Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 2017 FRÉTTIR Haraldur Benediktsson, alþingis - maður og formaður fjár- laganefndar Alþingis, sem jafn- framt er bóndi á Vestra-Reyni, segist ekki vilja meiri eyðibýla- stefnu þegar rætt sé um lausnir á vanda sauðfjárbænda. Í tillögum ráðherra er gert ráð fyrir greiðslum til bænda fyrir að hætta búskap. Starfslokaaðferðin er gamaldags nálgun „Þessi starfslokaaðferð er gamal- dags nálgun. Þetta er nálgun sem við lögðum niður upp úr 1995. Þá hættum við tilviljanakenndum niðurskurði. Ég fagna því hins vegar ef það á að fara í úttekt á birgðastöðu, það hefði hún reyndar átt að gera strax í vor, og ráðherra útilokar greinilega ekki að vinna síðar að aðgerðum til að takast á við það miklar birgðir. Ég undrast orð ráðherrans sem hún lét falla í fréttum Ríkisútvarpsins, að það sé ekkert kjötfjall. Veruleikinn er sá að við lögð- um verulega fjármuni af fjárauka- lögum á síðasta ári til að flytja út birgðir. Það er þess vegna sem birgðirnar eru ekki meiri en þetta. Nú fer aftur að safnast upp og því til viðbótar á að kaupa tugþúsundir fjár og slátra sem bætist líka við birgðirnar.“ Tímamót að ráðherra nái ekki samstöðu með bændum „Það eru nokkur tímamót þegar ráðherra landbúnaðarmála nær ekki samstöðu við landbúnaðinn varðandi nauðsynlegar aðgerðir. Bændur hafa í gegnum árin verið lausnamiðaðir, oft í mjög erfiðri stöðu. En hér spilar ráðherra út mjög einhliða aðgerð- um.“ Hver er framtíð tollasamningsins? „Við, þar á meðal ég, samþykktum hér tollasamning við ESB þar sem við fórnuðum hagsmunum annarra búgreina fyrir útflutningshagsmuni sauðfjárræktarinnar. Ári eftir að við gerum það, þá ætla stjórnvöld að beita sér fyrir fækkun sauðfjár. Það er alveg ljóst að það verk getur skaðað íslenskan landbúnað verulega ef ekki er þegar spyrnt við fótum. Þeir sem gerðu þann tollasamning og héldu þar á penna verða að kannast við ábyrgð sína. Mér finnast það fordómar að vilja ekki ræða um úrræði sem gera greininni kleift að takast sjálfa á við sveiflur sem alltaf munu verða. Það eru líka fordómar að skapa ekki afurðastöðvum styrkleika og tækifæri á að takast á við aukna samkeppni á heimsmarkaði. Þannig að stjórnvöld heimili fyrirtækjum að starfa saman á erlendum mörkuðum, því þrátt fyrir allt trúi ég enn að hægt sé að stækka og efla íslenskan landbúnað. En til þess þarf kraft og þekkingu,“ segir Haraldur Benediktsson. Nauðsynlegt að hafa forsöguna í huga Að sögn Oddnýjar Steinu Valsdóttur, bónda á Butru í Fljótshlíð og formanns Landssamtaka sauðfjárbænda, er nauðsynlegt að hafa forsögu sölu á sauðfjárafurðum þegar staðan í dag er skoðuð. „Undanfarin ár hafa framleiðendur sauðfjárafurða hér nýtt sér tækifæri á erlendum mörkuðum til að selja sína framleiðslu. Framleiðslan hefur verið frjáls og mikil hagræðing orðið í greininni. Á sama tíma hefur verð til íslenskra neytenda frá 2008 lækkað um rúm 20% að raungildi. Sauðfjárbændur hafa ekki farið fram á neitt sem kæmi til með að hækka verð til neytenda og merkilegt að ráðherra hafi stillt tillögum okkar þannig upp.“ Tapinu ýtt yfir á bændur „Þróun undanfarinna ára hefur átt sér stað í mjög frjálsu viðskiptaumhverfi og framleiðendur nýtt sér það hvað útflutning varðar. Við það að markaðir erlendis lokast kemur fram gríðarlegur þrýstingur á að lækka verð. Í staðinn fyrir að bregðast við með því að setja lagaskyldu á afurðastöðvarnar og láta þær bera ábyrgð á ástandinu er allri ábyrgðinni og tapinu ýtt yfir á bændur,“ segir Oddný. Óeðlilega seint brugðist við Oddný segir óeðlilegt að ráðherra hafi ekki brugðist við málinu síðast- liðið vor þar sem staðan eins og hún er í dag hafi blasað við og að ráð- herra hafi margoft verið bent á það. „Seinagangurinn varð til þess að ekki var tekið á ástandinu í tíma og ekki hægt að tengja stöðuna í dag við einhverjar aðgerðir sem stundaðar voru í fortíðinni þegar útflutnings- skylda var árleg og árviss. Aðgerðirnar sem við vorum að fara fram á voru tímabundnar og vegna óeðlilegra aðstæðna á markaði og óeðlilegrar verðmyndunar. Það er því mjög harkalegt og óeðlilegt að láta sauðfjárbændur bera allan skaðann í ljósi þess að öll miðstýring hennar hefur verið afnumin.