Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 58

Bændablaðið - 07.09.2017, Blaðsíða 58
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. september 201758 Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Hafa áhrif um land allt! Ágætu kúabændur um land allt! LESENDABÁS Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna í garðyrkju Framleiðnisjóður landbúnaðarins Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes Sími 430-4300 Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir hér með eftir um- sókn um um styrki til rannsókna og þróunarverkefna í garð yrkju samkvæmt reglugerð um almennan stuðning við land búnað nr. 1240/2016. Styrkhæf eru ráðgjafarverkefni, kynningarverkefni, rannsókna- eða tilraunaverkefni, vöruþróunarverkefni og endur mennt- unarverkefni. Sjá nánar inn á heimasíðu sjóðsins www.fl.is, undir þróunarfé/verklagsreglur fagráðs í garðyrkju. Umsókn skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar, eftir því sem við á: a) Yfirlit um tilgang og markmið verkefnisins, þ.m.t. rök- stuðn ingur fyrir því hvernig það fellur að þeim mark- mið um sem tilgreind eru hér að ofan og hvernig það gagnast viðkomandi búgrein að öðru leyti. b) Listi yfir alla sem eiga aðild að verkefninu. c) Tímaáætlun verkefnisins. d) Fjárhagsáætlun verkefnisins í heild. e) Hvar og hvernig niðurstöður verkefnisins verða kynntar. Umsóknarfrestur er til 1. október n.k. Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð er að finna á www. fl.is/þróunarfé. Aðeins er tekið við umsóknum á eyðublöðunum sem þar er að finna. Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri 311 Borgarnes, merktum: Umsókn um þróunarfé. Nánari upplýsingar veitir Þórhildur Þorsteinsdóttir, framkvæmda- stjóri Framleiðnisjóðs landbúnaðarins hjá thorhildur@fl.is. Síðastliðin 5 ár hef ég stundað nám í dýralækningum við háskólann í Kaupmannahöfn og er nú komið að endasprettinum, þ.e. skrifum á lokaverkefni, sem lýkur með vörn og útskrift um mánaðamótin jan- úar/febrúar 2018. Í verkefninu verður fjallað um burðarerfið- leika, kálfavanhöld og heilsufar mjólkurkúa á Íslandi. Kálfavanhöld hafa verið stórt vandamál í íslenskri mjólkur- framleiðlu í gegnum árin og árið 2016 voru kálfavanhöld 14% á lands- vísu. Þá situr Ísland á toppnum yfir flesta dauðfædda kálfa í Evrópu. Markmið mitt með verkefninu er að gera úttekt á burðarerfið- leikum og umfangi burðarhjálpar, kálfavanhöldum sem og heilsu- farsvandamálum kýrinnar um og eftir burð. Hér verða burðarerfiðleikarnir kjarni verkefnisins og í því samhengi litið á afdrif kálfs og heilsufar móður um og eftir burð, ásamt því að litið verður lauslega á fóðrun og umhirðu gripa fyrir og eftir burð. Svo af verkefninu megi verða þarfnast ég aðstoðar íslenskra kúa- bænda næstu tvo mánuðina. Sendir verða út tveir spurninga- listar; annar almenns efnis en hinn er sérstaklega ætlaður til að afla upplýs- inga um hvern einstaka burð. Óskað er eftir að bændur skrái búsnúmer en það er til þess ætlað að bera megi saman svörin úr hvorum spurninga- lista fyrir sig. Ekki verður greint frá niðurstöðum einstakra búa og því fyllstu nafnleyndar gætt. Almenni spurningalistinn verð- ur aðgengilegur á forsíðu Huppu. Listinn samanstendur af 13 spurn- ingum (þar af 10 krossaspurningum) og honum þarf aðeins að svara einu sinni. Spurningalistinn um hvern ein- staka burð verður aðgengilegur undir skráningu burðar í Huppu. Honum er óskað svarað við hvern burð á búinu. Listinn samanstendur af 16 spurn- ingum (þar af 11 krossaspurningum) sem öllum er tiltölulega fljótsvarað. Í einni spurningunni óska ég eftir þyngd kálfs í kg. Þessi spurning er sennilega sú sem krefst hvað mestrar vinnu og er það að sjálfsögðu val- frjálst hvort bændur svari henni eða ekki. Ég yrði hins vegar mjög þakklát ef bændur hefðu tök á að vigta kálf- ana nýfædda svo kanna mætti hvort meðalþyngd þeirra við fæðingu sé að aukast. Fyrir þá bændur sem ekki eru í rafrænu skýrsluhaldi verða sendir út spurningalistar í pappírsformi. Sjálf er ég fædd og uppalin á Herjólfsstöðum í Álftaveri þar sem er stundaður blandaður búskapur með nautgripi, sauðfé og hross. Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á því sem við kemur æxlun og frjósemi jórturdýra, sem og afdrifum ungviðis og móður um og eftir burð. Sá áhugi stigmagn- aðist svo á kandídatsárunum þegar ég hitti fyrir leiðbeinendur mína í þessu verkefni sem nú hefur göngu sína. Þegar ég kynnti hugmyndir mínar fyrir þeim á vormánuðum þessa árs urðu þær fullar áhuga á að gera úttekt á viðfangsefninu hérlendis þar sem aðstæður hér eru nokkuð öðruvísi en þær eiga að venjast í sínu heima- landi. Það er því von mín að þið hafið áhuga á að koma með mér í þetta verkefni því án ykkar aðstoðar yrðu niðurstöðurnar harla litlar (og þar fyrir utan yrði lokaritgerðin mín ákaflega þunnur pappír). Með vinsemd og von um góðar undirtektir, Harpa Ósk Jóhannesdóttir, dýralæknanemi við háskólann í Kaupmannahöfn. Harpa Ósk Jóhannesdóttir, TÖKUBÁSAR FYRIR NAUTGRIPI Öflugir tökubásar fyrir nautgripi. Innbyggð vigt. Tilboðsverð kr. 349.900 auk vsk. Aðeins þrír básar eftir. Upplýsingar og pantanir í símum 899 1776 og 669 1336. Meira fyrir aurinn MENNING&LISTIR „Hröð og mögnuð spennusaga“ Veröld hefur gefið út spennutryllinn Þrjár mínútur eftir Roslund & Hellström. Piet Hoffmann er á flótta undan sænskum yfirvöldum og gerist flugumaður bandarískra stjórnvalda í kólumbísku kókaínmafíunni. Honum tekst að komast til metorða í hrottalegum heimi glæpamanna sem svífast einskis. Þegar háttsettur bandarískur stjórnmálamaður er tekinn í gíslingu lendir Hoffmann milli steins og sleggju – báðir aðilar vilja hann feigan. Sænski lögreglumaðurinn Ewert Grens er sendur til Kólumbíu til að reyna að ná sambandi við Hoffmann sem hefur ákveðið að taka málin í sínar hendur. Háspennutryllir úr smiðju þeirra Roslund & Hellströms sem grípur lesandann heljartökum og sleppir honum ekki fyrr en á síðustu síðu. „Hröð og mögnuð spennusaga, eins og að horfa á æsispennandi kvikmynd.“ Dagens Nyheter „Í senn sérlega haganlega samansett glæpasaga og pólitískur spennutryllir.“ Borås Tidning „Spennandi saga um ofsóttasta mann í heimi í kókaínfrumskógum Kólumbíu.“ Sveriges Radio, P4 „Skyldulesning sumarsins, eða kannski bara einfaldlega skyldulesning fyrir alla.“ Skånska Dagbladet Þrjár mínútur er 599 blaðsíður að lengd. Sigurður Þór Salvarsson þýddi. Jón Ásgeir hannaði bókarkápuna og Eyjólfur Jónsson sá um umbrot. Bókin er prentuð hjá Nørhaven, Danmörku. Roslund & Hellström. Stóra smákökubókin Stóra smákökubókin er gullfalleg bók með 55 smákökuuppskriftum. Smákökubakstur er rík hefð á Íslandi. Uppskriftir ganga gjarnan á milli kynslóða og sömu kökurnar kunna jafnvel að vera ólíkar eftir landshlutum. Í þessari bók eru gamlar og góðar kökur sem hafa lifað með þjóðinni í stílabókum, dagbókum, glósubókum og lausum blöðum en einnig nýjar og spennandi uppskr i f t i r að ljúffengum smákökum. Þá má ekki gleyma smákökum sem eru án sykurs eða hveitis og eru hreinlega bráðhollar. Þetta er ómissandi bók á hverju heimili. Góða skemmtun! „Ég óttast mest að geta ekki bakað neitt upp úr þessari bók því síðurnar eru svo girnilegar að mig langar helst að borða þær heilar!“ /Lilja Katrín Gunnarsdóttir, blaka.is Fanney Rut Elínardóttir er höfundur metsölubókarinnar Hvorki meira né minna sem kom út 2010 og hefur skrifað og eldað fjölda uppskrifta fyrir blöð og tímarit. Systir Fanneyjar, María Elínardóttir ljósmyndari, tók allar myndir í bókinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.