Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 28.01.2016, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 28. janúar 2016 Fréttir Fjallamennskunámskeið verður haldið á Óbyggðasetri Íslands á Egilsstöðum í Fljótsdal helgina 12.–14. febrúar. Leiðbeinandi er fjallaleiðsögumaðurinn Jón Gauti Jónsson og námskeiðið hentar vel fyrir fjallgöngu-, útivistar- og björgunarsveitarfólk. Fjallgöngur að vetrarlagi opna nýjan og spennandi heim sem mik- ilvægt er að nálgast af virðingu. Á námskeiðinu eru kennd grunnatriði í fjallgöngum og ferðamennsku að vetrarlagi. Markmiðið er að þátt- takendur öðlist skilning á helstu hættum fjallgangna, læri um mikil- vægi öruggs leiðavals með tilliti til snjóflóðahættu, fái þjálfun í notkun sérhæfðs útbúnaðar og upplifi sig öruggari á fjöllum að vetrarlagi. Leiðbeinandinn Jón Gauti er reyndur fjallaleiðsögumaður og hefur haldið fjölda námskeiða í ferðamennsku, svæðafræðslu og náttúrutúlkun. Hann er jafn- framt leiðbeinandi Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar í vetrarfjallamennsku, fjallabjörgun, ís- og klettaklifri. Innifalið í námskeiðinu, auk kennslunnar, er fullt fæði, gisting á Óbyggðasetri í tvær nætur, kvöldvaka og kvikmyndasýning. Tekið er við skráningum til og með 5. febrúar og ástæða er til að taka fram að flest stéttarfélög greiða námskeiðið niður. Nánari upplýsingar og skráning í síma 440 8822 og á info@wilderness.is. Fræðsluefni um öryggismál og vinnuvernd verður dreift á öll lög- býli á næstu dögum. Markmiðið er meðal annars að efla öryggi og heilsu þeirra sem starfa í landbún- aði og fækka slysum. Bæklingurinn „Öryggi og vinnu- vernd í landbúnaði“ er þýddur og staðfærður úr norsku leiðbeininga- efni. Í honum eru meðal annars kaflar um brunavarnir, dráttarvélar, slysavarnir, heilsufar, búfjársjúk- dóma og varnir gegn þeim. Þá er stuttur kafli í ritinu sem fjallar um mikilvægi ásýndar búsins og góðrar umgengni. Búum vel Á síðustu þremur árum hafa Bændasamtökin í samvinnu við bún- aðarsambönd rekið vinnuverndar- verkefnið „Búum vel“. Guðmundur Hallgrímsson á Hvanneyri hefur heimsótt á annað hundrað bændur og farið yfir öryggis- og vinnuverndar- málin með þeim. Tillögur til úrbóta voru ræddar við bóndann og sett markmið um viðbrögð. Eftir heim- sóknirnar er unnið úr upplýsingunum hjá BÍ og útbúin skýrsla sem send er til bóndans. Áfram verður boðið upp á úttektir á búum á þessu ári en fyrir þær greiða bændurnir kr. 7.500. Vátryggingafélag Íslands hefur stutt dyggilega við bakið á vinnuverndar- verkefninu og Framleiðnisjóður komið að þróun þess. Þeir sem hafa áhuga á að fá heimsókn og fara yfir þennan mikilvæga málaflokk er bent á að hafa samband við sitt búnaðar- samband. Nýi vinnuverndarbæklingur- inn verður sem fyrr segir sendur til bænda á næstu dögum en hann er jafnframt aðgengilegur á vef Bændasamtakanna, bondi.is /TB Markmiðið er að bæta öryggismenningu til sveita Fjallamennskunámskeið á Óbyggðasetri Íslands Jón Gauti Jónsson Smalahundafélag Íslands hefur verið ört vaxandi enda skilningur á notagildi góðra smalahunda stöð- ugt að aukast. Hefur félagið m.a. staðið fyrir mótshaldi og hæfn- isprófunum á hundum. Mikill fjöldi hunda er á skrá Snata sem er vefsíða félagsins en haldið er utan um skráningu smalahunda hjá tölvudeild Bændasamtaka Íslands. Austurlandsdeildin Austurlandsdeildin er ein af sjö landshlutadeildum Smala- hundafélags Íslands (SFÍ). Starfsemi hennar er Norðausturland og Austurland. Alls eru 235 meðlimir í Smalahundafélaginu og þar af eru í kringum 35 í Austurlandsdeildinni. Ásamt hinum deildunum sex nær starfsemin yfir stærstan hluta lands- ins. Ekki eru allir félagar SFÍ með- limir í deildum félagsins og deildirn- ar eru misvirkar, að sögn Aðalsteins Jóhannesar Halldórssonar, félaga og erindreka í Austurlandsdeild SFÍ. Ræktun og þjálfun Félagar í Austurdeildinni eru nokk- uð virkir í ræktun og þjálfun Border Collie-hunda á Íslandi og eiga flestir nokkra hunda. Í gegnum árin hafa hundar frá þeim eignast heimili á fjölmörgum heimilum á starfs- svæði Austurdeildarinnar og víðar. Það eru margir hundar skráðir hjá Smalahundafélaginu á svæðinu og sífellt fleiri bændur sem sjá hag í því að eiga góðan smalahund. Það er aftur á móti von deildarinnar og SFÍ að fleiri gerist virkir þátttakendur í smalahundasamfélaginu, bæði hvað varðar tamningu hunda og keppni. Með