“ Aukinn birgðavandi „Annað sem við verðum að skoða er að vegna þess að stjórnvöld eru ekki til í að hafa nein inngrip í markaðinn þá bætist aukinn fjöldasláturfjár við núverandi birgðavanda. Sauðfjárbændur sem ætla því að þrauka þessa niðursveiflu þurfa þess vegna að burðast með þann vanda og ekki einsýnt hvað tekur langan tíma að vinna sig út úr ástandinu,“ segir Odddný Steina Valsdóttir. /VH /HKr. Seinagangur ráðherra varð til þess að ekki var tekið á vanda sauðfjárbænda í tíma, segir formaður Landssamtaka sauðfjárbænda: Ekki tekið á birgðavanda – Úrræði sem hefðu gert greininni sjálfri kleift að leysa málið fengust ekki rædd, segir formaður fjárlaganefndar Oddný Steina Valsdóttir. Mynd / HKr. Haraldur Benediktsson. Mynd / smh Atvinnu- og nýsköpunar ráðuneytið birti í morgun tillögur stjórnvalda vegna þeirra erfiðleika sem sauðfjárbændur standa frammi fyrir. Meginmarkmið þeirra er að draga úr framleiðslu um 20 prósent og mæta kjaraskerðingu bænda með sérstökum greiðslum. Þá verður stutt við sauðfjárbúskap á jaðarsvæðum og úttekt gerð á birgðum sauðfjárafurða og afurðastöðvakerfinu. Til að fækka fé um 20 prósent verður bændum gefinn kostur á því að hætta sauðfjárframleiðslu en halda 90 prósent greiðslum samkvæmt gildandi sauðfjársamningi í fimm ár, eða frá 2018 til 2022. „Greiðslur til hvers bónda miðist við greiðslumark, innlegg, fjárfjölda og aðrar forsendur fyrir greiðslum, eins og þær voru á viðkomandi búi að meðaltali árin 2016 og 2017. Val verði um það hvort framleiðandi fái greiðsluna greidda í eingreiðslu (núvirt) eða með jöfnum greiðslum á 5 ára tímabili. Þá eiga þeir kost á greiðslu sláturálags sem taka ákvörðun um fækkun að lágmarki um 50 kindur haustið 2017. Þeir sem ákveða að nýta sér þessi úrræði geri um það samninga. Matvælastofnun verði falið að annast gerð þeirra. Þeir sem kjósa að hætta á árinu 2018 geta gert sams konar samninga en eiga þá kost á 70% greiðslum skv. framangreindu í þrjú ár, 2019–2021. Skal sú ákvörðun liggja fyrir eigi síðar en 1. júlí 2018. Greitt verði 4.000 kr. sláturálag á ær sem koma til slátrunar haustið 2017 á grundvelli ofangreindra samninga, sem yrði fjármagnað með framlagi ríkisins á fjáraukalögum 2017. Gert er ráð fyrir að verja 250 m.kr. til þessa verk- efnis. Ekki verður greitt sláturálag eftir sláturtíð 2017. Styrkur verði greiddur að hámarki fyrir 62.500 ær. Verði óskað eftir sláturálagi á fleiri ær gildi reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Þó skuli þeir njóta forgangs sem taka ákvörðun um að hætta sauð- fjárbúskap alfarið. Jafnframt verði ásetningshlutfall lækkað í 0,6. Þeir framleiðendur sem gera samninga um að hætta á grundvelli ofangreinds skuldbinda sig til að taka ekki upp sauðfjárframleiðslu að nýju á gild- istíma núverandi sauðfjársamnings. Þeir sem gera samninga um fækkun skuldbinda sig til að auka ekki fram- leiðslu sína á gildistíma núverandi sauðfjársamnings. Kvöðin verði bundin við framleiðanda og tengda aðila,“ segir í tillögunum. Úrræði til að draga úr kjaraskerðingu Sérstakar greiðslur verða í boði til þeirra sem halda áfram sauðfjár- búskap sem er ætlað að draga úr kjaraskerðingu. „Bændur eigi kost á greiðslum sem miðist við fjölda kinda á vetrarfóðrum samkvæmt skráningu Matvælastofnunar haustið 2016. Skilyrði fyrir þessum greiðslum verði m.a. að viðkomandi bóndi búi á lögbýli og hafi fleiri en 150 vetrarfóðraðar kindur Þetta yrði einskiptisaðgerð og hugsuð til að bæta að hluta kjaraskerðingu þeirra sem halda áfram sauðfjár- framleiðslu. Til þessa verkefnis verði varið 250 m.kr. með sérstöku framlagi ríkisins. Svæðisbundinn stuðningur Samkvæmt gildandi samningi er 99 m.kr. varið í svæðisbundinn stuðning á árinu 2017 en sú