Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2016 Fréttir Landsmót hestamanna: Samið við Fák um að halda mótið í Reykjavík 2018 Samningur um að Landsmót hestamanna árið 2018 verði haldið í Reykjavík var undirritaður í Höfða af Hestamannafélaginu Fáki, Reykjavíkurborg og Landsmóti ehf. Landsmót hestamanna eru stór- viðburður því þar koma saman rúmlega þúsund keppendur af öllu landinu og eru þeir dyggilega hvattir af þeim rúmlega tíu þúsund áhorf- endum sem munu sækja Landsmótið sem stendur í heila viku. Áætlað er að um fjögur þúsund erlendir unnendur íslenska hestsins munu koma sérstaklega til landsins á Landsmótið sem mun fara fram á félagssvæði Fáks í Elliðaárdal fyrstu vikuna í júlí 2018. Tímamót í rekstri mótsins Samningurinn markar ákveðin tíma- mót í rekstri Landsmóta hestamanna því Hestamannafélagið Fákur og Reykjavíkurborg munu alfarið taka að sér að reka og halda utan um mótið. Undirbúningur er nú þegar hafinn og stefna mótshaldarar að því að halda glæsilegt mót fyrir kepp- endur og gesti. Síðast var Landsmót haldið í Reykjavík 2012 og tókst það frábærlega enda aðstaðan til stór- mótahalds mjög góð á félagssvæði Fáks í Reykjavík. Binda miklar vonir við mótshaldið Hjörtur Bergstað, formaður Fáks, segir miklar vonir bundnar við þetta mótshald. „Það sem er sérstakt við þennan samning er að þetta verður í fyrsta sinn sem Landsmót hestamanna heldur ekki utan um mótshaldið sem sérstakt fyrirtæki, heldur er hestamannafélaginu Fáki falið að sjá alfarið um allt er viðkemur mótshaldinu. Það eina sem LH fer fram á er að við förum í einu og öllu eftir reglum Landssambands hesta- manna og Bændasamtaka Íslands varðandi keppni. Síðan borgum við Landsmóti hestamanna fyrir að fá mótið og hirðum þá af því hagnað eða tap ef því er að skipta. Ég tel að með þessu fyrirkomu- lagi verði mun auðveldara að fá fólk til að starfa við þetta þar sem ávinningurinn fyrir félagið getur verið mikill ef vel tekst til. Þar verða tekjurnar þá eftir og hægt að nýta ávinninginn af mótshaldinu fyrir félagsmenn. Besta hestaíþróttasvæði landsins Við eigum besta hestaíþróttasvæði landsins og ég held ég sé ekkert að taka stórt upp í mig þar. Þá höfum við gríðarlega reynslu í margvís- legu mótshaldi og höldum stórmót á hverju einasta ári. Við héldum Landsmót hestamanna árið 2000 og síðan aftur árið 2012. Það mót lukkaðist afar vel. Því búum við yfir mikilli þekkingu og reynslu af móts- haldi. Þá fáum við mikinn stuðning frá Reykjavíkurborg við því sem við erum að gera.“ Góðir gistimöguleikar og nálægð við alla þjónustuaðila Hjörtur bendir á að kosturinn við að halda mótið í Reykjavík sé sá að þar sé meiri möguleiki á gistingu en víðast hvar annars staðar. Þá sé nálægðin við Keflavíkurflugvöll mikill kostur og því auðveldara að fá útlendinga til að sækja mótið vegna minni kostnaðar. Þá séu öll aðföng auðveldari og matur og þjón- usta ætti því að vera hagstæðari en mögulegt er víða úti á landi. Þá séu mótshaldarar í Reykjavík í beinni samkeppni um alla þjónustu við veitingastaði og sjoppur í næsta nágrenni, þannig að ekki sé stætt á að okra á þjónustunni. Margt í pakkanum „Við erum í samstarfi við Höfuðborgarstofu við að leita eftir samstarfi við ferðaþjónustu- aðila á höfuðborgarsvæðinu. Þá erum við að gera samning við Reykjavíkurborg um aðkomu þeirra að því að veita mótsgestum afslátt að söfnum, sundaðstöðu og annarri þjónustu borgarinnar. Það verður því margt í pakkanum fyrir þá sem kaupa sig inn á mótið.“ Hjörtur sagði að mótsvæðið væri í sjálfu sér fullmótað þó alltaf megi gera betur. Bjóst hann því við að jafnvel yrði eitthvað slegið í varð- andi húsakost fyrir Landsmótið 2018. Það yrði því örugglega farið í einhverjar framkvæmdir. Hann segir að á Landsmóti hestamanna, sem haldið verður á Hólum nú í sumar, verði móts- haldið stytt frá því sem var á mótinu á Hellu og mótshaldi því lokið á laugardagskvöldinu. Hann segir að slíkt verði ekki á mótinu 2018, því þar verði mótinu slitið á sunnudegi. Fyrri hluti mótsins fyrir forfallna hestamenn „Við hugsum mótið í tveim hlutum. Fyrri hlutinn á þessu sjö daga móti verður fyrir hina forföllnu hesta- menn, en fyrir fólk sem kemur á föstudag, laugardag og sunnudag verður passað upp á að hafa þar einungis hápunktana í mótshaldinu. Þar verður mögulega stutt yfirlits- sýning eða kynning á þeim gæð- ingum og kynbótahrossum sem þátt taka í mótinu. Við hlökkum alveg gríðarlega til,“ segir Hjörtur. „Við erum líka á hnjánum og biðjum fyrir góðu veðri mótsdagana sumarið 2018.