Bændablaðið - 01.12.2016, Qupperneq 27

Bændablaðið - 01.12.2016, Qupperneq 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2016 Fyrir rúmum sex árum hófu Guðbjörg Gissurardóttir og Jón Árnason útgáfu á tímariti sem kall- ast Í boði náttúrunnar og kemur það út þrisvar á ári. Nýlega sendu þau frá sér sérrit sem kallast Fæða / Food og er bæði á íslensku og ensku. Guðbjörg segir að Fæða sé sér- rit um íslenskan mat og matarhefð. „Ólíkt flestum blöðum um mat er Fæða ekki uppfull af uppskriftum því við erum meira að fjalla um matarmenningu og hefðir, sköpunar- kraftinn í kringum mat, smáfram- leiðendur, sprota og frumkvöðla í matargerð og hvað má búa til úr íslensku hráefni.“ Matur og myndlist Blað, ef blað skyldi kalla því það lík- ist meira bók enda prentað á þykkan pappír, er allt hið glæsilegasta. Meðal efnis er að finna áhugaverða umfjöll- un um Áslaugu Snorradóttur, sem er brautryðjandi í sjónrænni matargerð þar sem matur og myndlist mætast. „Íslenska lambið fær sinn sess í ritinu og tekið alla leið,“ segir Guðbjörg. „Það er úrbeinað og sagt frá margs konar réttum sem hægt er að búa til úr því. Sjálf er ég svo inn- blásin af umfjölluninni að ég hef haft læri á sunnudögum með brúnuðum kartöflum, rauðkáli og grænum baun- um síðan ég las hana.“ Pönnukökur og vínartertur „Í ritinu er fjallað um íslenskar pönnukökur sem eru einstakt fyrir- bæri. Fáir vita líklega að pönnukök- ur með rabarbarasultu slógu í gegn á Bessastöðum sem desert eftir að Gorbatsjov smakkaði þær og var yfir sig hrifinn. Annað skemmtilegt og fróðlegt efni sem mig langar að nefna er umfjöllun um vínartertuna. Þessar tertur voru í eina tíð feikilega vin- sælar hér á landi en svo er eins og þær detti úr tísku. Vínartertan lifir aftur á móti góðu lífi meðal Vestur- Íslendinga í Kanada og er aðalkakan í Íslendingaboðum þar. Í ritinu er við- tal við níræða vínartertudrottninguna í Kanada sem bakar vínartertur þegar mikið stendur til eftir uppskrift sem amma henn- ar hafði með sér frá Íslandi undir lok þarsíðustu aldar. Svipbrigði bragðs Í myndasyrpu sem kallast Ungir bragðlaukar voru nokkur ung- menni fengin til að smakka gamlan íslenskan mat með ólíku bragði, meðal annars hákarl, söl og fjallagrös, og teknar myndir af svipbrigð- um þeirra. Auk þessa alls er umfjöll- un um osta og sjálfbærar veiðar og ýmis- legt fleira í nýja ritinu sem Í boði náttúrunnar var að senda frá sér. /VH Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Tímaritið „Í boði náttúrunnar“: Fæða/Food Rannsóknir og þróun: Útgjöld hækka Frá árinu 2013 til ársins 2015 hafa útgjöld til rannsókna og þróunar á Íslandi hækkað sem hlutfall af vergri landsframleiðslu úr 1,76% í 2,19%. Á heimasíðu Hagstofu Íslands segir að á sama tíma hafi útgjöld til rannsókna og þróunar staðið í stað í Evrópusambandinu, í 2,03–2,04% af vergri landsframleiðslu. R&Þ- útgjöld sem hlutfall af landsfram- leiðslu eru nú sambærileg á Íslandi og í Frakklandi og Slóveníu. Árið 2015 er Svíþjóð með hæsta hlutfallið, 3,26%, en Austurríki eru með 3,07% og Danmörk 3,03%. Útgjöld til R&Þ í Finnlandi lækka úr 3,29% í 2,90% á tímabilinu. Hagstofa Íslands tók við tölfræði rannsókna og þróunar árið 2013 og er það ár því upphafið að tímalínu Hagstofunnar. /VH KOMDU MEÐ TIL PARÍSAR fyrir starfandi bændur til Frakklands í febrúar næstkomandi með heimsóknum í verksmiðju Massey Ferguson í Beuavais og á landbúnaðarsýninguna Sima (www.simaonline.com) sem haldin er annað hvert ár í París. Bókanir og upplýsingar um ferðina veita vélasölumenn í síma 480 0400 Áætlaður kostnaður á þátttakanda í tvíbýli er kr. 98.000,- Fimmtudagur 23. febrúar 07:45 Borttför með Icelandair til París Orly FI 548. 11:55 Lending á Paris Orly 14:00 Heimsókn til bónda 16:00 Komið á hótel í Beauvais. 19:00 Kvöldverður á hóteli Föstudagur 24. febrúar 08:00 Brottför frá hóteli í verksmiðju Massey Ferguson. 08:30 Komið í verksmiðjuna – verksmiðjuheimsókn. Fræðsluerindi um mikilvægi rétts loftþrýstings í dekkjum og val á dekkjum 13:00 Hádegisverður hjá Massey Ferguson 14:00 Brottför frá Massey Ferguson til Parísar. 16:00 Komið á hótel í París. 19:00 Brottför með rútu í kvöldverð í París. Drög að dagskrá ferðarinnar eru eftirfarandi: Laugardagur 25. febrúar Frjáls dagur í París Sunnudagur 26. febrúar 08:00 Brottför frá hóteli til sýningar með rútu. 09:00 Komið á sýninguna 18:00 Brottför af sýningu á hótel. 20:00 Brottför með rútu á veitingarstað Mánudagur 27. febrúar 09:30 Brottför frá hóteli til París Orly með rútu 13:00 Flug FI 549 til Keflavíkur 15:35 Lending í Keflavík Þar sem aðeins 50 sæti eru í boð er miðað við að hámarki 2 miða á hvert lögbýli og fyrstur kemur fyrstur fær. Innifalið: Flug, rútuferðir, gisting og fæði í 3 daga auk aðgangseyris á sýninguna. Fararstjóri er: Finnbogi Magnússon Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Jötunn og Massey Ferguson efna til fræðsluferðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.