auknum metnaði í greininni aukast gæði hundanna og starfsskil- yrði bænda batna. Skráðir í gagnagrunninn Snata hjá BÍ Ræktun og notkun Border Collie- fjárhunda við fé er tiltölulega nýleg grein á Íslandi. SFÍ var stofnað 15. desember 1992 og fyrsta mót á vegum félagsins fór fram tveimur árum seinna. Síðan þá hafa verið haldin eitt til þrjú mót á ári. Félagið hefur auk þess stuðlað að framgangi greinarinnar með fræðslu og skrán- ingu hundanna í ættbók félagsins. Nýr gagnagrunnur félagsins, Snati, var tekinn í notkun fyrir um þrem- ur árum og auðveldaði hann utan- umhald ræktunarinnar verulega. Snati er rekinn í samstarfi við Bændasamtök Íslands og hafa með- limir Smalahundafélagsins aðgang að honum. Þátttaka meðlima félagsins í mótum og öðru starfi hefur verið nokkuð stöðugt síðustu árin, en held- ur er að fjölga þeim sem taka þátt reglulega. Aftur á móti má greina aukna notkun smalahunda á landinu síðustu ár, þó sú notkun skili sér ekki endilega í þátttöku á mótum. Slíkt má sjá til dæmis á samskiptamiðlum. Þar má sjá að æ fleiri eru að þjálfa hunda sína og leita eftir ábendingum um það sem betur má fara. Jafnframt virðist vera vaxandi markaður fyrir þjálfaða hunda á landinu. Framboð af þeim mætti vera meira. Algengast er í þeim efnum að keyptir séu frum- tamdir hundar sem nýir eigendur halda síðan áfram spreyta sig með. Það eru ekki margir hundar seldir fulltamdir á hverju ári og eru fyrir því ýmsar ástæður. Ræktendur og tamningafólk eru til dæmis yfirleitt að þjálfa í frístundum sínum með annarri vinnu og hafa því ekki tíma til að fulltemja hunda í miklum mæli. Þróunin er engu að síður jákvæð og ýmis merki þess að greinin sé á réttri leið. Fjárhundakeppni á Eyrarlandi Þann 21. nóvember síðastliðinn hélt Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands mót á Eyrarlandi í Fljótsdal. Þetta var annað mót ársins, en Landsmót Smalahundafélags Íslands var haldið á Tjörn á Mýrum helgina 29.–30. ágúst. Austurlandsdeildin hafði jafnframt umsjón með þeirri keppni. Alls tóku 15 hundar þátt í keppn- inni á Eyrarlandi en smalarnir voru níu, þar sem sumir þeirra skráðu til leiks fleiri en einn hund. Þar af voru 11 hundar skráðir í A-flokk, 1 í B-flokk og 3 í unghundaflokk. Hver hundur fékk eitt rennsli. Dómari mótsins var Lárus Sigurðsson og úrslit voru eftirfarandi: A-flokkur Panda frá Daðastöðum og Elísabet Gunnarsdóttir, 81/100 stig. Skotta frá Daðastöðum og Elísabet Gunnarsdóttir, 81/100 stig. Mjú frá Ási og Agnar Ólafsson, 80/100 stig. B-flokkur Gláma frá Sauðanesi, Edze Jen De Haan. Unghundaflokkur Doppa frá Húsatóftum og Aðalsteinn Aðalsteinsson, 66/90 stig. Skutla frá Skálholti og Marzibil Erlendsdóttir, 58/90 stig. Snati frá Móskógum og Sverrir Möller, 32/90 stig. Landsmót að Tjörn í ágúst 2015 Alls voru 17 hundar skráðir. Þar af 8 í A-flokk, 3 í B-flokk og 6 í ung- hundaflokk. Allir hundar fengu tvö rennsli og keppt var að 100 stigum hvorn dag. Dómari var Ross Games og úrslit voru eftirfarandi: B flokkur - Úrslit 1. Kátur frá Eyrarlandi og Agnar Ólafsson, Stig 77 + 74 =151 2. Astra Polar og Kristinn Hákonarson. Stig 63 +33 = 96 3. Gutti frá Hafnarfirði og Sverrir Möller, hætti keppni. A fl. Opinn flokkur - Úrslit 1. Kría frá Daðastöðum og Aðalsteinn Aðalsteinsson, stig 72 +85 =157 2. Korka frá Miðhrauni og Svanur Guðmundsson, Stig 75 +61 = 136. 3. Smali frá Miðhrauni og Svanur Guðmundsson. Stig 70 + 63. Unghundar - úrslit 1. Frigg frá Kýrholti og Aðalsteinn Aðalsteinsson, Stig 73 + 67 = 140 2. Skutla frá Skálholti og Marzibil Erlandsdóttir. Stig 60 + 47 = 107. 3. Doppa frá Húsatóftum og Aðalsteinn Aðalsteinsson. Stig 74 + 30 = 104 Stigagjöf er þannig að í upphafi hefur hvert smalateymi 90 til 100 stig eftir því hvernig er dæmt. Refsistigin sem hundurinn fær í brautinni dragast svo frá og þannig fæst lokastigatalan. Í þeim tilfellum þar sem tveir eða fleiri hundar eru með sama stigaskor endar sá hundur ofar sem gerir betur í fyrstu þremur þáttum smalabrautar- innar. Í unghundaflokki keppa hundar yngri en 3 ára. Í B-flokki er brautin styttri og heldur auðveldari viðfangs og fyrst og fremst hugsuð fyrir þá reynsluminni. /AJA/HKr. Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands – Yfirlit yfir mót ársins 2015: Border Collie-hundar þykja afburða- góðir til smalamennsku - -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.