“ /HKr. Kjarnafæði fær gæðastaðalinn FSSC ISO 22000: Mikil vinna en erum ánægð og stolt − segir Eðvald Valgarðsson gæðastjóri Kjarnafæði hefur fengið staðalinn FSSC ISO 22000 fyrir framleiðslu- vörur sínar. Þessi staðall hefur verið til í um það bil áratug og náð miklu flugi, er sá staðall sem mest er horft til í matvælaframleiðslu að sögn Eðvalds Valgarðssonar, gæðastjóra hjá Kjarnafæði. Í liðinni viku lauk þriggja daga úttekt í fyrirtækinu sem hefur höf- uðstöðvar sínar á Svalbarðseyri og gekk hún mjög vel. „Við erum mjög ánægð með niðurstöður úttekt- arinnar. Fengum fulla vottun án athugasemda og erum því afar stolt. Þetta er vinna þar sem allir verða að leggja sitt af mörkum og starfsfólk Kjarnafæðis hefur verið mjög opið og jákvætt fyrir þeim breytingum sem átt hafa sér stað síðustu misseri,“ segir Eðvald. Langt ferðalag Hann segir að mikil vinna hafi verið lögð í að uppfæra hættumat fyrirtækisins og meðal annars var sérstaklega tekið fyrir meðhöndlun óþols og ofnæmisvalda og meðferð þeirra efna, en hveiti er til að mynda einn af ofnæmisvöldunum. „En við sjáum vel, að það hjálpaði mikið að hafa þegar uppfyllt ISO 9001 staðalinn sem við gerðum á síðasta ári. Sá staðall tekur á öllum rekstri fyrirtækisins og er sterkur grunnur. Við kunnum vinnubrögðin og vitum hvers er krafist. Þetta hefur verið langt ferðalag, hófst árið 2010 þegar við tókum gæðamálin sérstaklega fyrir og settum okkur markmið,“ segir Eðvald. Undirbúningur vegna nýja gæðastaðalsins hófst í október í fyrra. Erum að auka kröfur á okkur sjálf Hann segir að það sem fyrst og fremst fáist út úr því að hafa hlotið þennan nýja gæðastaðal sé sá að kröfur á fyrirtækið og starfsmenn aukist. „Við erum að auka kröfur á okkur sjálf, en það er vilji eigenda Kjarnafæðis að vera í forystu í gæðamálum matvælafyrirtækja hér á landi, að framleiða alltaf heilnæm og bragðgóð matvæli. Það gerum við sem best sést á þessum vott- unum.“ Þá nefndi Eðvald að það væri mikilvægt að hafa þessar vottanir þegar horft er til útflutnings, það sé nánast krafa að hafa þær. „En hér innanlands viljum við vera best meðal margra góðra fyrirtækja og teljum okkur sýna það í verki.“ Kjarnafæði er nú þegar með A vottun Matvælastofunar, A vottun Samtaka iðnaðarins, ISO 9001 vott- un frá BSI á Íslandi og nú bætist nýjasta vottunin FSSC ISO 22000, einnig frá BSI á Íslandi við. Allt undir Eðvald segir að sá staðall feli í sér djúpa hættugreiningu á allri fram- leiðslu fyrirtækisins með matvæla- öryggi í huga. Hvert stig ferilsins sé skoðað og metið hvað farið getur úrskeiðis á hverjum stað og hvernig megi fyrirbyggja það. Byrjað er á að skoða alla birgja Kjarnafæðis, hvaða kröfur séu gerðar samkvæmt Evrópsku matvælalöggjöfinni og hverjar séu sérstaklega gerðar af fyr- irtækinu sjálfu. Framleiðsluferlið allt er skoðað, frá móttöku hráefnis, framleiðslu á vörunni, geymsluskil- yrði, frágangur og sala. „Í raun er allt undir. Húsnæði og aðbúnaður er skoðaður og umgengni starfsmanna er einnig undir smásjá, enda mikil- vægt að hreinlæti sé fyrsta flokks.“ Eðvald segir að stjórnendur Kjarnafæðis leggi sérstaka áherslu á gæðamál, með virðingu við menn og umhverfi og hefði öll uppbygging vinnslunnar á Svalbarðseyri sem og uppfærsla tækjabúnaðar tekið mið af því. Þá hefði lengi verið unnið að vöruþróun á hreinum vörum án óþolsvalda, viðbætts sykurs og aukaefna. Þá eru umhverfismálin ofarlega á baugi innan fyrirtækisins og allur úrgangur er flokkaður og nýttur áfram sem kostur er. Þá hefði ötullega verið unnið að jafnréttis- málum, vinnuvernd starfsmanna og öryggismálum og iðulega gengið lengra en krafist er. „Rekjanleiki vöru frá Kjarnafæði er algjör með fullkomnu kerfi frá Marel, hægt er að rekja hvað varan inniheldur, hvort sem er erlend eða íslensk krydd, grænmeti eða kjöthráefni,“ segir Eðvald. /MÞÞ Við undirritun samninga um Landsmót hestamanna 2018 sem fram fór í Höfða á bóndadaginn. Talið frá vinstri: Jóna Dís Bragadóttir, LH, Lárus Hannesson, LH, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Hjörtur Bergstað, Fáki, Ingibjörg Guðmunds dóttir, Fáki og Elías Blöndal Guðjónsson frá Bændasamtökunum. Fánaberar: Hrefna María Ómarsdóttir, Sigurbjörn Bárðarson og Teitur Árnason. Mynd / Fákur Hjörtur Bergstað, formaður Fáks. Frá Landsmóti hestamanna í Reykjavík 2012. Mynd / HKr. Eðvald Valgarðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.