdra geita, magn af hálsi annars vegar og síðu, huppi og læri hins vegar. Meðaltal af geitunum og magn sem var sent til spunaverksmiðju í Noregi og magn bands sem að fékkst úr spunanum. Góð geit á að geta gefið af sér 150–250 g af fiðu og þar af gengur sú fiða, sem ekki hentar til spuna af hálsi, aftan af lærum, kleprar og annað, um 30%. Að nýta fiðu af íslenskum geitum er möguleiki fyrir þá sem vilja búa með geitur. Það þarf að vera með námskeið fyrir geitabændur hvernig á að kemba geitur og hvernig á að meðhöndla og hreinsa rusl úr fiðunni áður en hún er sett í poka og send til vinnslu. Einnig þarf að hvetja menn til að vigta afurðina til að safna í gagnabanka um geitastofninn okkar. Þegar litið er á tölur virðist þetta ekki vera mikið magn sem að verður eftir til spuna. En það verður að muna að band úr íslenskri geitafiðu er verð- meira en ullband af kind. Ég get því miður ekki nefnt aðrar tölur en þær að það kostaði mig kr. 7100 kr / 100 g að láta framleiða bandið og er allur kostnaður innifalinn í þeirri summu s.s. spuni, póstur, aðflutningsgjöld o.s.frv. Á meðan ekki eru til vélar á Íslandi til að vinna fiðuna þarf að senda hana til útlanda. Æskilegur fínleiki háranna hjá íslensku geitinni er til staðar en þegar að því kemur, þá verður farið að velja einstaklinga til ræktunar með fiðu ekki styttri en 40 mm og mikla fiðu. Bændur munu geta sent fiðusýni til hárarannsóknastofa til greiningar til að fylgjast með fínleika fiðunnar. Leiðbeina þarf hvernig á að mæla lengd háranna, sem hver getur gert sjálfur, og síðast en ekki síst hvaðan sýnin eru tekin af geitinni. Strýið þarf ekki að flokkast sem rusl heldur er hægt að vinna úr því líka. Sjálf hef ég spunnið gróft band á halasnældu úr því og notað í mynd- listarverk. Fluguhnýtingarmenn nota strý af geitum en það er ekki í miklu magni. Hálsfiðan er líka nothæf þó hún sé styttri en hin, hana er hægt að láta hæra sér og nota í handspuna eða þæfingu. Flóki úr geitafiðu er undurmjúkur. Þessi rannsókn á nýtingu geita- fiðu á Íslandi er frumrannsókn en vafalaust verður unnið meira í þess- um málaflokki. Anna María Geirsdóttir. Heimildir Carol Spencer of „Foxmore Farm“. Hand combing and hand de-hairing your own cashmere fibre. http://www. foxmoorfarm.com/Dehairing%20 article.pdf (skoðað 2015-12-01) Prior, Lesley. Bowmont cashmere goats. http://www.bowmontuk. com/?page_id=279 (skoðað 2015- 12-01) Mynd / Anna María Geirsdóttir. Mynd / Anna María Geirsdóttir. Mynd / Anna María Geirsdóttir. Mynd / Anna María Geirsdóttir. Lesendabás Í allri umræðu um nýja búvöru- samninga vantar aðeins á sýn, á hvaða stefnu við ætlum að marka til framtíðar. Ekkert er eins mikilvægt og að halda skýrri sýn á hvað sameinar, í umræðu um landbúnað. Hvort sem við nefnum hagsmuni bænda eða hagsmuni neytenda. Ef ekki er samhljómur þarna á milli „fer ekki saman hljóð og mynd“. Mér sýnist bændur vera á kafi í umræðu um kerfi og kvóta og ekki kvóta – stéttin er klofin í þeirri umræðu. Háværu sérfræðingarnir, sem eru hreinlega á móti búvöru- samningum og því að mörkuð sé stefna, benda ekki á aðrar lausnir en breytingar sem leiða til þess að innflutt matvara verður helst í boði, kjöt framleitt með ómældu magni sýklalyfja eða enn vafasam- ari hætti. Fjárfestum í betri landbúnaði En saman eigum við öll – í það minnsta ennþá – hreina búvöru, sérstæðan norðurslóðabúskap. Tölum meira um gæði, um land- bætur, um hreinleika og ábyrga búskaparhætti. Um fjölskyldubú og vel byggðar sveitir sem við getum verið stolt af. Stefnum að því að auka vöruval, fjölbreytni, betri tengsl bænda og neytenda. Þróun samstarf við verslun og vinnslu sem leggur stolt sitt undir við að bjóða heilnæma búvöru með aðlaðandi framsetningu. Framsetning á búvöru í matvöru- verslun hefur varla tekið nokkrum framförum í 20 ár. Eflum vöru- úrval og vinnum með vinnslu, verslun og neytendum að ábyrgari nýtingu – stoppum sóun. Sókn á grunni gæða – ræktun búfjár og velferð þess. Við eigum að fjár- festa í slíkum landbúnaði. Við byggjum á traustum grunni Heimurinn er að breytast – eyðum ekki meiri tíma í minnimáttar- kennd um að landbúnaður sé annar og meiri í öðrum löndum. Ekki meiri einhliða samanburð við danskan landbúnað. Við höfum mikil gæði sem aðrir hafa glatað. Tökum djarfa sókn með nýjum samningum. Gleymum ekki að það voru bændur og stjórnvöld sem mörkuðu stefnu 1985 um að leyfa ekki sýklalyfjablöndun í fóður. Sem hefur skilað okkur eftirsóknarverðum árangri. Fyrir um 50 árum var tekin meðvituð ákvörðun um að leyfa ekki horm- óna eða önnur vaxtahvetjandi inngrip til að auka „hagkvæmni“ búvöruframleiðslunnar á Íslandi – húrra fyrir því. Stefna sem ekki þótti sjálfsögð né skynsamleg. Nú er tímabært að marka stefnu um hvort íslenskur landbúnaður á að notast við erfðabreytt hráefni. Framlag landbúnaðar til annarra verkefna Nú eigum við að taka enn djarfari ákvarðanir. Hvert getur framlag landbúnaðar verið til betri ferða- þjónustu? Hvert getur framlag landbún- aðar verið til loftslagsmála? Til bættrar lýðheilsu? Árið 2016 gerum við ekki bara búvörusamning – við gerum fjár- festingarsamning í framtíðarland- búnaði – íslenskum landbúnaði. Ekki samning um kollsteypu og framleiðsluspennu – heldur um hvað hægt er að gera betur og nýta betur það sem við eigum og kunnum best. Okkur eru allir vegir færir. Haraldur Benediktsson alþingismaður Fer hljóð og mynd saman?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.