fjár- hæð hækkar í 145 m.kr. á næsta ári. Þessar greiðslur koma fyrst og fremst þeim bændum til góða sem eiga erfitt með að sækja atvinnu utan búsins vegna fjar- lægðar frá þéttbýli. Til þessa verk- efnis verði varið 150 m.kr. kr. til viðbótar því fé sem áskilið er í samningnum,“ segir í tillögunum. Önnur úrræði Til að aftengja framleiðsluhvatann sem felst í núverandi kerfi vilja stjórnvöld, miðað við núverandi ástand, frysta gæðastýringagreiðslur til tveggja ára frá næsta ári. Til að bregðast við skuldavanda bænda vilja stjórnvöld að Byggðastofnun kanni þörf á endurfjármögnun eða lengingu lána, sérstaklega hjá ungum skuldsettum sauðfjárbændum. Stofnuninni verði falið að meta stöðuna, gera tillögur að aðgerðum og kostnaðarmeta þær. Varðandi hagræðingu í sauðfjárslátrun leggja stjórnvöld til að úttekt verði gerð á afurðastöðvakerfinu. Það verði síðan grundvöllur viðræðna stjórnvalda, sláturleyfishafa og bænda um breytingar til hagsbóta fyrir neytendur og bændur. Markmið þeirrar vinnu væri að leita leiða til að lækka sláturkostnað, auka hagræðingu í greininni og skoða hvernig hægt er að koma á beinna sambandi milli bænda og neytenda. Niðurstöðurnar verði meðal annars nýttar við endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar. Varðandi birgðavandann vilja stjórnvöld beita sér fyrir því að úttekt fari fram á birgðum sauðfjárafurða svo sem um samsetningu þeirra, líklegt verðmæti og eignarhald. Slík úttekt yrði gerð í því skyni að fá fyllri upplýsingar um stöðuna á kjötmarkaði og meta líklegan árangur af þeim aðgerðum sem ríkið og sauðfjárbændur hafa og munu sammælast um. Niðurstaða slíkrar athugunar myndi þó ekki sjálfkrafa leiða til inngripa á markaðinn. Það er sameiginlegur skilningur að æskilegt sé að ná jafnvægi á markaði til langs tíma. Aðrar áherslur til frekari útfærslu eru eftirfarandi „Aðstoð við bændur er hætta búskap. Þeim tilmælum verði beint til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins að útfæra sérstaka markáætlun til að aðstoða þá bændur sem hætta sauðfjárbúskap til að takast á við ný verkefni á búum sínum, svo sem umhverfisverkefni. Kolefnisjöfnun og önnur umhverf is verkefni. Bændur sem stjórnvöld hafa lýst áhuga sínum á verkefnum á sviði kolefnisjöfnunar. Markmiðið er að nýta krafta og þekkingu bænda til að vinna að markmiðum Íslands í loftslagsmálum og kolefnisjafna íslenska sauðfjárrækt með samdrætti í losun og aukinni bindingu með uppgræðslu, skógrækt, endurheimt votlendis og öðrum aðgerðum. Haft verði samráð við stofnanir ríkisins á þessu sviði, líkt og Landgræðslu ríkisins og Skógræktina. Sameining nýsköpunarsjóða. Hafinn verði undirbúningur að endurskipulagningu og eflingu nýsköpunarumhverfis sjávarútvegs- og landbúnaðar. Þetta verði gert með því að skoða fýsileika þess að sameina Framleiðnisjóð landbún- aðarins og AVS (rannsóknarsjóðs um aukið verðmæti sjávarfangs) í öflugan matvælaþróunarsjóð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra mun skipa nefnd, m.a. með fulltrúum, BÍ og SFS til að skila tillögum um málið. Útflutningur. Stjórnvöld munu áfram beita sér fyrir aðgerðum sem miða að því að styðja við útflutning landbúnaðarafurða. Áhersla verður lögð á að efla nýsköpun og vöruþróun til að mæta kröfum ólíkra markaða á alþjóðavísu og nýta betur þá viðskiptasamninga sem gerðir hafa verið. Tilmæli til nefndar um endurskoðun búvörusamninga. Vegna aðgerða ríkisins til að mæta vanda sauðfjárbænda eru stjórnvöld og bændur sammála um að beita sér fyrir endurskoðun sauðfjárhluta búvörusamninga fyrir 1. apríl 2018. Jafnframt verði því beint til nefndarinnar að hún taki mið af þeim aðgerðum og áherslum sem lýst er hér að framan og kanni sérstaklega fýsileika þess að aftengja framleiðsluhvata eins og gæðastýringargreiðslur.“ /smh Tillögur stjórnvalda vegna erfiðleika í sauðfjárrækt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Reynisrétt. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.