Bændablaðið - 01.12.2016, Síða 27

Bændablaðið - 01.12.2016, Síða 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2016 Fyrir rúmum sex árum hófu Guðbjörg Gissurardóttir og Jón Árnason útgáfu á tímariti sem kall- ast Í boði náttúrunnar og kemur það út þrisvar á ári. Nýlega sendu þau frá sér sérrit sem kallast Fæða / Food og er bæði á íslensku og ensku. Guðbjörg segir að Fæða sé sér- rit um íslenskan mat og matarhefð. „Ólíkt flestum blöðum um mat er Fæða ekki uppfull af uppskriftum því við erum meira að fjalla um matarmenningu og hefðir, sköpunar- kraftinn í kringum mat, smáfram- leiðendur, sprota og frumkvöðla í matargerð og hvað má búa til úr íslensku hráefni.“ Matur og myndlist Blað, ef blað skyldi kalla því það lík- ist meira bók enda prentað á þykkan pappír, er allt hið glæsilegasta. Meðal efnis er að finna áhugaverða umfjöll- un um Áslaugu Snorradóttur, sem er brautryðjandi í sjónrænni matargerð þar sem matur og myndlist mætast. „Íslenska lambið fær sinn sess í ritinu og tekið alla leið,“ segir Guðbjörg. „Það er úrbeinað og sagt frá margs konar réttum sem hægt er að búa til úr því. Sjálf er ég svo inn- blásin af umfjölluninni að ég hef haft læri á sunnudögum með brúnuðum kartöflum, rauðkáli og grænum baun- um síðan ég las hana.“ Pönnukökur og vínartertur „Í ritinu er fjallað um íslenskar pönnukökur sem eru einstakt fyrir- bæri. Fáir vita líklega að pönnukök- ur með rabarbarasultu slógu í gegn á Bessastöðum sem desert eftir að Gorbatsjov smakkaði þær og var yfir sig hrifinn. Annað skemmtilegt og fróðlegt efni sem mig langar að nefna er umfjöllun um vínartertuna. Þessar tertur voru í eina tíð feikilega vin- sælar hér á landi en svo er eins og þær detti úr tísku. Vínartertan lifir aftur á móti góðu lífi meðal Vestur- Íslendinga í Kanada og er aðalkakan í Íslendingaboðum þar. Í ritinu er við- tal við níræða vínartertudrottninguna í Kanada sem bakar vínartertur þegar mikið stendur til eftir uppskrift sem amma henn- ar hafði með sér frá Íslandi undir lok þarsíðustu aldar. Svipbrigði bragðs Í myndasyrpu sem kallast Ungir bragðlaukar voru nokkur ung- menni fengin til að smakka gamlan íslenskan mat með ólíku bragði, meðal annars hákarl, söl og fjallagrös, og teknar myndir af svipbrigð- um þeirra. Auk þessa alls er umfjöll- un um osta og sjálfbærar veiðar og ýmis- legt fleira í nýja ritinu sem Í boði náttúrunnar var að senda frá sér. /VH Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Tímaritið „Í boði náttúrunnar“: Fæða/Food Rannsóknir og þróun: Útgjöld hækka Frá árinu 2013 til ársins 2015 hafa útgjöld til rannsókna og þróunar á Íslandi hækkað sem hlutfall af vergri landsframleiðslu úr 1,76% í 2,19%. Á heimasíðu Hagstofu Íslands segir að á sama tíma hafi útgjöld til rannsókna og þróunar staðið í stað í Evrópusambandinu, í 2,03–2,04% af vergri landsframleiðslu. R&Þ- útgjöld sem hlutfall af landsfram- leiðslu eru nú sambærileg á Íslandi og í Frakklandi og Slóveníu. Árið 2015 er Svíþjóð með hæsta hlutfallið, 3,26%, en Austurríki eru með 3,07% og Danmörk 3,03%. Útgjöld til R&Þ í Finnlandi lækka úr 3,29% í 2,90% á tímabilinu. Hagstofa Íslands tók við tölfræði rannsókna og þróunar árið 2013 og er það ár því upphafið að tímalínu Hagstofunnar. /VH KOMDU MEÐ TIL PARÍSAR fyrir starfandi bændur til Frakklands í febrúar næstkomandi með heimsóknum í verksmiðju Massey Ferguson í Beuavais og á landbúnaðarsýninguna Sima (www.simaonline.com) sem haldin er annað hvert ár í París. Bókanir og upplýsingar um ferðina veita vélasölumenn í síma 480 0400 Áætlaður kostnaður á þátttakanda í tvíbýli er kr. 98.000,- Fimmtudagur 23. febrúar 07:45 Borttför með Icelandair til París Orly FI 548. 11:55 Lending á Paris Orly 14:00 Heimsókn til bónda 16:00 Komið á hótel í Beauvais. 19:00 Kvöldverður á hóteli Föstudagur 24. febrúar 08:00 Brottför frá hóteli í verksmiðju Massey Ferguson. 08:30 Komið í verksmiðjuna – verksmiðjuheimsókn. Fræðsluerindi um mikilvægi rétts loftþrýstings í dekkjum og val á dekkjum 13:00 Hádegisverður hjá Massey Ferguson 14:00 Brottför frá Massey Ferguson til Parísar. 16:00 Komið á hótel í París. 19:00 Brottför með rútu í kvöldverð í París. Drög að dagskrá ferðarinnar eru eftirfarandi: Laugardagur 25. febrúar Frjáls dagur í París Sunnudagur 26. febrúar 08:00 Brottför frá hóteli til sýningar með rútu. 09:00 Komið á sýninguna 18:00 Brottför af sýningu á hótel. 20:00 Brottför með rútu á veitingarstað Mánudagur 27. febrúar 09:30 Brottför frá hóteli til París Orly með rútu 13:00 Flug FI 549 til Keflavíkur 15:35 Lending í Keflavík Þar sem aðeins 50 sæti eru í boð er miðað við að hámarki 2 miða á hvert lögbýli og fyrstur kemur fyrstur fær. Innifalið: Flug, rútuferðir, gisting og fæði í 3 daga auk aðgangseyris á sýninguna. Fararstjóri er: Finnbogi Magnússon Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Jötunn og Massey Ferguson efna til fræðsluferðar

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.